Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 PÁSKABLAÐ Það er margt rétt í þeirri hugmynd að landinu hafi verið stjórnað af 30 til 40 smákóngum en það er samt ekki al-veg rétt. Þetta er mjög hættuleg hug- mynd því hún setur sektina á 30 til 40 herðar. Þeir bera náttúrlega þunga ábyrgð en við ger- um það líka,“ segir Jón Kalman Stefánsson rit- höfundur þegar hann er spurður út í skoðanir sínar á íslenska efnahagshruninu haustið 2008. Smákóngarnir sem Jón talar um eru helstu fjármagnseigendur þjóðarinnar, útrásarvík- ingarnir, sem öðrum fremur hefur verið kennt um hrunið í opinberri umræðu. Líkt og kem- ur fram í tilvitnuninni telur Jón ábyrgð þeirra mikla en að hans mati eru skýringarnar á hrun- inu hins vegar víðtækari og ná lengra aftur í tímann en til síðustu tíu ára. Jón vill leita aftur til þeirrar þróunar sem hófst þegar Íslendingar urðu sjálfstæðir frá Dönum, á fimmta áratug síðustu aldar, eftir dýpri skýringum á hruninu. Helsta niðurstaða hans er sú að hrunið hafi fyrst og fremst ver- ið afleiðing af þjóðfélagsmeini sem nagað hafi íslensku þjóðina upp að innan síðastliðna ára- tugi. DV sótti Jón Kalman heim í Mosfellsbæ- inn til að ræða við hann um hrunið, ástandið í samfélaginu og skáldskap hans og vinnuhætti. Jón er ekki áberandi í samfélagsumræðunni, líkt og margir rithöfundar eru, en þegar hann skrifar greinar um þjóðmál er yfirleitt eftir því tekið enda er hann með sterkar skoðanir sem hann kemur vel í orð og yfirleitt af nokkrum siðferðilegum þunga: Hann er maður með afar sterka réttlætiskennd svo gripið sé til þekktr- ar klisju um fólk sem hugsar oft með hjartanu. Ljóst var því að Jón hefði ýmislegt áhugavert að segja um orsakir og afleiðingar hrunsins sem öðrum þræði er siðferðilegt. HÓGVÆR EN BEITTUR Jón skrifaði til dæmis meitlaða ádrepu í Morg- unblaðið gegn málflutningi Sigurðar Kára Kristjánssonar, þáverandi þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, skömmu eftir íslenska efna- hagshrunið 2008 þar sem hann gagnrýndi hug- myndir hans um að skera niður þróunaraðstoð til þriðja heimsins. Hugmynd Sigurðar var sú að þjóð sem væri í sömu sporum og Íslendingar hefði ekki efni á að gefa fátækum peninga. Þessi skoðun trufl- aði Jón: „Í þau skipti sem ég hef skrifað greinar er það vegna þess að ég verð að gera það. Það er eitthvert atvik, einhver skoðun, sem verð- ur til þess að ef ég skrifa ekki um hana líður mér illa. Þetta er þegar mér ofbýður eða þegar einhverjar mjög vafasamar skoðanir eru sett- ar fram,“ segir Jón Kalman þar sem hann situr við skrifborðið í vinnustofunni sem hann hef- ur komið sér upp í garðinum sínum í Mosfells- bænum. Þar situr Jón að öllu jöfnu frá morgni og fram yfir hádegi og semur skáldsögur sem hlotið hafa mikið lof frá almenningi á liðn- um árum, til dæmis Sumarljós og svo kemur nóttin, Himnaríki og helvíti og nú síðast Harm englanna. En þögn Jóns um hrunið þýðir þó ekki að hann hafi ekki fylgst náið með umfjölluninni um það í fjölmiðlum, bæði meðan það átti sér stað um haustið 2008 og síðar. Þá segist Jón hafa verið límdur við netið til að fylgjast með heiminum breytast: „Meðan mestu lætin voru var ég svo órólegur að ég var alltaf á netinu. Heimurinn breyttist á tíu mínútna fresti og það var ekkert hægt að skrifa.“ GAGNRÝNI Á SKÝRINGAR HAGFRÆÐINNAR Ástæðuna fyrir því að hann hafi lítið haft sig í frammi í umræðunni um hrunið segir Jón vera þá að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um hagfræðilegar en ekki annars konar skýringar, skýringar sem hann vill frekar beita við að út- skýra hrunið. „Það hvarflaði oft að manni að taka þátt í umræðunni, stíga fram, en það var bara svo mikið talað og mikið skrifað að mér féllust hendur. En yfirleitt fer umræðan í ein- hvern hagfræðilegan farveg og þá gleymist mjög oft að hagfræðin er ekki eins og stærð- fræði þar sem er ein útkoma úr dæminu. Nið- urstaðan fer bara eftir því hvaða kenningar þú aðhyllist. Eftir hrunið stigu allir þessir hagfræð- ingar fram sem einhverjar hetjur. Það sem var svo undarlegt var að einn kom með skotheldar skýringar á þessu öllu saman en svo kom ann- ar sem var jafnlærður og jafnvirtur og kom með einhverja allt aðra sýn,“ segir Jón. SJÁLFSMYND SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR Jón telur hins vegar að skýra þurfi hrunið á annan hátt en gert hefur verið. Hagfræðin sé ágæt til að útskýra ýmis atriði eins og til dæm- is þenslu bankanna en að heildrænni skýring- ar þurfi með. „En það er nú þannig með þetta hrun að það eru miklu flóknari orsakir fyrir því en hagfræðilegar. Höfuðvandi okkar Íslend- inga er sá að við erum með mjög óljósa sjálfs- mynd sem stafar af því að við höfum aldrei gert upp við sögu okkar. Við fengum sjálfstæði 1944. Fram að því fór öll orkan í að berjast fyr- ir sjálfstæði. Þegar sjálfstæðið kom fögnuðum við því og vorum glöð en héldum síðan áfram. Við veltum því aldrei fyrir okkur hvernig þjóð við værum og í hvernig samfélagi við vildum búa: Við settumst aldrei niður og töluðum um hver við værum,“ segir Jón Kalman. Niðurstaða Jóns er því sú að sjálfsmynd þjóðarinnar í dag sé enn þá sú sama í aðalat- riðum og hún var á dögum sjálfstæðisbarátt- unnar. „Sjálfsmynd okkar er því sprottin upp úr sjálfstæðisbaráttunni og rómantíkinni, og þetta er einföld og vafasöm sjálfsmynd. Við erum góð, friðsöm, dugleg – og við erum fórn- arlömb. Það er þessi sýn sem við þurfum að gera upp við og koma frá okkur,“ segir Jón. TYRKJARÁNIÐ OG SPÁNVERJAVÍGIN Jón segir að þessi sjálfsmynd byggist á ým- iss konar sögulegum mýtum sem ali á þess- ari hugsun Íslendinga að þeir séu fórnarlömb. Þessar mýtur passi hins vegar ekki endilega al- veg við allar staðreyndir sögunnar en að Íslend- ingar haldi aðeins þeim frásögnum á lofti sem styðji þá sjálfsmynd sem þeir völdu sér á dög- um sjálfstæðisbaráttunnar. „Tökum tvö dæmi úr Íslandssögunni frá sautjándu öld, annars vegar Tyrkjaránið og hins vegar Spánverjavíg- in. Tyrkjaránið var mikið grimmdarverk eins og menn vita en um svipað leyti slátruðu Vest- firðingar tugum baskneskra sjómanna. Það er sláandi að lesa um þetta því þarna var venju- legt fólk, smábændur og vinnumenn, sem fór að þessum sjómönnum í rigningu og vindi og slátraði þeim: Þetta var einfaldlega fjöldamorð. Allir vita um Tyrkjaránið. Það er dregið fram til að sýna fram á hversu varnarlaus við erum og góð. Hin sagan er mjög sjaldan eða aldrei dreg- in upp: Að nokkrir venjulegir Íslendingar hafi framið fjöldamorð. Ég held að það séu ekkert svo margir sem vita af þessu, fræðimenn og sagnfræðingar kannski, en almenningur veit lítið af þessu og það hefur óvenjulítið verið fjallað um þetta. Ég held að ástæðan fyrir því Jón Kalman Stefánsson rithöfundur hefur sterkar skoðanir á samfélagsmálum og efnahagshruninu sem hann tjáir ekki mjög oft. Skýringar hans á hruninu og vanda Íslands eru fyrst og fremst siðferði- og sögulegar. Jón telur að þjóðin eigi að líta í eigin barm og skella ekki allri skuldinni á útrásarvíkinga: Hrunið hafi verið samfélagslegra og djúpstæðara vandamál en svo. „ÍSLAND ER LAND SMÁKÓNGA“ KALMAN OG ÁBYRGÐIN Jón telur að ábyrgðin á íslenska efnahagshruninu sé miklu víðtækari og djúpstæðari en ýmsir kunni að halda. Hann telur varasamt að kenna 30 til 40 auðmönnum um hvernig fór. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.