Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Síða 57
HELGARBLAÐ 31. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 57 sé sú að þetta rímar ekki við sjálfsmyndina; við erum fórnarlömb, við erum góð, við erum varnarlaus. Fórnarlamb fremur ekki svona ódæði,“ segir Jón. Jón segist skilja það að á dögum sjálfstæð- isbaráttunnar hafi Íslendingar beitt þessari söguskoðun og haft þessa sjálfsmynd því þeir voru ósjálfstæð þjóð auk þess sem það þjónaði pólitískum tilgangi að stilla þjóðinni upp sem fórnarlambi. Með sjálfstæði þjóðarinnar árið 1944 hefðu Íslendingar hins vegar átt að gera upp við þessa sjálfsmynd. „Það er mjög skiljanlegt að á tímum sjálf- stæðisbaráttunnar hafi menn litið fram hjá at- riðum eins og Spánverjavígunum og talað á rómantískan hátt um landið okkar, uppruna okkar og okkur sjálf. Þetta var bara nauðsynlegt og þurfti í þessari baráttu sem við vorum í. Og að allt það slæma væri Dönum að kenna, ekki okkur. Við fórum með þennan lúna og úrelta farangur inn í tuttugustu öldina og erum með hann enn. Þjóðernishyggja og rembingur getur verið nauðsynlegur í ákveðnum tilgangi en við héldum áfram að hugsa svona eftir að tilgangi okkar var náð,“ segir Jón. MEÐ LÍKIÐ Í LESTINNI Jón segir að þessi sjálfsmynd hafi fylgt þjóð- inni næstu áratugina eftir lýðveldisstofnunina vegna þess að menn hafi ekki gefið sér tíma til að takast á við hana. „Þegar kemur að þessum dýrðardögum í upphafi síðasta áratugar, þegar byrjað var að slá upptaktinn að hruninu upp úr 2000 þegar allt var veitt frjálst, erum við enn þá með þetta lík í lestinni. Við vorum algerlega vanmegnug að takast á við blikurnar þegar þær komu. Hvernig brugðust mörg okkar við því þegar Den Danske Bank kom hingað og sagði að ástandið hér væri bara ekki nógu gott? Hvað hugsuðum við? Helvítis Danirnir, þeir eru bara öfundsjúkir,“ segir Jón. Þjóðerniskenndin sem fylgdi þessari sjálfs- mynd hafi svo byrgt mönnum sýn. „Flest okk- ar voru sammála um að það væri siðlaust að halda 100 milljóna króna veislu, eins og við heyrðum af í fréttum af einhverjum auðmönn- um, en okkur fannst það hins vegar ekki mjög leiðinlegt að sjá Íslendinga kaupa upp fræg- ar stórbyggingar í Kaupmannahöfn,“ segir Jón Kalman. Hann telur að þessi sjálfsmynd Íslendinga hafi svo komið enn skýrar fram eftir hrunið. „Þetta er aðalvandamál okkar núna, öll þessi lík í lestinni, þessi tvístraða sjálfsmynd, þessi fórnarlambshugsun. Þessi hugsun er eins og hlekkir utan um okkur í dag sem við drögum á eftir okkur og við komumst varla úr sporunum. Um leið og hrunið kemur standa frjálshyggju- menn, eins og Sigurður Kári, upp og vilja skera niður þróunaraðstoð til fátækra ríkja með öllu á þeim forsendum að við séum svo illa stæð. Bara peningarnir sem Sigurður Kári greiddi fyr- ir fötin sem hann stóð í þegar hann flutti þessa tillögu á Alþingi hefðu dugað til að framfleyta heilli fjölskyldu í Afríku í langan tíma. Það sýnir náttúrulega að það er bara eitthvað að í hjart- anu á svona mönnum. Jafnvel þó að ástandið hér á landi væri helmingi verra myndum við samt lifa þúsundfalt betur en fólk sem býr í Afr- íku og þarf virkilega á aðstoð okkar að halda. Ríkisstjórnin, vinstristjórn, fór auðvitað ekki eftir tillögum hans, en skar þrátt fyrir það niður til þróunarmála, og fáir mótmæltu. Enda erum við fórnarlömb, við eigum bágt og við getum ekki gefið öðrum,“ segir Jón. Jón segir að þessi fórnarlambshugsun Ís- lendinga hafi enn frekar komið fram í ýmsum öðrum ummælum sem hafi fallið eftir hrunið. „Fólk fór að tala um að engin þjóð hefði geng- ið í gegnum annað eins. Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ sagði að hrunið jafnaðist á við móðuharð- indin. Að maður í þessari stöðu tali svona og fáir mótmæli sýnir að það er eitthvað að hjá þjóðinni. Hún horfir ekki nógu mikið í kring- um sig, hún er of sjálfhverf,“ segir Jón. SKORTUR Á SAMVINNU OG SMÁKÓNGAR Sjálfhverfnin sem Jón talar um að einkenni þjóðina einkennir svo vitanlega einnig það hvernig einstaklingarnir sem mynda þjóð- ina hegða sér í samfélagi við aðra. Afleiðing af þessari sjálfhverfni sé landlægur skortur á samvinnu. „Svo er eitt í viðbót sem hjálpaði til við að orsaka hrunið og sem hamlar því að við náum að vinna okkur út úr þessu núna: Nefni- lega er landlægur skortur á samvinnu. Ísland er land smákónga. Við erum vön því að ráða öllu á okkar heimili og tökum ekki annað í mál.“ Jón rifjar upp sögu sem hann las einu sinni í bók til að undirstrika hvað hann eigi við með hugmynd sinni um smákónginn. „Í sögu Reykjavíkur er til dæmis sláandi frásögn af því þegar Íslendingar voru nýbyrjaðir að búa í blokkum, á sjötta áratugnum. Maður nokkur var búinn að ryksuga og þurfti að losa úr ryk- sugupokanum, hann fór einfaldlega út á sval- ir og losaði úr pokanum þar. Þegar nágranni hans kvartaði sagði maðurinn: „Bíddu, þetta eru mínar svalir.“ Við erum pínulítið svona: Það má ekki segja okkur fyrir verkum því við viljum ráða okkur sjálf. Þess vegna meðal annars hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið svona stór, hann er draumur smákónga, ekki samvinna heldur hver í sínu ríki,“ segir Jón. Sagan af ryksugupokanum minnir nokkuð á sögu af Hannesi Smárasyni, einum af auð- mönnunum sem hvað helst hafa verið á milli tannanna á fólki, sem sögð hefur verið eft- ir hrunið. Hannes var staddur í flugvél flugfé- lagsins Icelandair, sem hann stýrði sem for- stjóri, og var beðinn um það af flugfreyju að hafa sig hægan um borð. Þá mun Hannes hafa svarað því til að hann mætti hegða sér eins og hann vildi um borð þar sem hann ætti flugfé- lagið: „Ég á þetta; ég má þetta,“ mun Hannes hafa sagt. Jón segir, í kjölfar sögunnar um manninn og ryksugupokann, að þessi hugmyndafræði smákóngsins hafi náð óþekktum hæðum fyrir hrunið þótt hún hafi verið hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar um langt skeið. „Þessi hugmynda- fræði smákóngsins náði hápunkti á árunum fyrir hrunið. Þær gagnrýnisraddir sem komu á þessa stanslausu keyrslu voru bara hjáróma og þóttu leiðinlegar, þær trufluðu partíið. Út- rásarvíkingarnir gátu farið í þessa brjálæðis- legu átt því við hugsum eins og smákóngar en ekki sem heild,“ segir Jón og nefnir sem dæmi að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi „alveg óvart“ komið þessari hugsun um smákónginn í orð þegar hann sagði að sjálfstæðismenn væru fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöld- in. Með öðrum orðum, ég sé um mitt, og láttu mig vera. ÁBYRGÐIN VÍÐTÆKARI Aðspurður hvort hann telji að landinu hafi ver- ið stjórnað af 30 til 40 slíkum smákóngum, út- rásarvíkingunum, fyrir hrunið segir Jón að það sé bæði rétt og ekki rétt því vissulega beri þeir ábyrgð en að þjóðin þurfi einnig að líta í eigin barm. „Við getum endalaust farið í hártoganir um að við höfum ekki tekið þátt í þessu, að við berum ekki ábyrgð á þessu, að við höfum ekki keypt flatskjá og svo framvegis en það skiptir ekki máli. Ef maður vill áfram vera hluti af sam- félagi sem hefur farið svona illa verður maður að axla ábyrgð. Að afgreiða ábyrgðina með því að segja að hún hvíli á herðum 30 til 40 manna er mjög hættulegt, en þægilegt því þá þurfum við ekki að líta í eigin barm, þá þarf þjóðin ekki að spyrja: hvernig gat þetta gerst?“ segir Jón. Skýring hans á ábyrgð þjóðarinnar, lands- manna sem einstaklinga, er kerfislæg og póli- tísk og byggist á því að þjóðin hafi ákveðið í kosningum hverjir ættu að stjórna landinu. „Við kusum meðal annars yfir okkur þá stjórn sem fór með völdin í landinu á þessum árum. Öll þessi ár fengum við tækifæri til að breyta um stjórn en við vildum það ekki. Þess vegna er ekki hægt að segja að íslenskur almenning- ur beri ekki ábyrgð. Auðvitað ber almenning- ur ekki ábyrgð á því að hagkerfið fór á hliðina en við samþykktum þær reglur sem þeir settu í samfélaginu með því að kjósa þá,“ segir Jón. JARÐVEGURINN VAR ÍSLENSKUR Skýringar Jóns á hruninu snúast því bæði um ábyrgð fjármagnseigendanna og eins ábyrgð þjóðarinnar og þeirra stjórnmálamanna sem þjóðin kaus yfir sig. Af máli hans er hins veg- ar ljóst að hann telur að fjármagnseigendurnir sem mest hafa verið í umfjölluninni eftir hrun- ið hafi einungis getað gert það sem þeir gerðu vegna þess að jarðvegurinn í samfélaginu hafi verið þannig að þeir gátu komist upp með það. Hann virðist því hallari undir kerfislægar skýr- ingar á hruninu en að sektin verði fundin hjá einstökum auðmönnum og lykilleikmönnum á markaði. Um þetta segir hann: „En ástæðan fyrir því að þessir 30 til 40 einstaklingar gátu hegðað sér svona brjálæðislega var sá að jarð- vegurinn fyrir þá var hér, þessi íslenski jarðveg- ur. Þeir hefðu líklega ekki getað sprottið upp úr öðrum jarðvegi, ekki í Danmörku, Noregi eða Írlandi. Þetta er smákóngajarðvegurinn.“ Hann segir að útrásarvíkingarnir séu hugs- anlega siðlausir upp til hópa en að þjóðin hafi leyft þeim að vaða áfram út af því að þjóðin hafi haft það of gott og að hún hafi litið upp til þeirra vegna þeirrar minnimáttarkenndar sem ein- kenni hana. „Mér finnst það blasa við að þetta er annars vegar afleiðing af því að hafa ekki gert upp sjálfsmynd þjóðarinnar, fórnarlambs- viðhorfið sem er að hluta til sprottið af smá- þjóðakomplex, og hins vegar af hægristjórn í 30 ár. Um auðmennina má segja að ef þeir eru ekki siðlausir þá hefur siðferðið ekki mikið ver- ið að þvælast fyrir þeim. Ástæðan fyrir því að gagnrýnin á þá var ekki harðari og beittari frá þjóðinni almennt er tvíþætt. Í fyrsta lagi af því að við höfðum það svo gott og þeir sem hafa það gott eru ekkert að skipta sér af því sem ger- ist í garði nágrannans, þeir eru bara sáttir. Svo er það hitt sem tengist sjálfsmynd þjóðarinn- ar: Það kitlaði sjálfsmynd lítillar þjóðar að sjá að einhverjir stráklingar frá Íslandi virtust vera með þeim ríkari í heimi. Forseti Íslands sagði að þeir sýndu kraftinn í þjóðinni, og Davíð hrópaði húrra. Og við vorum kannski pínulít- ið stolt, jafnvel montin. Það var smáþjóðakom- plexinn sem leyfði þeim að spretta upp. Og nú þurfum við að horfast í augu við það að hetjur gærdagsins voru einfaldlega svindlarar, ef ekki eitthvað miklu verra,“ segir Jón. SJÁLFSMYNDIN SÉST Á REYKJAVÍK Jón segir að smáþjóðakomplex þjóðarinnar og hugsunarleysi sjáist meðal annars ansi vel í því hvernig Reykjavík líti út í dag. Þar talar hann um að alger skortur á heildarhugsun í borg- arskipulagi hafi einkennt uppbyggingu borg- arinnar: Afleiðingin af þessu sé sú að Reykja- vík skorti sjálfsmynd. „Á bak við hrunið eru margar ástæður en þær liggja allar á endanum að þjóðarvitundinni. Ástæða hrunsins liggur í því að við höfum ekki gert upp við okkur hver við erum og hver við viljum vera. Reykjavík er ágætis dæmi um þetta, stundum ein ljótasta borgin í Norður-Evrópu, hún flæðir um allt eins og formlaust skrímsli, og er sífellt að leita að einhverri sjálfsmynd sem er ekki til staðar. Reykjavík er bæði smáþorp og stórborg. Í stað- inn fyrir að vera lítil smáborg með sinn karakt- er, sínar menningarsögulegu byggingar, er hún stöðugt að reyna að herma eftir einhverjum er- lendum borgum. Borgartúnið er kannski besta og skelfilegasta dæmið um þetta: Borgartúnið sýnir að við erum alltaf að reyna að vera önnur en við erum,“ segir Jón. Hann segir að þessi tilhneiging sjáist með- al annars vel í útrásinni og ýmsum þekktum minnum frá henni. „Og þessir útrásartím- ar voru kannski framlenging á þeirri tilhneig- ingu okkar að reyna að vera önnur en við erum. Hvergi kom það kannski betur fram en í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands frá því fyrir hrunið, en þar var fullyrt að við gætum ekkert lært af hin- um Norðurlöndunum einfaldlega vegna þess að við stæðum þeim framar, en að þau gætu SMÁKÓNGA“ Jón Kalman Stefánsson á hundavaði n Jón Kalman er fæddur í Reykjavík árið 1963. Hann bjó í Reykjavík fyrstu 12 ár ævi sinnar en fluttist þá til Keflavíkur. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fór hann síðan í bók- menntafræði frá 1986 til 1991 en lauk ekki prófi. Árið 1988 kom fyrsta bókin hans út, ljóðabókin Byssuleyfi á eilífðina. Það var fyrst með sögum sínum sem Jón Kalman fór að vekja verulega eftirtekt hér á landi og hefur hann gefið út einar níu slíkar á síðustu árum. Síðustu þrjár bækur hans hafa vakið mikið umtal, selst nokkuð vel og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þetta eru Sumarljós og svo kemur nóttin, en Jón fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana árið 2007, Himnaríki og helvíti og Harmur englanna. Eiginkona Jóns heitir María Karen Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. Þau búa í Mosfellsbænum. Við fórum á fyllirí, tók-um hressilega út á vísa og efnahagshrunið er reikning- urinn okkar. SMÁKÓNGAHYGGJAN Jón er gagn- rýninn á það sem hann kallar smákónga- hyggju í íslensku þjóðarsálinni. Hann segir að þessi smákóngahyggja hafi náð ákveðnu hámarki á Íslandi fyrir hrunið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.