Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 58
58 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 PÁSKABLAÐ Jón skrifar bækur sínar heima hjá sér í Mosfellsbænum, í 30 fermetra vinnustofu sem hann hefur reist sér í garðinum sín- um. Þangað fer hann á morgnana til vinnu sinnar eftir að hafa komið börnunum sín- um tveimur í skólann. Þegar Jón frumskrif- ar bækur sínar gerir hann það með blýanti á hvít blöð. „Morgnarnir eru mínir tímar. Þegar ég er að frumskrifa vinn ég í svona þrjá tíma. Þá er ekki mikil orka eftir. Þú set- ur allt það sem þú hefur, alla orku í þessa tíma og ert úrvinda. Eftir hádegi les ég kannski eitthvað sem tengist því sem ég er að vinna að, en annars er stór hluti vinn- unnar – þó að maður tali nú ekki um skrift- irnar sem vinnu því þetta er miklu frekar andardráttur – að lesa aðra höfunda. Þeg- ar ég er búinn að vinna í nokkra mánuði að sögu byrja ég að slá textann inn á tölvu, lesa yfir, breyta, bæta, og þá lengist vinnu- tíminn og fer upp í svona 8 til 14 tíma á dag. En rithöfundur er raunar alltaf að vinna. Hann er alltaf að hugsa meðvitað eða ómeðvitað um það sem hann er að gera, leita eftir hugmyndum og velta fyrir sér efninu,“ segir Jón Kalman. Í vinnustofu Jóns er lítið viðarskrif- borð sem hann situr við, bókahillur þar sem öllum bókunum hans er raðað snyrti- lega eftir höfundum – bak við Jón, í sjón- línu við höfuð hans, eru skáldsögur eins af uppáhaldshöf- undum hans, Spán- verjans Javier Marí- as – lítill beddi sem Jón situr stundum á þegar hann skrif- ar, eldhúskrókur þar sem hann hellir upp á kaffi og lagar te og loks lítið baðherbergi inn af króknum. Jón hefur því allt sem hann þarf í vinnu- stofunni þar sem allt er hreint og í röð og reglu. Stór gluggi vísar út í ræktarleg- an lítinn garð þar sem þrestir og starr- ar borða eplin sem Jón og fjölskylda hans hafa skorið í sundur og lagt fyrir þá. Fuglahús hefur verið neglt við eitt tré fyrir þá. Kyrrð ríkir yfir vinnustof- unni og garðinum líkt og yfir Jóni sem er alúðlegur í við- móti og persónulegur: Horfir yfirvegaður beint í augu viðmælanda síns á meðan hann tjáir sig. Jón segir að starfi rithöfundarins megi líkja við langhlaup, á bak við 300 síðna bók séu kannski 500 síður – tæpur helmingur af blaðsíðunum fari því í ruslið. „Sumar senurnar koma nánast til- búnar en svo eru aðrar sem þarf að endurskrifa aftur og aftur en svo enda ég kannski á því að henda því. Ég er kannski búinn að vinna að einhverju í þrjár vikur og er sannfærður um það sé stórkostlegt, en átta mig smám saman, eða skyndilega, á að það er eitthvað að, eitthvað í strúkt- úrnum eða grunnhugsuninni sem gengur ekki upp og þá þarf maður stundum að henda öllu. Þetta gerist alltaf öðru hverju. Á bak við 300 síðna bók eru kannski 500 til 600 síður, sem þýðir að um það bil helmingur þess sem maður skrifar endar í ruslinu. Tvær af fyrstu skáldsögunum mín- um fóru raunar allar í ruslið. Á bak við hverja vel heppnaða tilraun eru allmargar misheppnaðar. Það er mjög sjaldan sem eitthvað fullskapað kemur út. Þetta er vinna, þetta er vinna og einbeit- ing og úthald. Það mikilvægasta í þessu er að hafa alltaf trú á sjálfum sér en á sama tíma að efast um allt sem þú gerir. Ef annað fer ertu illa staddur. Það versta sem hendir höfund er að hætta að efast um sjálfan sig,“ segir Jón Kalman. Um þessar mundir er Jón að vinna að þriðja bindinu í trílógíunni sem hófst með útgáfu Himnaríkis og helvítis fyrir þremur árum. Önnur bókin í seríunni, Harmur englanna, kom svo út í fyrra. Aðspurður segir Jón að hann viti ekki hvenær þessi þriðja bók muni koma út. „Bók kemur út þegar hún er tilbúin,“ segir Jón sposkur á svip. örugglega lært af okkur,“ segir Jón og bætir því jafnframt við að apparat eins og Viðskiptaráð sýni enn frekar fram á það sem hann telur vera rétt, að ábyrgðin á hruninu hvíli alls ekki ein- göngu á 30 til 40 auðmannaherðum. „Viðskiptaráð var ekki skipað þessum 30 til 40 auðmönnum þannig að herðarnar eru fleiri. En Viðskiptaráð var að segja það sem ég er að segja: Smáþjóðakomplexinn er hættuleg- ur því þegar slíkri þjóð fer að ganga vel fyllist hún hub ris,“ segir Jón Kalman en orðið hubris er ættað úr forngrísku og þýðir ofdramb eða hroki. Þjóðin ofmetnaðist því á dögum góðær- isins að mati Jóns. DJÚPSTÆÐAR SKÝRINGAR Jón segir aðspurður að þessar skýringar hans á hruninu séu vissulega djúpstæðar en þetta sé vegna þess að hrunið sé djúpstætt. „Ef þær væru ekki djúpstæðar þá væri hrunið ekki djúpstætt. Skýringarnar blasa ekki við vegna þess að það eru ekki bara efnahagslegar skýr- ingar á þessu og það eru ekki bara 30 til 40 manns sem ber að kenna um þetta. Hrun- ið snýst um þróun samfélagsins frá lýðveldis- stofnun og vegna þess að við höfum ekki gert það upp við okkur hvernig þjóð við viljum vera. Þróunin hefur á einn eða annan hátt stefnt að þessu,“ segir Jón Kalman. Jón telur því að núna sé tækifærið til að gera upp við þá hugsun sem hann gagnrýnir og kennir við smákóngahyggju. „Núna er tækifæri til að setjast niður, skoða sjálfsmynd okkar og rannsaka fortíð okkar. Þú gerir þetta þegar þú ert í rústunum. Ekki síðar.“ SMÁKÓNGURINN VILL EKKI UPPGJÖR Ýmislegt sem gert hafi verið frá hruninu tel- ur Jón hins vegar benda til þess að þetta upp- gjör við hrunið og smákóngahyggjuna muni ekki eiga sér stað. „Smákóngurinn vill ekki gera upp við neitt heldur bara vera smákóngur áfram. Sjáðu til dæmis það sem Hannes Hólm- steinn sagði um sjálfstæðismenn, að þeir væru mjög ópólitískt fólk sem vildi bara græða og grilla. Hannes er með öðrum orðum að segja að sjálfstæðisfólk vilji ekki skipta sér af neinu öðru en sínum eigin garði og eigin frama. Hvað segir það okkur ef 40 prósent þjóðarinn- ar hugsa svona og kjósa flokk sem hefur þessa stefnu? Segir það okkur að 40 prósent þjóðar- innar vilja ekki samvinnu, heldur fá að lifa lífi sínu í þægindum, og láta aðra um að stjórna landinu? Margir hrópa eftir sterkum leiðtoga, og þá væntanlega til að draga okkur upp úr rústunum, en við þurfum ekki sterkan leið- toga heldur þétta samvinnu. Draumurinn um sterkan leiðtoga er þráin eftir að þurfa ekki að taka þátt í ábyrgð. Og á þessum draumi hefur Sjálfstæðisflokkurinn alið, og fitnað. Því veik- ara lýðræði, því sterkari Sjálfstæðisflokkur,“ segir Jón. „Uppgjörið sem átti að fara fram hefur ver- ið kæft í kjaftavaðli og hártogunum. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur til dæmis aldrei farið í neitt uppgjör. Frjálshyggjan varð okkur að falli; hug- myndir frjálshyggjunnar. Frjálshyggjuþing- maðurinn Sigurður Kári fellur af þingi; for- maður Sjálfstæðisflokksins ræður hann sem aðstoðarmann sinn. Formaðurinn er að segja: Ég vil halda þessari hugmyndafræði innan flokksins. Þetta sýnir að þeir hafa ekki lært neitt. Þeir vilja framkvæma en ekki hugsa eða spyrja spurninga en það er gamla Ísland,“ segir Jón Kalman. FRAMKVÆMD OFAR HUGSUN Hann segir að þessi lausn á vandamálum, að framkvæma bara frekar en að hugsa, sé mjög íslensk og hafi fylgt þjóðinni lengi. „Við hugs- um ekki hlutina heldur framkvæmum þá og það getur stundum verið ákveðinn styrkur. Því fylgir kraftur. Þessir 30 til 40 einstaklingar hugsuðu ekki hlutina heldur framkvæmdu. Saga íslenskra stjórnmála og Íslands eftir sjálf- stæði liggur í framkvæmdum: Við framkvæm- um en hugsum ekki. Í hvert skipti sem kem- ur eitthvert hikst er lausnin að framkvæma eitthvað stórt til að leysa úr því. Ekki hugsa um erfiðleikana heldur framkvæma. Fram- kvæmdin leysir málið, og leysir okkur undan hugsuninni,“ segir Jón. Hann segir að framkvæmdaáráttan hafa birst mjög vel í því hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn hafi brugðist við hruninu. Þau viðbrögð hafi verið kunnugleg. „Fyrstu tillögur Sjálf- stæðisflokksins eftir hrun voru þær að drífa í gegn einhverja virkjun. Ef þér er kalt á tán- um þá getur þú pissað í skóinn. Þér verður hlýtt í smástund en svo verður þér aftur kalt. Þetta leysir engan vanda. Þessi hugsun hægri- manna, og Framsóknarflokksins náttúrulega, hefur verið ríkjandi allt of lengi, allt á að gerast strax, leysa með einu trompi, þeir sem mót- mæla eru þá á móti hagvexti, á móti einhverju byggðarlagi, eða bara kjánalegir draumóra- menn,“ segir Jón. Hann bendir hins vegar á að það taki lang- an tíma að byggja heilt samfélag aftur upp, það verði ekki gert á einni nóttu. „Það tekur langan tíma, mörg ár, að vinna sig út úr þeim vand- ræðum sem við stöndum frammi fyrir í dag en þeir vilja að það taki eitt ár. Viðkvæðið hefur alltaf verið: Það er ekki tími til að hugsa núna því við erum í svo djúpum skít. Við hefðum átt að setjast niður og hugsa árið 1944 en gerðum það ekki, og við blæðum fyrir það núna,” seg- ir Jón. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÚINN, EKKI VONDUR Jóni Kalmani verður nokkuð tíðrætt um Sjálf- stæðisflokkinn og Davíð Oddsson, fyrrverandi formann flokksins. Hann er gagnrýninn á það viðhorf að vilja þakka Davíð um of fyrir það sem vel var gert í íslensku samfélagi á árunum fyrir hrunið en segir jafnframt að ekki beri að kenna honum um of um það sem miður fór. „Ef við ætlum að læra eitthvað af þessu, koma okkur út úr þessu, búa til – líkt og oft er talað um - nýrra og betra samfélag og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur eftir tíu eða tut- tugu ár, þá þurfum við að fara svolítið lengra aftur en til Davíðs Oddssonar. Þó að hann hafi verið áhrifamikill stjórnmálamaður þá sprett- ur ekki allt af honum: Ekki allt illt og ekki allt gott heldur, eins og stundum virðist vera í um- ræðunni.“ Hann segir að Davíð hafi hvílt á þjóðinni „eins og mara“ á síðustu árum: „Svona sterkur leiðtogi eins og Davíð – sterkur í þeim skilningi að hann var alvaldur – hefði ekki getað kom- ið upp í öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir að þessi flokkur segist leggja áherslu á frelsi einstaklingsins þá er það í eðli flokksins að leyfa skoðanakúgun. Þegar Davíð Oddsson var við völd mátti enginn mótmæla honum. Ef einhver gerði það var hann settur út á gaddinn og fór í alkul. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur miðstýringar. Hægrimenn á Íslandi virðast líka vera á þessari skoðun þrátt fyrir að þeir boði frelsi.“ Þrátt fyrir nokkuð harða gagnrýni á Sjálf- stæðisflokkinn segir Jón að þetta þýði þó ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé vondur flokkur: Hann hafi einfaldlega verið of lengi við völd. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ekkert vondur flokkur, ekkert verri en hver annar, en hann er búinn að vera allt of lengi við völd og það er kominn fúi í hann, valdafúi. Flokkurinn þarf bara að stíga til hliðar og hreinsa þennan fúa.“ Jón undrast því nýlegar skoðanakannan- ir sem sýni að Íslendingar séu reiðubúnir að kjósa flokkinn yfir sig strax aftur. „En Íslend- ingar virðast samt vera tilbúnir að kjósa hann yfir sig aftur og Sjálfstæðisflokkurinn er kom- inn í nákvæmlega sama far og áður og vill stýra samkvæmt smákóngahyggjunni: Að græða á daginn og grilla á kvöldin; gera allt hratt og tala lítið. Svo komum við á eftir og þurfum að sá í þessa jörð sem þeir eru búnir að brenna. Við þurfum að græða jörðina eftir þá. Þetta fólk þarf að skilja að það tekur lengri tíma að græða jörð en pening. Þetta er það sem við erum að reyna að gera núna: Við erum að reyna að græða jörðina eftir brunann,“ segir Jón og bæt- ir því við að vissulega sé auðvelt að afgreiða orð hans með því að hann sé bara vinstrimað- ur að gagnrýna hægriflokk. „En af einhverjum ástæðum erum við í djúpum skít, í rústunum miðjum, og af einhverjum ástæðum vorum við með hægristefnu í þetta langan tíma. Bara þessi rök ættu að duga til að halda Sjálfstæðis- flokknum frá völdum í 10 ár eða svo þótt skoð- anakannanir segi annað núna.“ ÞJÓÐIN Í MEÐFERÐ Jón telur að þrátt fyrir það uppgjörsferli sem farið hafi í gang eftir hrunið sé þetta uppgjör skammt á veg komið og að ekki sé útséð um að þjóðin muni læra eitthvað af því. „Við eig- um eftir að lenda í vandræðum aftur því við vitum ekki hver við erum. Við skömmumst okkar fyrir það sem við erum, fyrir fortíð okk- ar. Eina heimsframlag okkar í arkitektúr er til dæmis íslenski torfbærinn sem er afskap- lega falleg bygging. En það er ekkert minnst á hann í stórum, erlendum bókum um sér- kenni hvers lands í arkitektúr. En torfbær- inn rímar ekki við þá ímynd sem við viljum sýna umheiminum. Hann er óþægileg minn- ing. Við skömmumst okkar fyrir þetta bygg- ingarform og sá sem skammast sín fyrir for- tíð sína reynir að þegja yfir henni, gleyma henni eða fegra hana, mun aldrei gera upp við fortíð sína. Og sá sem gerir það ekki mun lenda í erfiðleikum í framtíðinni. Manneskja sem veit ekki hver hún er mun lenda í ógöng- um þegar hún kemur út í lífið, hún endar í drykkju, pilluáti, tauga áfalli eða efnahags- hruni. Við fórum á fyllerí, tókum hressilega út á vísa og efnahagshrunið er reikningurinn okkar. Við þurfum að læra af því, við þurfum að fara í meðferð,“ segir Jón. ingi@dv.is Á VINNUSTOFU RITHÖFUNDARINS Ástæða hrunsins liggur í því að við höfum ekki gert upp við okkur hver við erum og viljum vera.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.