Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Síða 70
KYNLÍFIÐ KOSTAÐI MORÐ Cathleen Quinn og Alan Lee Lama kynntust í gegnum netið. Alan Lee leitaði að ást og félagsskap en Cathleen Quinn var að leita að einhverju allt öðru. Plötusnúðurinn Alan Lee átti eftir að komast að því að ástin getur reynst dýrkeypt og morð var verðið sem hann þurfti að greiða fyrir ást Cathleen. Cathleen Quinn vildi eiginmann sinn feigan og plötusnúðurinn Alan átti að sjá til þess að hún fengi vilja sínum framgengt. Beitan var fé og fullyrðing hennar um að Alan væri maður að hennar skapi. Lesið um Quinn og Lama í næsta helgarblaði DV. SUNDURLIMUÐ OG SOÐIN Kate Webster var til þess að gera klaufalegt glæpakvendi. Á síðari hluta 19. aldar var hún oftar en einu sinni á bak við lás og slá vegna ýmissa smáglæpa á borð við þjófnaði. Afbrot sín framdi hún bæði í heima- landi sínu, Írlandi, og á Englandi. Hún framdi eitt morð og endaði ævi sína í gálganum. Samkvæmt frásögn hennar sjálfr- ar var Kate Webster hóflaus kona og þjófótt nánast frá barnæsku. Hún hlaut fjóra dóma sem hljóð- uðu upp á fangelsisvist frá tveim- ur mánuðum til tveggja ára. Kate fæddist á Írlandi, í Kilean í Wex- fordsýslu, og kom til Englands á nítjánda áldursári. Hún komst fljótlega í kynni við óyndismenn af verstu sort. Fljótlega eftir að hafa afplán- að síðustu fangelsisvist sína tryggði hún sér þernustöðu hjá frú Thomas, ekkju sem lifði þægi- legu lífi í úthverfi Richmond. Frú Thomas var sögð sérvitur, hafði lítið samband við nágranna sína og hafði á sér orð fyrir að vera geðill. Það gerði að verkum að frú Thomas og Kate kom ágæt- lega saman og engan grunaði að nokkur úlfúð ríkti á milli þeirra. Óvenjulegur og óþægilegur fnykur Frú Thomas sást síðast á lífi 2. mars 1879. Þann dag hafði hún sótt tvær messur í Richmond og komið heim á milli klukkan sjö og átta um kvöldið. Á milli átta og níu sama kvöld heyrðu nágrann- ar mikinn hávaða líkt og stór, þungur stóll hefði fallið um koll, en veltu því ekki frekar fyrir sér. Árla næsta morgun sást ljós í eldhúsinu heima hjá frú Thom- as, og hljóð heyrðust líkt og ver- ið væri að sjóða eitthvað í kopar- potti. Óvenjulegur og óþægilegur fnykur barst um húsið. Enginn vafi lék á því að Kate var heima því þrjár manneskjur litu við. Síð- ar átti eftir að koma í ljós hvað olli hávaðanum kvöldið áður og stækjunni sem einkenndi morg- unloftið. Kate fullyrti að frú Thomas hefði farið í ferðalag. Sundurlimuð og soðin Kate Webster hafði laumast aftan að frú Thomas þar sem hún sat og ornaði sér við arininn eftir mess- ur dagsins. Kate smeygði sjali um háls hennar, kippti henni aftur með þeim afleiðingum að þungur stóllinn datt aftur, og kæfði hana. Síðan bretti Kate upp erm- ar og sundurlimaði frú Thomas með sög og exi. Líkamshlutana setti Kate í koparpott og sauð þar til kjötið losnaði af beinunum. Beinin setti hún síðar á hlóðirn- ar þar sem þau koluðust hægt og bítandi. Kate setti fituna af frú Thom- as í öskju, og höfuðið, sem hún hafði ekki soðið, setti hún í svart- an sekk. Segir sagan að Kate hafi síðar reynt að selja fituna af frú Thomas sem „bestu tólg sem völ var á“. Þurfti að koma húsgögnum í verð Kunningi Kate frá gamalli tíð var Porter nokkur sem bjó í Hamm- ersmith, og þangað fór Kate með höfuðið í sekknum. Kate sagði Porter að hún hefði gifst frænda frú Thomas og eftir að frú Thom- as safnaðist til feðra sinna hefðu eignir hennar fallið sér í hlut. Kate bað Porter að aðstoða sig við að finna kaupanda að húsgögn- um Thomas og hann samþykkti að koma henni í kynni við mann að nafni Church sem hugsanlega hefði áhuga. Kate Webster yfirgaf Porter en snéri til baka skömmu síðar án svarta sekksins og þegar hún snéri heim á leið var í fylgd með henni sextán ára sonur Porters. Hún og sonur Porters fluttu fitu- boxið að Richmond-brú, en hún gætti þess að hann sæi ekki þegar hún kastaði boxinu í ána. Það var síðan fiskað upp úr ánni þann 5. mars og við réttarhöldin staðfesti sonur Porters að það væri boxið sem hann hefði borið að brúnni í félagsskap Kate. Kate flýr til Írlands Nú gat Kate einbeitt sér að sölu húsgagnanna og að lokum sam- þykkti Church, sem hélt að hann væri að semja við frú Thomas, að greiða 68 sterlingspund og flutn- ingafarartæki var sent til heimilis Thomas. En fröken Ives, sem hafði leigt frú Thomas húsið, blandaði sér þá í málið og neitaði að láta hús- gögnin af hendi fyrr en hún hefði fengið í hendur undirritað sam- þykki frá Thomas, sem átti að vera á ferðalagi, enda höfðu þá ekki enn vaknað grunsemdir um örlög hennar. Við andstöðu Ives komu vöfl- ur á Church og hann rifti samn- ingnum við Kate. Kate leist ekki meira en svo á þróun mála að hún fékk lánað andvirði eins sterlingspunds hjá eiginkonu Porters og stakk af til Írlands. Það eina sem endað hafði í flutningafarartæki Church voru gamlir kjólar úr eigu Thomas og í þeim fundust bréf sem fullviss- uðu Church um að konan sem hann hafði samið við var ekki frú Thomas. Benti á bæði Porter og Church Haft var samband við lögregluna og við húsleit fundust koluð bein í öskustónni í eldhúsinu heima hjá frú Thomas. Síðan upplýsti sonur Porters um tólgarboxið sem hent var í Richmondána, sem þá hafði verið fiskað upp úr ánni. Þess var skammt að bíða að rannsóknarlögreglan kæmist á hæla Kate Webster og hún var handtekin á Írlandi þann 28. mars og færð til Richmond. Í kjöl- far handtökunnar reyndi Kate að bendla bæði Porter og Church við morðið á frú Webster. Kate gerði þau mistök í tilviki Church að nefna nákvæmlega réttan morðdag og Church gat auðveld- lega sannað að hann hefði verið fjarri heimili frú Thomas. Eftir að hafa mistekist að bendla Porter og Church við morðið, og eftir að dómur yfir henni hafði verið kveðinn upp, reyndi hún að bendla þriðja manninn við morðið, en nafn hans var aldrei gert opinbert. Það var ekki fyrr en öll von var úti að hún játaði á sig glæp- inn. Hún var hengd 29. júlí 1879 í Wandsworth-fangelsi. (Byggt á grein í New York Times, 30 júlí 1879.) UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 70 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 SAKAMÁL Kate Webster Festist í eigin lygavef í kjölfar morðsins. Gálginn í Wandsworth-fangelsinu Síðustu skref Kate leiddu að gálganum. Kate smeygði sjali um háls hennar, kippti henni aftur með þeim afleið- ingum að þungur stóll- inn datt aftur, og kæfði hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.