Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 72
LG MEÐ NÝTT 3D-SJÓNVARP LG kynnti á dögunum eitt af mörgum 3D sjónvörpum sem það hyggst koma á mark- að á þessu ári. LX9500 er baklýst LED-sjónvarp, nær allt að 10000000:1 skerpu og er aðeins 22,3 millimetrar á þykkt. Sjón- varpið er einnig búið þráðlausu AV-tengi, USB og hægt er að tengja vefmyndavél fyrir myndspjall eins og Skype. Sjónvarpið ræður við afspilun á HD DivX, MP3, JPEG og MPO-skrám þegar útvær diskur eða minniskubbur er tengdur við USB. Talið er að á bilinu 10 til 20 pró- sent manna þjáist af einhvers kon- ar fælni eða „fóbíu“. Flestir kannast við algengustu tegundir fælni eins og flughræðslu eða ótta við köng- ulær og önnur skordýr. Viðbrögð þeirra sem þjást af slíkri fælni eru þó mjög mismunandi, allt frá vægum kvíða eða ótta uppí hálfgert tauga- áfall þar sem viðkomandi hefur litla sem enga sjálfsstjórn. Japanskir vís- indamenn við háskólann í Hirosh- ima í Japan hafa nú komist að því, með tilraunum á fiskum, að með því að nota smáskammt af algengu deyfingarlyfi (lidocaine) er hægt að koma í veg fyrir ofsahræðslu. Tilraunin gefur vonir um að hægt sé að þróa lyf í framtíðinni fyrir þá einstaklinga sem ráða illa við hinar ýmsu tegundir af fælni. Japanskir vísindamenn nota fiska við rannsóknir á fælni: LYF GEGN ÁHRIFUM FÆLNI UPPFÆRSLA HJÁ APPLE Þriðja uppfærsla Snow Leopard- stýrikerfis Apple var fór í loftið á mánudag. Uppfærslan, 10.6.3, lýtur meðal annars að prentun, þráðlaus- um kerfum, QuickTime X, USB og öryggisþáttum. Búist er við að næsta uppfærsla iTunes forritsins (9.1) nú í byrjun apríl snúist að mestu um samhæfni við iPad og breytingar á iTunes-versluninni eftir innreið fyrirtækisins á stafræna bókamarkaðinn. ÁNÆGJA MEÐ WINDOWS 7 Samkvæmt nýrri bandarískri könnun hefur ánægja notenda með Windows 7, nýjasta stýrikerfi Microsoft, verið mjög mikil. Um 60 milljón eintök af hina nýja stýrikerfi höfðu verið seld um áramótin og sérstaka athygli vakti að um 43 prósent þeirra voru til uppfærslu á eldra kerfi en hefðin hefur verið sú að fyrirtækið selji flest stýrikerfi sín með nýjum tölvum. 4 MILLJÓNIR Á RÚLLETTUNNI Kannski er það öll sú fjölmiðlaathygli sem Spjallrúllettan (chatroulette. com) hefur hlotið undanfarnar vikur eða bara einfaldlega möguleikinn að geta rætt um hvað sem er við algjörlega ókunnugt fólk! Vefsíðan fékk 944 þúsund heimsóknir í janúar síðastliðnum sem jókst síðan í tæpar fjórar milljónir heimsókna í marsmánuði. Tölulegar upplýsingar sýna að karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem heimsækja síðuna eða 89 prósent. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Fistölvur eða netbækur (netbooks), eins og þær eru gjarnan kallaðar í enskumælandi löndum, hafa orðið æ vinsælli síðustu ár. Eins og nafn- ið gefur til kynna eru þetta tölvur sem eru smærri í sniðum en hefð- bundnar fartölvur og helst ætlað- ar til að vafra á netinu en þykja ekki henta í vinnslu sem krefst aflmikils örgjörva. Með tilkomu nýrra gerða tölva eins og iPad frá Apple er orðið erfitt að greina á milli hvað er hag- stæðast í tölvukaupum ef leitað er að ódýrri tölvu sem hægt er að vafra á, spjalla, lesa, sinna ritvinnslu, pósti og öðru slíku. Nógu mikið afl? Fistölvur eru að jafnaði búnar mun aflminni örgjörva en hefðbundn- ar fartölvur, Intel Atom-örgjörvarn- ir eru hvað algengastir en þeir hafa einnig verið notaðir í snjallsíma. Atom-örgjörvar hafa þróast hratt og eru nú orðnir færir um að sinna stærri og meira krefjandi verkum, jafnvel myndvinnslu. DV skoðaði nýja fistölvu frá MSI sem kallast Wind U160 en miðað við verð er hún mun hagstæðari kostur en iPad. Wind U160 U160 er búin 10,1 tommu baklýst- um LED-skjá, 1 GB minni, vegur 1100 grömm og skartar 1.66GHz Intel N450 Atom-örgjörva sem er nógu öflugur til að vinna jafnvel með myndvinnsluforrit. Orkunýt- ing örgjörvans er líka til fyrirmynd- ar sem kemur fram í endingu raf- hlöðunnar. MSI heldur því fram að rafhlöðuending tölvunnar sé allt að 15 klukkutímar en miðað við raunnotkun má búast við að það sé nær 7–8 klukkutímum sem reyndar er stórgott. Kreppuverð Í prófunum hefur U160 komið ótrúlega vel út í keyrslu á Wind- ows 7 en mælt er með því að auka minnið ef viðkomandi er í stöðugri fjölvinnslu, það er að segja hef- ur að jafnaði nokkuð mörg forrit opin á sama tíma. 1 GB virðist þó nóg til að vera með 6–7 forrit opin án þess að það hægi að einhverju marki á tölvunni. Tölvan er tilvalin til að horfa á kvikmyndir í, vafra á netinu eða lesa rafbækur. Hægt er að fá U160 fyrir 380 Bandaríkjadali ef vel er leitað í vefverslunum vest- anhafs en það verður að teljast al- gjört kreppuverð. palli@dv.is 72 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 HELGARBLAÐ iPad-æðið er nánast í hámarki vestanhafs en vert er að líta á aðra valkosti fyrir þá sem vilja ódýra tölvu sem getur sinnt öllum helstu verkum auk þess að vera meðfærileg og ódýr. ER FISTÖLVAN BETRI KOSTUR? Fistölva eða iPad? Það getur reynst erfitt að ákveða sig þegar markaðurinn er yfirfullur af alls konar tölvum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.