Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 74

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 74
74 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 Kjartan Atli Kjartansson, körfuboltamaður úr Stjörnunni, hef- ur heldur betur verið að slá í gegn að undanförnu í körfunni. Kjartan er kennari, á eina fimm mánaða prinsessu og hefur verið stoppaður af lögreglunni fyrir að labba ekki á gangstétt. JOHN MCLANE ER MESTI TÖFFARINNwww.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - www.ungbarnasundsnorra.is Ár 2010 20 ára Ísland NAFN OG ALDUR? „Kjartan Atli Kjartansson, 25 ára gamall.“ ATVINNA? „Kenni við unglingadeild Álftanesskóla.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Í sambandi með hinni yndislegu Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur.“ FJÖLDI BARNA? „Eigum eina dóttur, Klöru Kristínu. Nýorðin fimm mánaða.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já, við fjölskyldan áttum tvo hunda þegar ég var yngri. Annar var fjörugur og skemmtilegur - reynd- ar allt of fjörugur, eins og hann væri að leika í Euro- shopper orkudrykkjarauglýsingunni allan daginn. Hinn hundurinn var allt of rólegur og leiðinlegur. Notaði Old Spice og las Moggann “ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Úff, það er orðið alltof langt síðan, ætli það séu ekki einhverjir Hjálma tónleikar. Langar samt að sjá strákana í Dikta live.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Já, þegar ég var að keppa við bandarískt skólalið sem var staðsett í herstöðinni í Keflavík. Þá vorum við að labba út í búð og lögreglan stoppaði okk- ur fyrir að vera ekki á gangstéttinni. Jaywalking í beinni.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Ég á Boston Celtics búning sem ég held mikið upp á. Einnig flottan bol með Bird og Magic utan á. Svo gaf Pálína mér mjög flotta Chucks í jólagjöf, þetta eru svona þeir hlutir sem standa upp úr.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Megrun? Já, ætli það ekki. Kalla karlmenn það ekki alltaf ,,átak” til þess að vera ekki kvenlegir?“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL- UM? „Já, oft. Skipulagði einu sinni mótmæli í FG þegar samningar við dönskukennarann okkar voru ekki endurnýjaðir, hún var sem sagt látin fara, enda náðu allir hjá henni.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Já, ætli það ekki. Ég er alltaf að pæla í svona hlut- um og kemst að mismundandi niðurstöðu í hvert skipti sem ég les.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Ég er með sama tónlistarsmekk og ég var með þegar ég var 10 ára - hlusta enn á rapp. Get því ekki skammast mín fyrir neitt.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Voðalega er þetta tvíræð spurning. Lagið ,,Be” með Common kemur mér alltaf í gott skap.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Svo margs. Pálína og ég erum að fara til New York í sumar. Svo hlakka ég líka til þess að sjá dóttur mína þroskast áfram. Næsti leikur er manni líka alltaf of- arlega í huga.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFT- UR? „Die Hard 2, því John McLane er mesti töffari í heimi. Svo get ég horft á alla þættina af The Office (bandarísku útgáfunni) aftur og aftur. Einfaldlega því það eru bestu þættirnir.“ AFREK VIKUNNAR? „Vaskaði upp og eldaði fyrir alla fjölskylduna í há- deginu í gær.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Amma mín heitin var spákona og ég bað hana að kíkja í lófana mína nokkrum sinnum. Ekkert meira en það.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Rokka mækinn en ekkert hljóðfæri.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Ég er bara opinn fyrir ýmsum hlutum. Ég er reynd- ar ekkert alltof hrifinn af Evrópusambandinu, því það mismunar fólki sem ekki er fætt innan Evrópu. En Ísland á tvímælalaust að vera meiri þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og við eigum að hætta að hugsa um hvað við græðum, frekar hvað við getum gert.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Konan mín og dóttir.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Davíð Oddsson, ef hann telst ennþá sem ráða- maður. Hef heyrt að hann sé mjög fyndinn. Væri líka til í að heyra hvað væri málið með bolludags- málið.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.