Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 76

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 76
„Á tímabili reyndi ég að klæða mig eins og fólk er flest, var eiginlega orðin algjör skinka en það var engan veginn að ganga. í hvert skipti sem ég sá stelpu með skærlitað hár langaði mig líka,“ seg- ir Hildur Hermannsdóttir, 28 ára nemi sem mun útskrifast í vor úr grafískri hönnun við Listahá- skóla Íslands en Hildur hræðist ekki að fara óhefð- bundnar leiðir í fatavali og útliti. Í dag er Hildur með blátt hár en hár hennar hefur skartað öllum regnbogans litum. „Ég hef líka verið snoðuð, með hanakamb og eiginlega allan skalann. Ég lita mig og klippi sjálf og ákveð aldrei fyrir fram hvaða litur verður næstur fyrir valinu. Ég fæ mjög fljótt leið og þegar mér dettur eitthvað í hug verð ég að framkvæma það strax.“ Skoðar aldrei tískublöð Hildur á erfitt með að útskýra eigin stíl en seg- ist afar litaglöð. „Ég breyti stundum daglega um stíl,“ segir hún hlæjandi en bætir við að hún hafi alltaf verið pönkuð. „Ég elska að vera til dæmis í öllu bláu eða öllu appelsínugulu og líka að blanda saman mynstrum. Ég hugsa oft út frá teikni- myndasögum, ofurhetjum og ævintýrum og upp á síðkastið hef ég verið með skrímsli á heilanum. Annars er ég ekkert að spá í hvað er í tísku og ég skoða aldrei tískublöð,“ segir hún og bætir við að hún kaupi sín föt frekar í Rauða krossinum, Hjálp- ræðishernum, Kolaportinu, Spúútnik, Nostalgíu eða Hókus Pókus. „Í rauninni finnst mér ekki mjög gaman að kaupa mér föt og geri mér afar sjaldan ferð til þess. Ég slysast kannski til að finna eitthvað hjá Rauða krossinum og þá verður sú flík upphafið á ákveðnu tímabili hjá mér. En annars vel ég oftast föt út frá hárinu.“ Pönkuð amma Að hennar sögn fær hún góð viðbrögð frá fólkinu í kringum sig. Amma hennar hafi þó eitt sinn spurt hana hvort hún ætlaði ekki að hætta þessari vit- leysu. „Ég vona að ég hætti þessu aldrei og að ég verði pönkuð amma. Ég fíla eldri konur sem þora að vera öðruvísi. Það er alveg hægt að vera virðu- leg án þess að verða týpísk. Ég kem frá Njarðvík og þar skilja mig fáir en í 101 fell ég inn í hópinn. Hér eru alls konar týpur og enginn pælir neitt í hvernig þú ert. Ég vek samt örugglega athygli þegar ég er komin í Ikea eða út á land. Annars er ég ekkert að pæla í því. Mér finnst bara svo leiðinlegt að blása á mér hárið en ef það er blátt eða bleikt verður það helmingi skemmtilegra.“ Ekki hrædd við að eldast Hildur fékk sér fyrsta tattúið þegar hún var 17 ára en hún er með fjölda húðflúra og meðal annars hálfa ermi á öðrum handleggnum. Að- spurð óttast hún ekki að myndirnar verði ljót- ar með tímanum. „Ég óttast ekki að eldast og er of kærulaus til að pæla í slíku. Ég á aldrei eft- ir að sjá eftir þessu og ætla líklega að fá mér aðra ermi hinum megin. Ég reyndi að breytast og þóknast öðrum en það gekk ekki og í dag líður mér svo miklu betur,“ segir hún og bætir aðspurð við að íslensk tíska sé í góðum farvegi. „Það eru margir íslenskir fatahönnuðir að gera góða hluti. Ég elska þegar fólk er óhrætt og sjálf fæ ég hálfgerða sjónræna fullnægingu þegar ég sé brjálaða liti,“ segir hún að lokum en hægt er að skoða heimasíðu Hildar á hildurhermanns. com. ÓGIFTIR HÆTTA FREKAR SAMAN Pör í sambúð eru tvisv- ar sinnum líklegri til að hætta saman en gift hjón samkvæmt breskri rannsókn. Í ljós kom að fjögur af hverjum fimm giftum hjónum voru enn saman eftir tíu ár en á sama tíma höfðu tvö af hverjum fjórum pörum í sambúð hætt saman. Í gögnunum kom í ljós að hjónaband er öruggara en sambúð jafnvel þegar áhrifa- miklar breytur, líkt og aldur, barneignir, heilsufar, menntun, sam- félagsstaða og atvinnuleysi, eru teknar inn í reikninginn. Samkvæmt nýrri bandarískri rann- sókn er ekki nóg að æfa í hálf- tíma á dag ef þú ætlar þér að vera í formi líkt og lengi hefur verið hald- ið fram. Í rannsókninni, sem var framkvæmd af sérfræðingum frá Harvard-háskólanum sem fylgdust með 34 þúsund konum, kom í ljós að þær konur sem héldu sér í góðu formi æfðu allavega í klukkutíma á dag. Einnig kom í ljós að virkilega feitar konur verða að passa vel upp á mataræðið meðfram þjálfuninni ef þær ætla að ná árangri. Konurnar svöruðu ítarlegum spurningalista þar sem farið var yfir mataræði og líkamlega hreyf- ingu og voru flokkaðar í þrjá hópa, þær sem hreyfðu sig minna en tvo og hálfan tíma á viku, þær sem hreyfðu sig í tvo og hálfan til sjö tíma á viku og þær sem hreyfðu sig í meira en sjö tíma á viku. Meðal- aldur kvennanna var 54 ár og með- al þyngdaraukning á 13 ára tíma- bili var 2,6 kg. Þær sem hreyfðu sig mest þyngdust miklu minna en hinar en enginn sjáanlegur mun- ur var á hinum tveimur hópun- um. Eini hópurinn sem þyngdist ekki á tímabilinu voru þær konur sem voru í réttri líkamsþyngd þeg- ar rannsóknin byrjaði og æfðu í klukkutíma á dag eða meira. Prófessorinn Paul Gateley seg- ir niðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem séu of feitir verði að leggja mjög mikið á sig ef þeir ætli að léttast. „Á meðan hálftíma æfing er góð fyrir heilsuna verður fólk að æfa mun meira ef það ætlar sér að léttast.“ Ef þú vilt léttast þarftu að púla í klukkutíma á dag: HÁLFTÍMI EKKI NÓG UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is ÁTTU VIÐ ÁFENGISVANDAMÁL AÐ STRÍÐA? Leitaðu þér hjálpar ef: n Þú getur aldrei haldið þig við „aðeins einn“ drykk. n Þú skammast þín fyrir drykkjuna. n Þú finnur þig knúna til að ljúga og fela drykkjuna fyrir öðrum. n Vinir og ættingjar hafa áhyggjur af drykkju þinni. n Þú ferð í „black out“ eða gleymir heilu köflunum úr kvöldinu. n Þú drekkur vanalega meira en þú ætlaðir þér. Grafíski hönnunarneminn Hildur Hermannsdóttir fer ekki hefðbundnar leiðir þegar kemur að fatavali. Hildur reyndi einu sinni að klæða sig eðlilega en gafst upp á endan- um. Hildur, sem hefur litað hárið á sér í öllum regnbogans litum, fær nánast sjónræna fullnægingu þegar hún sér brjálaða liti. 76 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 LÍFSSTÍLL SKEMMTILEGRA AÐ BLÁSA BLEIKT HÁR 5 PIRRANDIATRIÐI Í FARI KARLMANNA 1 Ófrumleg rómantík Flestar konur búast við blómum á konudaginn og gjöf á afmælisdaginn. Hvernig væri að gera eitthvað öðruvísi og sérstakt sem hún mun aldrei gleyma. Þetta þarf ekki að vera eitthvað dýrt. Þú munt fá það margfalt til baka! 2 Rakka niður sjónvarps-þættina Og hvað með það þótt við viljum horfa á Bachel- or í hverri viku? Ef þið getið ekki setið hjá okkur og horft í þennan klukkutíma getiði örugglega eytt tímanum einhvern veginn öðruvísi. 3Panta fyrir okkur Konan þín gæti þráð að heyra ákveðin þrjú orð frá þér en þau eru sannarlega ekki „Og hún fær...“ þegar þið eruð úti að borða. Við getum hugsað fyrir okkur sjálfar. 4Bera sig illa Við höfum öll fengið hausverk, hita og magapínu. Konan þín er ekki mamma þín. Hættu að væla! 5Skortur á frumkvæði Þú þarft ekkert að vera með þétta dagskrá allar helgar og öll kvöld en fátt er meira „turn off“ en karlmaður sem muldrar: „Uuu, mér er alveg sama hvað við gerum. Bara það sem þú vilt.“ Í ræktinni Samkvæmt sérfræðingum Harvard þurfa feitir að passa upp á mataræðið meðfram löngum æfingum ef þeir vilja ná árangri. Bleikfjólublár kjóll fundinn í Hjálpræðishernum, netasokkabuxur úr Hókus Pókus og skór keyptir í Rauða krossinum, en þeir voru konudagsgjöf frá kærasta mínum og eru í einstöku uppáhaldi. MYNDIR BRAGI Svartur og hvítur röndóttur kjóll úr Kolaportinu, ég elska allt sem er röndótt og köflótt. Hlébarðamynstrað- ar sokkabuxur úr Gyllta kettinum, en hlébarðamynstur finnst mér mjög fallegt. Loðnu legghlífarnar hef ég átt síðan ég var 16 ára, 90‘s tímabilið var magnað með Birgittu Haukdal og öllu ruglinu. Gaddaarmbandið lét ég búa til handa mér í Hókus Pókus, en það hafa eflaust margir verið í stórhættu þegar ég var með það á Peaches-tónleikunum um daginn og var þar í trylltum dansi. Kisan kemur úr Dýrahjálp.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.