Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 104

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 104
n Þeir Arnaldur Birgir Konráðsson og Róbert Traustason, sem eiga og reka líkamsræktarstöðina Boot- camp, virðast ekki finna mikið fyrir kreppunni. Þeir héldu veglega árs- hátið Bootcamp um liðna helgi þar sem hver stjórstjarnan af annarri tróð upp. Veislustjóri var útvaps- maðurinn Freyr Eyjólfsson á Rás 2 sem sló í gegn með eftirhermum sínum af mönnum eins og Jakobi Frímanni Magnússyni og Megasi. Á milli aðalréttar og eftirréttar mættu leynigestir sem reyndust vera hljómsveitin Dikta sem er vinsæl- asta hljómsveit landsins um þessar mundir. Páll Óskar Hjálmtýsson þeytti síðan skífum og söng fram á nótt. Ekki er algengt að líkams- ræktarstöðvar haldi árshátið fyrir við- skiptavini sína en um liðna helgi mættu nærri 300 iðkendur Boot- camp. Púlað á fullu og djammað enn harðar? FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. Ingi Þór Hafdísarson og Sigurður Heið- ar Höskuldsson reyna við heimsmet í ballskák eða „pool“ annan í páskum. Markmiðið er að spila í 72 stundir og slá Guinness-metið sem er 53 klukku- stundir. Þeir ætla að safna áheitum fyrir MS-félagið og vekja athygli á MS- sjúkdómnum. Ástæða þess að þeir hyggjast spila pool er sú að Brynjar Valdimarsson, vinur þeirra og eigandi pool-stofunnar í Lágmúla, greindist nýverið með MS-sjúkdóminn. Í samtali við DV segist Sigurður Heiðar ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að vaka í þrjá sólarhringa. Þeir þurfi þó kannski að fá sér einhverja orkudrykki. Hann segir að hann og Ingi Þór séu þaulvanir pool-spilarar og hafi nánast átt heima á pool-stofunni í Lágmúla síðustu árin. „Fólk hefur tek- ið þessu framtaki vel og hafa viðbrögð- in bara verið jákvæð,“ segir Sigurður Heiðar. Áskorunin leggist vel í þá fé- laga. Heimsmetstilraunin hefst á hádegi annan í páskum og er áætlað að henni ljúki á hádegi fimmtudaginn áttunda apríl. Ýmis fyrirtæki hafa lagt málefn- inu lið eins og Henson, Serrano, BK kjúklingur, Bananar ehf., Sportsól og sólbaðsstofan Grænatúni. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning MS-félagsins nr. 0115-26- 102713 - kennitala 520779-0169. Kvitt- un óskast send á msfelag@msfelag.is. as@dv.is VEGLEG ÁRSHÁTÍÐ BOOTCAMP T R Y G G G Æ Ð I V O T T A Ð G Æ Ð A E F N I Safna áheitum fyrir MS-félagið annan í páskum: ÞRIGGJA SÓLARHRINGA POOL n Starfsmenn fjárfestingabankans VBS hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Þeir hugðust halda veglega árshátíð um liðna helgi. Var fyrirhuguð ævintýraferð út á land. Gista átti á Hótel Rangá, borða veislumat og skemmta sér með fjór- hjólaakstri, svo fátt eitt sé nefnt. Jón Þórisson, forstjóri VBS, sagði frá því fyrir stuttu í samtali við DV að hætt hefði verið við ævintýraferðina og í staðinn myndu starfsmenn gera sér glaðan dag í heimahúsi. Enda ný- búið að skipa bráðabirgðastjórn yfir bankann vegna slæmrar fjárhags- stöðu hans. Þegar starfsmenn sneru síðan til vinnu í vikunni eftir að hafa haldið árshátíð sína í heima- húsi tilkynnti bráðabirgðastjórn þeim að allir væru reknir. Líklega ekki skemmtilegustu tíðindin að fá tveimur dögum fyrir páska. ÓHEPPNIR STARFS- MENN VBS BANKA n Úvarpsmönnunum Frosta Loga- syni og Þorkeli Mána Svavarssyni finnst ekki mikið til málfarsrýnisins Eiðs Svanbergs Guðnasonar koma. Þingmaðurinn fyrrverandi ritar málfarspistla á Eyju-blogg sitt sem nefnast Molar um málfar og miðla þar sem hann bendir á hvað betur megi fara í tali og skrifum frétta- manna. Frosti og Máni lásu upp úr bloggi hans í þætti sínum Harma- geddon á X-inu og áttuðu sig hreint ekki á því hvernig Eiður hefði tíma eða nennu til að standa í slíkum skrifum en síðasti pistill Eiðs Svan- bergs var númer 278. Er þó vitað mál að blaðamenn hafa reynt að vanda skrif sín betur eftir að Eiður Svanberg hóf málfarsrýn- ina enda oft með þarfar ábendingar um málfar og miðla. SKILJA EKKI EIÐ Eigandinn með MS Þeir Ingi Þór og Sigurður Heiðar ætla að reyna við heimsmet í pool. MYND VILHJÁLMUR SIGGEIRSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.