Fréttablaðið - 26.11.2015, Page 44

Fréttablaðið - 26.11.2015, Page 44
Barátta og dugnaður dugði ekki til gegn Slóvökum Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði með 17 stigum gegn gríðarsterku liði Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2017 í Laugar- dalshöllinni í gær. Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir leiddi íslenska liðið með 16 stig, sex fráköst og tíu stoðsendingar. fréttablaðið/ernir Fótbolti „Það er nú ekki leiðin- legt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknar- maður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Nor- egsmeistari með talsverðum yfir- burðum í sumar. Það var 23. meist- aratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg. eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er lang- markahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref  á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslands- meistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“ Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hall- grímsson hafa valið hann reglu- lega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttu- landsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum von- brigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frá- bærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías. eirikur@frettabladid.is Eina málið að vinna titla Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera í Rosenborg í aðeins nokkra mánuði en er þegar orðinn tvöfaldur meistari. Ísfirðingurinn stefnir að því að vinna sér fast byrjunarliðssæti og ætlar sér á EM með landsliðinu. Matthías ætlar sér að festa sig í sessi hjá rosenborg. fréttablaðið/Getty Í dag 18.00 Qarabag - tottenham Sport 18.00 basel - fiorentina Sport 3 19.15 Stjarnan - njarðvík Sport 4 20.00 liverpool - bordeaux Sport 20.00 Celtic - ajax Sport 3 19.15 tindastóll - Keflavík Sauðárkr. 19.15 Ír - Höttur Seljaskóli 19.15 Þór Þ. - Haukar Þorlákshöfn 19.00 fram - akureyri Framhús 19.30 Haukar - Grótta Ásvellir 19.30 Valur - Ír Vodafone-höllin Steph Curry er með flesta þrista í NBA (78). Damian Lillard er næstur með 45. Curry skoraði ekki 78. þristinn sinn fyrr en 22. des í fyrra! Baldur Beck @nbaisland Nýjast Meistaradeildin A-riðill Malmö - PSG 0-5 0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.). Shakhtar - real Madrid 3-4 0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.). Stig liðanna: Real Madrid 13, PSG 10, Shakhtar 3, Malmö 3. b-riðill Man Utd - PSV 0-0 CSKa - Wolfsburg 0-2 0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.). Stig liðanna: Wolfsburg 9, Man Utd 8, PSV 7, CSKA Moskva 4. C-riðill astana - benfica 2-2 1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.). atl. Madrid - Galatasary 2-0 1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.) Stig liðanna: Atletico Madrid 10, Benfica 10, Galatasary 4, Astana 3. D-riðill Juventus - Man City 1-0 1-0 Mario Mandzukic (18.) M. Gladbach - Sevilla 4-2 1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1). TÓLF Í BANN FyRiR STERASöLu Alþjóðasamband líkamsræktarmanna á Íslandi (iFBB) hefur sett tólf manns í keppnisbann eftir að þeir urðu uppvísir að því að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook. Að sögn Einars Guðmanns, forsvarsmanns og yfirdómara iFBB, voru umræddir aðilir dæmdir í tveggja ára keppnisbann. Þeir hafa allir keppt á Íslands- og bikarmótum í vaxtarrækt þótt enginn þeirra hafi keppt á síðasta bikarmóti. Undankeppni EM 2017 Ísland - Slóvakía 72-55 Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 16/6 fráköst/10 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 14, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 5. 2 6 . n ó v E M b E r 2 0 1 5 F i M M t U D A G U r32 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð Sport 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -F C E 0 1 7 2 D -F B A 4 1 7 2 D -F A 6 8 1 7 2 D -F 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.