Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 52
að auki þá blóta
þau líka á íslensku
og það gengur nú bara vel
að láta þau blóta og syngja
á íslensku en þau eru satt
best að setja mjög stressuð.
tónlist
Clarke, Beethoven og Brahms
HHHHH
Kammermúsíkklúbburinn
Flytjendur: Einar Jóhannesson, Nicola
Lolli, Mark Reedman, Ásdís Valdi-
marsdóttir og Sigurgeir Agnarsson
Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn
22. nóvember
Fordómarnir fyrir kventónskáldum
voru svakalegir fyrir ekki nema tæpum
hundrað árum. Þá sendi Rebecca
Clarke verk í keppni og deildi hún
fyrstu verðlaununum með Ernest
Bloch. Blaðamenn voru sannfærðir
um að Bloch hefði svindlað, að hann
hefði sent tónsmíð í keppnina undir
eigin nafni og LÍKA undir dulnefninu
Rebecca Clarke. Kona gat einfaldlega
ekki samið svo fína tónlist.
En Clarke var með merkari tón-
skáldum Bretlands á sínum tíma. Það
var gaman að heyra tónlist eftir hana
í Kammermúsíkklúbbnum á sunnu-
dagskvöldið. Ásdís Valdimarsdóttir, sá
eðalfíni víóluleikari, og jafnoki hennar
á klarinettu, Einar Jóhannesson, léku
verk sem hét því óskáldlega nafni Pre-
lude, Allegro and Pastorale. Prelude
þýðir forspil, allegro merkir hratt og
pastorale er sveitasæla. Tónlistin var
íhugul og lágstemmd. Hún var líka
full af heillandi litbrigðum sem hljóð-
færaleikararnir útfærðu af listfengi.
Tæknilega séð var flutningurinn
óaðfinnanlegur, hann var hreinn og
nákvæmur. Túlkunin var þrungin ljúf-
sárri angurværð, akkúrat eins og hún
átti að hljóma.
Til allrar óhamingju var þetta
hápunkturinn á tónleikunum. Restin
var ekki nærri því eins góð. Strengja-
kvartett í G dúr op. 18 nr. 2 í með-
förum Ásdísar, Nicola Lolli, Marks
Reedman og Sigurgeirs Agnarssonar
var ekki fullnægjandi. Jú, inn á milli
voru fínir sprettir en í það heila var
tónlistin óttalega bragðdauf og flat-
neskjuleg. Auk þess var leikurinn ekki
alltaf hreinn. Sumir fiðlutónar voru
leiðinlega falskir og það skemmdi
heildarmyndina.
Ekki var kvintett fyrir klarinettu og
strengjakvartett op. 115 eftir Brahms
skemmtilegri. Aftur voru óhreinir
fiðlutónar að þvælast fyrir, svo mjög
að það fór um mann á tímabili.
Almennt var flutningurinn fremur los-
aralegur, og það vantaði alla stígandi í
hann. Nú veit ég ekkert um hve mikið
fimmmenningarnir æfðu fyrir tón-
leikana. En oft hef ég heyrt kammer-
hópa sem hafa spilað saman í mörg ár.
Slíkt samspil er venjulega fágað, fólkið
leikur eins og ein manneskja. Það sem
hér var boðið upp á var engan veginn
þannig. Þetta var of hrátt og hljóm-
aði ekki eins og einhver raunveruleg
hugsun lægi að baki. Það var leiðinlegt.
Jónas Sen
niðurstaða: Fyrsta atriði
tónleikanna var frábært, en hitt var
ekki gott.
Leiðin lá niður á viðStefán Máni
eins og hann gerist bestur!
„Hrikalega vel plottuð og skemmtilega uppbyggð. “
Balvin Z leikstjóri
RANDALÍN, MUNDI OG AFTURGÖNGURNAR
ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR OG ÞÓRARINN M. BALDURSSON
ER ÞAÐ SATT AÐ
VEITINGASTAÐIR
SELJI KATTAKJÖT?
Þórdís Gísladóttir
Fyrsta bók höfunda
hlaut Bóksalaverðlaunin
og Fjöruverðlaunin.
Þórarinn M. Baldursson myndskreytti.
FRÁBÆR BÓK
FYRIR 5-10 ÁRA
Agnes Wild er höfundur og leikstjóri Kate og leikur í verkinu.
FRéttAbLAðið/ANtoN bRiNK
Gamanleikurinn Kate verður frumsýndur í tjarnarbíói í kvöld.
FRéttAbLAðið/ANtoN bRiNK
Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingum gefst kostur á að sjá í s l e n s k a n g a m a n -leik á ensku en með íslenskum söngvum um
íslenskt fjölskyldu- og herstöðva-
líf í seinni heimsstyrjöldinni í
Reykjavík. Í kvöld er frumsýndur í
Tjarnarbíói gamanleikurinn Kate
eftir Agnesi Wild sem jafnframt er
leikstjóri sýningarinnar.
Agnes lærði leiklist á Englandi og
bjó þar í fimm ár þannig að enskan
er ekki að vefjast fyrir henni. „Ég
skrifaði þetta meðfram skólanum
sem ég var í, East 15 Acting School,
og þar stofnaði ég líka leikhópinn
minn Lost Watch árið 2013 ásamt
Oliviu Hirst og Riönnu Dearden
sem eru líka með í þessari sýningu.
Við erum búnar að setja upp þrjár
sýningar saman og erum að vinna
núna að þeirri fjórðu sem verður
vonandi frumsýnd á næsta ári.
Kate er fyrsta samstarfssýningin við
Miðnætti en sá leikhópur saman-
stendur af mér, Sigrúnu Harðar-
dóttur tónlistarkonu og Evu Björgu
Harðardóttur leikmynda- og bún-
ingahönnuði.“
Agnes segir að kveikjan að verk-
inu hafa verið að þegar hún var
úti fannst henni að Bretar hrein-
lega vissu ekki að þeir hefðu verið
hér með her á stríðsárunum. „Það
voru allir mjög hissa á þessu öllu
saman svo ég ákvað að skrifa leik-
rit um þetta. Það hefur vakið mikla
lukku því við eigum þarna sam-
eiginlega sögu sem hefur verið
með öllu týnd Bretunum þó svo
að hún sé vel þekkt hér. Mér finnst
þó oft gleymast bresku strákarnir
sem komu fyrst og voru hérna í ár,
svona af því að þeir bandarísku voru
náttúrulega miklu meira töff. Bret-
arnir voru bara litlir aumingjalegir
strákar, svona átján nítján ára þegar
þeir voru sendir hingað og þeir voru
óneitanlega svona soldið týndir.
Leikritið er svo út frá sjónarhorni
einnar fjölskyldu í Reykjavík. Þetta
er byggt á sannsögulegum atburð-
um en sagan í sjálfu sér uppspuni ef
svo má segja. Þetta fjallar um Kate,
eða Katrínu upp á íslenskuna, sem
flytur frá Ólafsvík til Reykjavíkur á
Leika á ensku en syngja og blóta á íslensku
gamanleikurinn kate eftir agnesi Wild var upprunalega sýndur á leiklistarhátíð í edinborg. þar fékk
hann frábærar viðtökur og hélt áfram til london en í kvöld verður hann frumsýndur í tjarnarbíói.
stríðsárunum til þess að vinna og
læra ensku. Hún flytur inn til Júlíu
og Davíðs, fólks sem á og rekur
söluturn við Hverfisgötu, en þau
eiga dóttur sem heitir Selma og er í
ástandinu eins og sagt var. Selma er
að sofa hjá alls konar hermönnum
en Kate verður meira ástfangin og
það er svona rómantíski þráðurinn
í verkinu.
Við frumsýndum í Edinborg og
sýndum þar hátt í þrjátíu sýningar
á Fringe-leiklistarhátíðinni. Eftir
þessar miklu vinsældir þar fengum
við flutning yfir í leikhús í London
sem gekk líka mjög vel.“
Agnes tekur fram að þetta verk
sé eitthvað sem mjög breiður
hópur ætti að geta haft gaman af
enda Íslendingar meira og minna
allir góðir í enskunni. „Þetta er
ekki söngleikur heldur leikrit með
söngvum og við notum gömul
bresk hermannalög og líka íslensk
þjóðlög í bland. Svo eru sum lögin á
íslensku og það var rosalega gaman
að kenna þeim að syngja þau lög. Að
auki þá blóta þau líka á íslensku og
það gengur nú bara vel að láta þau
blóta og syngja á íslensku en þau
eru satt best að segja mjög stressuð.
Hrædd um að fólk dæmi þau en
þetta verður bara gaman.
Svo erum við reyndar að nota
laufblásara í sýningunni til þess
að túlka íslenskan vind. Í fyrsta
sinn sem stelpurnar sem reka leik-
félagið með mér komu til Íslands
þá fannst þeim að það væri alltaf
ógeðslega mikill vindur á landinu
og við ákváðum að hafa hann með
í sýningunni.
Við verðum með sýningar núna í
kvöld og annað kvöld og svo fjórar
sýningar í næstu viku og það verða
aðeins þessar sýningar svo það er
um að gera að drífa sig strax af stað.“
magnus@frettabladid.is
2 6 . n ó v e m B e r 2 0 1 5 F i m m t u D a G u r40 m e n n i n G ∙ F r É t t a B l a ð i ð
menning
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
2
C
-D
9
9
0
1
7
2
C
-D
8
5
4
1
7
2
C
-D
7
1
8
1
7
2
C
-D
5
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
2
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K