Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 12
Náttúrufræðingurinn 116 hjá Sphagnum-mosum) yfir röskuð svæði báru góðan árangur en síðri árangur þegar notaðir voru bútar af greinum neðan við 3 cm og capitula-brot.14 Moshræringur (e. slurry), sem samanstendur af gróum, greinabrotum, sérblönduðum jarð- vegi og vatni, hefur verið notaður við að fjölga mosum í gróðurhúsi með góðum árangri, þar á meðal tildurmosa (Hylocomium splendens [Hedw.] Schimp.), Rhytidiopsis robusta [Hook.] Broth., móabrúski (Dicranum scoparium Hedw. og Mnium lycopodioides [Schwaegr.]), og óx tildurmosinn best af þessum fjórum tegundum.15 Þegar tilraun var gerð til að fjölga silfurgambra (Racomitrium heterostichum [Hedw.] Brid.), sótmosanum Andrea rothii [Web. And Mohr] og skeggmosanum G. laevigata inni á rannsóknarstofu með greinabrotum á petriskálum, voru granítbrot meðal annars notuð sem undirlag.12 Eftir tvær vikur fannst aðeins vöxtur í brotum af G. laevigata en enginn vöxtur var sýnilegur hjá hinum tegundunum. Í kjölfarið myndaðist forkím (e. protonema) sem óx yfir granítbrotin og hélt mosabrotunum föstum við undirlagið. Síðar mynduðust margar nýjar greinar á forkíminu. Forkím er fyrsta fjölfrumna lífsstig mosa eftir spírun gróa en getur einnig myndast á kynlausum fjölgunareiningum.6 Á Hellisheiði hefur verið prófað að dreifa hraungambra á yfirborð gamallar vikurnámu, sem fyllt var upp með jarðvegi og gjalli dreift yfir; benda fyrstu niðurstöður til þess að sú aðgerð geti hraðað landnámi mosa og myndun mosaþekju.16 Til- raunir til að dreifa tættum gróður- torfum og fræslægju á röskuð svæði á Hellisheiði hafa einnig örvað myndun mosaþekju.17,18 Hér er fjallað um tilraunir til að fjölga nokkrum algengum íslenskum mosategundum. Aðal- áhersla var lögð á hraungambra og meðal annars kannað hvaða hlutar greina hans geta vaxið eftir dreifingu og hvort stærð fjölgunar- eininga eða undirlag hafi áhrif á árangur af fjölgun hraungambra. Til samanburðar við hraungambrann voru tegundirnar melagambri (Racomitrium ericoides [Brid.] Brid.), tildurmosi (H. splendens [Hedw.] Schimp.) og engjaskraut (Rhytidi- adelphus squarrosus [Hedw.] Warnst.) prófaðar. Þetta var gert til að skoða hvort hægt sé að nota sambæri- legar fjölgunareiningar fyrir aðrar algengar mosategundir hér á landi. Tilraunirnar voru gerðar við stýrðar aðstæður í gróðurhúsi til að takmarka áhrif umhverfisþátta á niðurstöðurnar. Efni og aðferðir Mosunum var safnað í um 280 m hæð við Hellisheiðarvirkjun (64°02‘N, 21°24V) í lok október 2009. Þeir voru geymdir í plastpoka í kæliskáp í eina til tvær vikur þar til ræktun hófst. Prófaðar voru átta mismunandi gerðir fjölgunareininga af hraun- gambra: greinar sem klipptar voru ofan frá í sex u.þ.b. 1 cm langa búta (B1–B6) (1. mynd), heilar greinar (HG) og mosahræringur. Hrær- ingurinn var útbúinn með því að hræra saman í heimilisblandara 0,5 dl af mosa, sem var þjappað létt saman í mæliglas, á móti 2 dl af vatni fyrir hvern pott. Mosinn var ræktaður á tvennskonar undirlagi, mold og vikurgjalli. Vikrinum var safnað við Gígahnjúk á Hellisheiði og voru gjallmolarnir flestir á bilinu 0,5–3,0 cm í þvermál. Moldin var Hreppagróðurmold (Flúðasveppir ehf., Flúðum). Mosinn var ræktaður í pottum sem voru 16 cm breiðir, 19 cm langir og 3 cm djúpir (2. mynd). Til viðmiðunar voru einnig hafðir pottar með mold og vikri án mosabrota til að kanna hvort ein- hver mosi hefði borist með mold- inni eða vikrinum. Mosabútarnir og heilu greinarnar voru lagðar á rakt undirlag í pottunum, og voru tíu fjölgunareiningar af sömu gerð 1. mynd. Heilar greinar hraungambra voru klipptar ofanfrá í sex 1 cm búta (B1–B6), þar sem B1 var efsti hlutinn, B2 sá næstefsti o.s.frv. Lengstu hliðargreinarnar voru klipptar frá (græn lína). – Whole Racomitrium lanuginosum branches were cut from the top into approx. 1 cm fragments (B1–B6), where B1 was the top fragment, B2 second from the top, etc. The longest side branhces were cut off and discarded (green line). Ljósm./Photo: Magnea Magnúsdóttir. 81_3-4_loka_271211.indd 116 12/28/11 9:13:37 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.