Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn 116 hjá Sphagnum-mosum) yfir röskuð svæði báru góðan árangur en síðri árangur þegar notaðir voru bútar af greinum neðan við 3 cm og capitula-brot.14 Moshræringur (e. slurry), sem samanstendur af gróum, greinabrotum, sérblönduðum jarð- vegi og vatni, hefur verið notaður við að fjölga mosum í gróðurhúsi með góðum árangri, þar á meðal tildurmosa (Hylocomium splendens [Hedw.] Schimp.), Rhytidiopsis robusta [Hook.] Broth., móabrúski (Dicranum scoparium Hedw. og Mnium lycopodioides [Schwaegr.]), og óx tildurmosinn best af þessum fjórum tegundum.15 Þegar tilraun var gerð til að fjölga silfurgambra (Racomitrium heterostichum [Hedw.] Brid.), sótmosanum Andrea rothii [Web. And Mohr] og skeggmosanum G. laevigata inni á rannsóknarstofu með greinabrotum á petriskálum, voru granítbrot meðal annars notuð sem undirlag.12 Eftir tvær vikur fannst aðeins vöxtur í brotum af G. laevigata en enginn vöxtur var sýnilegur hjá hinum tegundunum. Í kjölfarið myndaðist forkím (e. protonema) sem óx yfir granítbrotin og hélt mosabrotunum föstum við undirlagið. Síðar mynduðust margar nýjar greinar á forkíminu. Forkím er fyrsta fjölfrumna lífsstig mosa eftir spírun gróa en getur einnig myndast á kynlausum fjölgunareiningum.6 Á Hellisheiði hefur verið prófað að dreifa hraungambra á yfirborð gamallar vikurnámu, sem fyllt var upp með jarðvegi og gjalli dreift yfir; benda fyrstu niðurstöður til þess að sú aðgerð geti hraðað landnámi mosa og myndun mosaþekju.16 Til- raunir til að dreifa tættum gróður- torfum og fræslægju á röskuð svæði á Hellisheiði hafa einnig örvað myndun mosaþekju.17,18 Hér er fjallað um tilraunir til að fjölga nokkrum algengum íslenskum mosategundum. Aðal- áhersla var lögð á hraungambra og meðal annars kannað hvaða hlutar greina hans geta vaxið eftir dreifingu og hvort stærð fjölgunar- eininga eða undirlag hafi áhrif á árangur af fjölgun hraungambra. Til samanburðar við hraungambrann voru tegundirnar melagambri (Racomitrium ericoides [Brid.] Brid.), tildurmosi (H. splendens [Hedw.] Schimp.) og engjaskraut (Rhytidi- adelphus squarrosus [Hedw.] Warnst.) prófaðar. Þetta var gert til að skoða hvort hægt sé að nota sambæri- legar fjölgunareiningar fyrir aðrar algengar mosategundir hér á landi. Tilraunirnar voru gerðar við stýrðar aðstæður í gróðurhúsi til að takmarka áhrif umhverfisþátta á niðurstöðurnar. Efni og aðferðir Mosunum var safnað í um 280 m hæð við Hellisheiðarvirkjun (64°02‘N, 21°24V) í lok október 2009. Þeir voru geymdir í plastpoka í kæliskáp í eina til tvær vikur þar til ræktun hófst. Prófaðar voru átta mismunandi gerðir fjölgunareininga af hraun- gambra: greinar sem klipptar voru ofan frá í sex u.þ.b. 1 cm langa búta (B1–B6) (1. mynd), heilar greinar (HG) og mosahræringur. Hrær- ingurinn var útbúinn með því að hræra saman í heimilisblandara 0,5 dl af mosa, sem var þjappað létt saman í mæliglas, á móti 2 dl af vatni fyrir hvern pott. Mosinn var ræktaður á tvennskonar undirlagi, mold og vikurgjalli. Vikrinum var safnað við Gígahnjúk á Hellisheiði og voru gjallmolarnir flestir á bilinu 0,5–3,0 cm í þvermál. Moldin var Hreppagróðurmold (Flúðasveppir ehf., Flúðum). Mosinn var ræktaður í pottum sem voru 16 cm breiðir, 19 cm langir og 3 cm djúpir (2. mynd). Til viðmiðunar voru einnig hafðir pottar með mold og vikri án mosabrota til að kanna hvort ein- hver mosi hefði borist með mold- inni eða vikrinum. Mosabútarnir og heilu greinarnar voru lagðar á rakt undirlag í pottunum, og voru tíu fjölgunareiningar af sömu gerð 1. mynd. Heilar greinar hraungambra voru klipptar ofanfrá í sex 1 cm búta (B1–B6), þar sem B1 var efsti hlutinn, B2 sá næstefsti o.s.frv. Lengstu hliðargreinarnar voru klipptar frá (græn lína). – Whole Racomitrium lanuginosum branches were cut from the top into approx. 1 cm fragments (B1–B6), where B1 was the top fragment, B2 second from the top, etc. The longest side branhces were cut off and discarded (green line). Ljósm./Photo: Magnea Magnúsdóttir. 81_3-4_loka_271211.indd 116 12/28/11 9:13:37 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.