Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 124 gjóskulög. Almennt má segja að ald- ursgreiningar Ólafs séu ónákvæmar en gefi þó vísbendingar um aldur hlaupanna. Vænlegasta aðferðin til að meta aldur berghlaupa er gjóskulagaathugun í jarðvegi ofan á þeim og undir. Einnig er mögulegt að beita C-14 aldursgreiningum á lífrænt efni sem finnst í tengslum við berghlaupin. Ekki er hlaupið að því komast að undirlagi berghlaupsurða, sem yfirleitt eru stórgrýttar og oft þykkar. Helst er slíks að vænta þar sem straumvatn hefur rofið sig í gegnum þær eða grafið hefur verið í þær vegna framkvæmda. Aldur berghlaupa hefur ekki verið kannaður markvisst með hjálp gjóskulaga enn sem komið er, en nokkur dæmi eru þó um rannsóknir sem gefið hafa góða raun, einkum frá Austurlandi.4,5 Meginforsenda þess að gjóskulög nýtist er að til staðar séu svokölluð leiðarlög, sem eru auðþekkt gjóskulög með mikla útbreiðslu. Mikilvægustu leiðarlögin hérlendis má telja ljósu Heklulögin, H1 (frá 1104), H3 (~3000 ára), H4 (~4300 ára) og H5 (~7000 ára), sem uppfylla öll skilyrði slíkra laga.6,7 Í þennan flokk mætti bæta um 10.200 ára gömlu, dökku gjóskulagi sem kennt er við Saksunarvatn í Fær- eyjum.8,9 Upptök gjóskunnar eru í Grímsvötnum og nær útbreiðsla þess til alls landsins. Mörg önnur gjóskulög henta sem leiðarlög þó að útbreiðsla þeirra sé minni en ofangreindra laga. Rannsóknir sýna að gjóskulög eru ágætlega varðveitt í mómýrum á höfuðborgarsvæð- inu.10,11 Í fjöruborðinu í Hofsvík á Kjalar- nesi er ofan á urðinni þykkt lag af mó, svokölluðum fjörumó eða sjótorfi. Fjörumór hefur orðið til í mýrum eða deiglendi, líkt og venjulegur mór, en síðan færst niður fyrir sjávarmál vegna landsigs og sjávarstöðubreytinga. Mórinn kemur í ljós þegar lágsjávað er. Fjörumór finnst á nokkrum stöðum við strendur landsins, einkum við Faxaflóa. Þekktasti staðurinn er líklega í Seltjörn á Seltjarnarnesi. Einnig er fjörumór á Álftanesi, í Hafnarfirði, í Vogum, við Garð- skaga og á Mýrum. Fjörumór hefur lítið verið rannsakaður, að undan- skildum mónum í Seltjörn og við Garðskaga.12,13,14,15,16 Sjávarhólar Jarðirnar Sjávarhólar og Skraut- hólar á Kjalarnesi heita eftir urð- arhólum við ströndina milli bæj- anna og bera nöfn sem eiga vel við landslagið á þessum slóðum (1. mynd). Esjuhlíðar þar ofan við nefnast Hólafjall. Hólarnir eru hluti af berghlaupi sem fallið hefur efst úr Esjubrúnum og kastast niður á láglendið, allt í sjó fram í Hofsvík. Talsvert hefur verið skrifað um hlaupið.1,2,3,17 Brotsárið myndar allmikla skál í fjallsbrúnina, sem þó hefur ekki hina reglulegu hvilft- arlögun sem einkennir margar berg- hlaupsskálar. Efsti hluti urðarinnar og skálin nefnist Gleið. Þar er 2. mynd. Jarðfræðikort af Sjávarhólahlaupinu og umhverfi þess. – Geological map from the SW Esja region. The extent of the Sjávarhólar rockslide is marked with a dotted line. The submerged peat at Hofsvík stretches along the shore. 81_3-4_loka_271211.indd 124 12/28/11 9:13:53 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.