Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 40

Ægir - 01.10.2011, Síða 40
40 F R É T T I R Fiskistofa hefur tekið saman tölur um verðþróun í afla- marki og krókaflamarki í þorski frá 1. janúar 2005 til 11 nóvember 2011. Saman- tektin sýnir að miklar sveiflur hafa verið á verðinu en það er nú hátt. Verðlækkun og hröð hækkun Verð á aflamarki var stöðugt í nokkurn tíma á fiskveiðiárinu 2006/07 þar sem það hélst í kringum 250 kr/kg. Á fisk- veiðiárinu 2008/09 varð mikil verðlækkun í kjölfar banka- hrunsins og fór verð á afla- marki niður í 160 kr/kg og verðið í krókaaflamarki fór enn neðar. Verðið náði lág- marki á útmánuðum 2009 en reis síðan hratt og komst í rúmar 270 kr/kg um haustið í aflamarkskerfinu en rétt undir 260 kr/kg í krókaaflamarks- kerfinu. Verðið hélst síðan nokkuð stöðugt en í upphafi árs 2011 hækkaði það nokk- uð og hefur haldist hátt til dagsins í dag. Verðið stendur nú í um 330 kr/kg í afla- markskerfinu en 285 kr/kg í krókaaflamarkskerfinu. Verð í krókaaflamarki hefur alltaf verið nokkuð lægra en í afla- marki en sveiflur þær sömu í báðum kerfum, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Meiri færslur milli skipa en í fyrra Stöplaritið meðfylgjandi sýnir magn sem leigt er á milli skipa í báðum kerfum frá árinu 2004 á milli óskyldra aðila. Fiskistofa segir að það sem helst veki athygli sé sam- dráttur í magni á aflaheimild- um sem fluttar eru á milli skipa. Hæst fer magnið í afla- markskerfinu árið 2004 þegar 41.812 tonn voru leigð á milli skipa. Magnið er litlu minna árið eftir en verulegur sam- dráttur verður árið 2008 þeg- ar einungis 19.390 tonn voru leigð á milli skipa. Þótt árið 2011 sé ekki liðið þá hefur magnið aukist frá því í fyrra. Nú hafa 14.415 tonn verið flutt á milli skipa en allt síð- asta ár var magnið 13.940 tonn. Nú þegar hefur magnið aukist um rúm 3% í afla- markskerfinu og einnig er lít- ilsháttar aukning í krókaafla- markskerfinu Bankahrunið sveiflaði verði aflamarks

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.