Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 47

Ægir - 01.10.2011, Síða 47
47 T Í M A M Ó T þegar Bretar og fleiri þjóðir stunduðu veiðar alveg upp í landsteina og víluðu ekki fyrir sér að sigla yfir veiðarfæri heimamanna. Hann segir að meðal fyrstu verkefna Fiski- félagsins hafi verið að beita sér fyrir landhelgisgæslu. Fé- lagið styrkti útgerð fyrsta bátsins sem sinnti gæslu við strendur landsins en það var mótorbáturinn Ágúst, 12 tonna bátur sem þrjú sveitar- félög innan Garðskaga leigðu til að stugga við Bretum og öðrum sem stunduðu ólög- legar veiðar innan landhelg- innar. „Fiskifélagið beitti sér einnig í öryggismálum sjó- manna enda var sárt að fylgj- ast með mönnum farast á sjó, jafnvel tugum saman á ári. Þetta varð að lokum til þess að Slysavarnafélagið var stofnað og má þakka Fiski- félaginu það að langmestu leyti. Loks nefnir Jón að Fiski- félagið hafi barist fyrir því að halda niðri verði á olíu og í því skyni hafi félagið um tíma flutt sjálft inn olíu og gekkst forseti félagsins í ábyrgð fyrir þeim innflutningi. Kvótakerfið Hjörtur Gíslason segir kvóta- málið þungamiðjuna í sögu þess tímabils sem hann fjallar um. „Það var mjög spennandi að rifja upp tilurð kvótakerfis- ins. Kerfið var lögleitt í árs- byrjun 1984 en haustið áður samþykkti Fiskifélagið með yfirgnæfandi meirihluta að það bæri að stýra veiðum við Ísland með kvótakerfi sem út- hlutaði heimildum á hvert skip og var að grunni til það sama og er enn við lýði.“ Hjörtur rifjar upp að eftir útfærslu landhelginnar í 200 mílur voru gríðarlegar sveiflur í afla en á þessum tíma stækkaði flotinn mikið og skuttogarar urðu flestir um eitt hundrað. Árið 1975 kom út fyrsta svarta skýrsla fiski- fræðinganna sem sýndi að sókn í fiskistofnana var alltof mikil þrátt fyrir að Íslendingar sætu nú einir að miðunun. Þá var skrapdagakerfið sett á og umræðan um stjórnun fisk- veiða byrjaði fyrir alvöru. Árið 1981 fór þorskaflinn í 461 þúsund tonn og hefur aldrei verið meiri hvorki fyrr né síð- ar. Þrátt fyrir þessa miklu veiði var sjávarútvegurinn rekinn með bullandi tapi. Í svartri skýrslu fiskifræðinga sem kom út í kjölfarið var lagt til að þorskaflinn yrði skorinn niður í um 200 þúsund tonn. Tveir lykilmenn Þetta var sú staða sem blasti við þegar Fiskiþing kom sam- an haustið 1983 og samþykkti að mæla með upptöku kvóta- kerfis. Austfirðingar höfðu þá lagt til kvótakerfi í þrjú ár en þær hugmyndir höfðu ekki átt upp á pallborðið, ekki síst vegna andstöðu útvegs- manna. Á fundi LÍU haustið 1983 var þannig samþykkt að veiðum skyldi áfram stjórnað með sama hætti og áður þótt menn gerðu sér grein fyrir að grípa þyrfti til afgerandi ráð- stafana til að stjórna veið- unun. Því skipaði LÍÚ nefnd til að skoða mögulegt kvóta- kerfi en hún náði hins vegar ekki að ljúka störfum áður en Fiskiþing kom saman og sam- þykkti kvótakerfið til reynslu í eitt ár. Að sögn Hjartar var Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ einn helsti forgöngumaður kvótakerfis á þeim fundi. „Ég held að það hafi tveir menn öðrum fremur ráðið úrslitum um að kvóta- kerfið var tekið upp á þessum tíma hér á landi. Annars vegar Kristján Ragnarsson sem hafði kynnt sér kvótakerfið á Ný- fundnalandi og sannfærst um að með því væri hægt að hag- ræða verulega í íslenskum sjávarútvegi. Hins vegar var það Halldór Ásgrímsson sem var nýr sjávarútvegsráðherra á þessum tíma og lagði mikla áherslu á að kvótakerfið yrði samþykkt.“ Gjörbreytt staða Hjörtur segir að með upptöku kvótakerfisins hafi orðið mikil breyting á stöðu Fiskifélags- ins. Félagið sem hafði verið hálf opinber stofnun og ráð- gefandi í flestum málum sem vörðuðu sjávarútveg og hafði meðal annars getið af sér Haf- rannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins varð nánast áhrifalaust og flest verkefni þess færðust yfir til Fiskistofu. Á undanförnum árum hefur félagið beitt sér í vottunarmálum og uppruna- merkingu fyrir íslenskar sjáv- arafurðir en fyrst og fremst á stefnuská félagsins núna eru fræðslumál í sjávarútvegi að sögn Hjartar Gíslasonar. Bókarhöfundarnir Jón Hjaltason og Hjörtur Gíslason. Fiskifélag Íslands var gífurlega öflugt á sínum tíma og stuðlaði að mörgum fram- faramálum sem greint er frá í hundrað ára sögu þess. Hjörtur Gíslason Jón Hjaltason Völuspá útgáfa Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum ndlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Undir straum hvörfum Saga F isk ifélags Íslan d s í h u n d rað ár 1911 – 2011 Hjörtur Gíslason - Jón Hjaltason Saga Fiskifélags Íslands í hundrað ár 1911 – 2011 Undir straumhvörfum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.