Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2011, Qupperneq 50

Ægir - 01.10.2011, Qupperneq 50
50 göngu sunnan við landið veiðast nú líka fyrir norðan land, sem rekja má beint til hlýnandi sjávar. Vogmær er æt en ekki lostæt Gunnar leggur sig ekki eftir því að smakka allt það sem að honum berst úr hafinu en sumt óvenjulegt hefur hann lagt sér til munns við misjafn- ar undirtektir. Í fyrstu fiska- bókinni sinni segir hann til dæmis um vogmey: „Enda þótt hún sé æt er hún ekkert lostæti“. Umsögnin byggðist á eigin reynslu. „Ég var einu sinni á þýsku rannsóknarskipi og skipstjór- inn var sólginn í vogmey og þótti hún herramannsmatur. Þetta er hins vegar alversti fiskur sem ég hef smakkað og tel alveg óætan en fyrst þýskur skipstjóri borðaði vogmey með bestu lyst varð ég að skrá hana æta í fiska- bókina.“ Svartir djöflar í uppáhaldi Óhjákvæmilegt er að lokum að leggja samviskuspurningu fyrir helsta fræðimann þjóðar- innar um fiska við Ísland. Eru einhverjir þeirra í sérstöku uppáhaldi? Ekki stendur á svari. „Ég er hrifnastur af svörtu djöflunum!“ Þegar að er gáð eru í djöfladeild hafsins afskaplega ófríðir fiskar, sem halda sig í myrkri á miklu dýpi. Einn heitir surtur, annar sædjöfull. Gunnar nefnir líka lúsífer, af- ar sérstakan fisk með lýsandi kúlur hangandi utan á sér. Í Íslenskum fiskum er hrygnu af lúsíferkyni lýst þannig: „Hár og stuttvaxinn fiskur, dálítið kúlulaga, minnir mest á gamlan leðurfótbolta sem loft hefur lekið úr.“ Tæpast er tilviljun að lúsífer heitir á ensku Atlantic footballfish. „Djöflafiskar koma upp í hugann af því þeir eru ein- faldlega afar sérkennilegir út- lits en ekki kræsilegir til átu. Ég hef aldrei látið mér detta í hug að smakka þá, enda éta fiskifræðingar yfirleitt ekki hvað sem er úr sjónum.“ Rýnt í furðufisk. Gunnar segist hafa mestar mætur á djöflafiskunum enda séu þeir „afar sérkennilegir útlits en ekki kræsilegir til átu. Ég hef aldrei látið mér detta í hug að smakka þá, enda éta fiskifræðingar yfirleitt ekki hvað sem er úr sjónum.“ V I Ð T A L I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.