Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 26
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR26 JólablaðIð 2012 Guðrún og Halldór eiga tvö börn, Aron Inga 12 ára sem er ættleiddur frá Indlandi og Sól- dísi Eyju sem er 11 ára. Hjónin hafa verið starfandi fósturfor- eldrar um nokkurt skeið og með þeim til Kvarøya fluttu tvö börn á unglingsaldri, strákur sem var í skólanum á staðnum og stúlka sem var búin með grunnskólann og fór að vinna. Hann fann sig ekki og fór aftur til Íslands en stúlkan var áfram í Noregi. Ári eftir að þau fluttu út tóku þau svo að sér tveggja ára stúlku í Noregi sem hefur búið hjá þeim síðan. Vegna ákvæða í fóstursamningi má stúlkan ekki koma fram í fjöl- miðlum og því ekki meira um það mál fjallað hér. Á Kvarøya bjó fjölskyldan í þrjú ár en tók sig svo upp síðasta sumar og búa þau nú í Jessheim, sem er þéttbýliskjarni skammt frá Gar- dermoen flugvelli við Oslo. EINS OG Í HIMMELBLÅ Fjölskyldan bjó uppi á Ásbrú og Guðrún var í skóla, að læra sjúkra- liðann og Halldór var að vinna hjá JRJ í Reykjanesbæ sem málari. Rétt fyrir hrun var farið að renna á þau tvær grímur um stöðu mála á Íslandi og þau sáu ekki fram á að geta framfleytt sér eftir að Guðrún kæmi úr námi. Þau sáu auglýsingu í dagblaði frá lítilli eyju í Norður- Noregi þar sem auglýst var eftir barnafólki og sóttu um tvær stöður þar, Halldór um stöðu framleiðslu- stjóra í fiskvinnslu og Guðrún um stöðu umsjónarmanns með sumar- húsum. Þau fengu jákvætt svar og voru flutt á staðinn í júlí 2009 þar sem þeirra beið nýbyggt einbýlis- hús með öllum húsgögnum. Indre Kvarøy er lítil eyja í Helgel- and i Nordland fylki. Um miðja 20. öldina var eyjan miðstöð siglinga og verslunar fyrir svæðið og með ýmsa starfsemi í þjónustu og iðn- aði. Nú er öldin önnur og íbúafjöldi um 60 og atvinnan snýst að mestu um vinnslu á fiski, þá aðallega laxi og krabba, en ferðaþjónusta er einnig farin að ryðja sér til rúms. Á eyjunni er lítil verslun, veitinga- staður, fjölnota samkomuhús, skóli og leikskóli en alla aðra þjónustu sækir fólk til meginlandsins. — Hvernig var tilfinningin að vera flutt á litla eyju í Noregi fjarri vinum og ættingjum á Íslandi? G: Mjög blendin. Ekki laust við að maður fengi svolítið sjokk yfir að vera fastur á svona lítilli eyju. En það er samt eitthvað sérstakt við þetta umhverfi og manni leið eins og maður hefði fundið jarðteng- inguna. Þarna voru svo mikil ró- legheit og friður. Við erum í mjög góðum tengslum við foreldra mína og því var mjög erfitt í fyrstu að vera komin svo óralangt í burtu frá þeim, að geta t.d. ekki verið til staðar fyrir þau þegar þau myndu eldast. H: Svo var líka ákveðin óvissutil- finning í manni, þrátt fyrir að við værum komin með fastan punkt með atvinnu og húsnæði. Það fylgir alltaf óvissa miklum breytingum í lífinu. G: Þetta er mjög lítið og fábreytilegt samfélag og ekki mikið í boði. Þó kom þarna bar seinna, þar sem við mæðurnar stóðum fyrir ýmsum uppákomum. Svo var líka fullt af afþreyingu, bingó, bíó, og fólkið duglegt að koma saman og búa sér til viðburði. Þetta minnti okkur óneitanlega á stemmninguna í norsku þáttunum „Himmelblå“ sem sýndir voru á RÚV og pabbi hafði einmitt orð á því þegar þau komu fyrst í heimsókn til okkar. — Hvernig voru móttökurnar í samfélaginu? H: Okkur var alveg ágætlega tekið. Við komum náttúrulega þarna inn sem útlendingar og í raun þeir fyrstu sem setjast að þarna, þannig að þetta var mjög nýtt fyrir alla og eins og gerist og gengur voru sumir með varann á sér. En það var ekk- ert út á fólkið að setja og það tók okkur vel. G: En það var samt ekki fyrr en við vorum að flytja í burtu að maður fann hversu mikið fólkið mat okkur, þegar fólk kom og kvaddi okkur með tár í augum. Þá fyrst upplifði maður hversu velkomin við vorum í samfélaginu. — Hvernig gekk að aðlagast þessu nýja samfélagi? G: Okkur gekk bara vel að aðlagast og einnig samfélaginu að aðlagast okkur því við komum líka með ýmsa siði sem voru þeim framandi. Það olli t.d. engum árekstrum þó okkar börn fengju í skóinn frá 13 jólasveinum en hin börnin ekki. Krakkarnir voru mjög sátt og undu sér vel í þessu umhverfi. Í upphafi var tungumálið erfiðast, ekki allir sem töluðu ensku þarna og því oft erfitt að eiga samskipti við fólk, sér- staklega gamla fólkið sem hafði svo mikinn áhuga á að ræða málin við okkur. Þarna voru t.d. gamlir karlar sem höfðu verið á sjó á Íslandi í gamla daga. Maður átti því svolítið í basli fyrst með samskiptin en svo kom þetta smám saman. HARÐFISKURINN SLÓ Í GEGN — Hvers konar vinna var það sem beið ykkar á eyjunni? G: Mitt starf fólst í umsjón með sumarhúsum og bátum á eyjunni en þar sem ferðamannatímabilið var Af þeim fjölda fólks sem hefur flutt af landi brott síðustu ár í leit að betra lífi, hefur stór straumur legið til Noregs. Í þeim hópi eru hjónin Guðrún Eiríksdóttir og Halldór Halldórsson en þau fluttu sumarið 2009 ásamt tveimur börnum sínum og tveimur fósturbörnum frá Reykjanesbæ til Indre Kvarøy í Norður-Noregi. Guðrún er fædd í Keflavík og uppalin í Vogunum. Hún greindist með sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm en þá bjó fjöl- skyldan á Ólafsfirði og varð þess vegna að flytja aftur suður. Hún var byrjuð í sjúkraliðanámi áður en þau fluttu út en er nú í fjarnámi við Háskólann á Bifröst í við- skiptafræði með áherslu á markaðsmál. Halldór er fæddur og uppalinn í Keflavík en Akureyringur að ætt og uppruna. Hann hefur langa reynslu af fiskvinnslu og hefur haft með höndum framleiðslustjórn á Ís- landi og Spáni, og nú síðast í Noregi. ÚR HRUNI Í HIMINBLáMA Frá Atløy. 17. maí. Kvarøy. Aron Ingi, Sóldís Eyja og Ásdís Rós. Fjölskyldan að koma sér fyrir í Jessheim.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.