Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 48
Taktu þátt í spennandi hluta-bréfaleik, þú hefur engu að tapa.....allt að vinna! Mér hreis hugur við til- hugsunina um að fjörið væri að byrja aftur. E r v i r k i l e g a ver ið að æsa upp hungrið í lýðnum? Nema hvað það eru allir vasar tómir þessa dagana og engin lán í boði. Spariféð uppurið og liggur hjá kröfuhöfunum. Fæst ekki aftur gegn veði í hlutabréfum. Gott. Verðtryggðu lánþegarnir bíða spenntir eftir afskriftum. Voru nógu afturhaldssamir til þess að taka ekki áhættu í gengistrygg- ingunni. Slæmt. Langaði bara ekk- ert til þess að taka þátt í þessari vitleysu. Nema í bílalánunum. Svo helvíti hagstæð. Á meðan gengið var kolvitlaust. Í hina áttina. Bíll- inn dæmdur gamall. Þriggja ára. Það var hugur í settinu að minnka við sig. Reyndar aðeins of snemma en hvað um það. Alltaf til í að reyna eitthvað nýtt. Seldum alltof stórt hús og keyptum alltof lítið í staðinn. Milligjöfin hugsan- lega nýtt til þess að greiða niður skuldir. Afbrigði af gamla skól- anum árið 2004. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar í góðærinu og kíkti inn á hlutabréfamarkaðinn. Renndi hýru auga á bankana þrjá og flugbransann enda svifu flugvélar yfir þökum. Fóru alltaf í loftið og komu reglulega heim. Stútfullar af farþegum. Ekki hægt að tapa á svoleiðis bransa. Með fjórar milljónir í vasanum. Hafði aldrei haldið á svoleiðis fúlgu. Nema þegar ég fór með spari- merkjabókina undir hendinni og leysti þau út fyrir fyrstu íbúðinni. Hundrað þúsund kallar þá. Hjartað tók aukaslög í sam-ræðum við Sparibankann. Sölumaðurinn taldi mig veðja á réttu hestana. Veðhlaupið í al- gleymingi. „Þú veðjar á þá sprett- hörðustu,“ sagði hann sallarólegur á meðan hann millifærði hverja milljónina á fætur annarri inn í sölukerfi hlutabréfakerfisins. Ég kom heim sveittur í lófunum og tilkynnti frúnni að ég væri búinn að þessu. Ekki hægt að tapa. Græði miklu meira en sem nemur vöxt- unum af lánunum, sem til stóð að niðurgreiða. Nóttin áhyggjulaus en órói innra með mér. Hvað ef allt fer nú fjandans til. Nei, gröfin stefna öll í eina átt. Upp. Magapínan hófst við fyrsta hanagal. Bréfin lækkuðu á fyrsta degi og sveifluðust næstu daga. Upp og niður. Innyflin tóku sömu dýfur. Fréttir af frábærum uppgjörum „háeffanna“ gerðu ekki annað en að minnka virði þeirra. Andskotinn, ég nenni þessu nú ekki. „Viltu vinsamlega selja þetta allt, strax!“ Betra að uppfæra innbúið og kaupa bíl fyrir afgang- inn. Verðtryggðu lánin halda sér svo vel. Er það ekki? vf.is Fimmtudagurinn 13. desember 2012 • 49. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS FRÉTTAVAKT Í SÍMA 898 2222 ALLAN SÓLARHRINGINN Verðtryggð Viska Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru: OPNUNARTÍMI VERSLANA Laugardagur 15. des. Opið 10:00 - 18:00 Sunnudagur 16. des. Opið 13:00 - 18:00 Mánudagur 17. des. Opið 10:00 - 22:00 Þriðjudagur 18. des. Opið 10:00 - 22:00 Miðvikudagur 19. des. Opið 10:00 - 22:00 Fimmtudagur 20. des. Opið 10:00 - 22:00 Föstudagur 21. des. Opið 10:00 - 22:00 Laugardagur 22. des. Opið 10:00 - 22:00 Sunnudagur 23. des. Opið 10:00 - 23:00 Mánudagur 24. des. Opið 09:00 - 12:00 JÓLASVEINAR SPRELLA UM BÆINN föstudaginn 14. des. kl.15:00 - 17:00, fimmtudaginn 20. des. kl. 15:00 - 17:00, föstudaginn 21. des. kl. 15:00 - 17:00, laugardaginn 22. des. kl. 15:00 - 17:00, sunnudaginn 23. des. kl. 15:00 - 17:00 og 20:00 - 23:00. VERSLUM HEIMA! -HAGUR Í HEIMABYGGÐ Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja leggja gó ðum málum lið með því að afla fjár með sölu á dagatali sem skreytt er myndum af léttklæddum slökkvi- liðsmönnum. Myndirnar eru teknar og unnar af félögum í ljósmynda- klúbbnum Ljósopi í Reykjanesbæ. Þetta er þriðja árið sem slökkviliðs- menn gera dagatal sem selt er til stuðnings góðu málefni. Í ár ætla þeir að styrkja unga stúlku frá Reykjanesbæ, Bryndísi Huldu, sem fæddist þann 26. nóvember síðastliðinn. Bryndís Hulda, sem er dóttir þeirra Söndru Valsdóttur og Garðars Magnússonar, er með mjög alvarlegan hjartagalla sem greindist í 20 vikna sónar og móður hennar var boðið að enda meðgönguna en tók það ekki í mál. Hún fór því út í hjartaaðgerð aðeins tveggja daga gömul. Þessu fylgir mikill kostnaður fyrir fjölskylduna en fyrir eiga hjónin tvö börn. Slökkviliðsmennirnir hafa því ákveðið að styrkja fjölskylduna og hvetja fólk til þess að kaupa dagatal. Einnig er búið að stofna styrktar- reikning fyrir fjölskylduna: kennitala 190386-2879 og reikningurinn er 542-14-402847 hjá Íslandsbanka. Hægt er að kaupa dagatölin í Nettó og Bónus Reykjanesbæ, blómabúðinni Cabo í Reykjanesbæ og hjá Bruna- vörnum Suðurnesja. Léttklæddir á dagatali

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.