Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012 29 JólablaðIð 2012 — En líkt? H: Mataræðið er að mörgu leyti líkt, einnig tungumálið og ýmsir siðir og venjur. Jólin eru t.d. mjög lík þó gamlárskvöldið sé heldur dauflegt miðað við heima. Mér finnst þetta allt mjög keimlíkt enda fellur þú í hópinn úti á götu og enginn sér að þú ert útlend- ingur nema þegar þú ferð að tala íslensku. Fólk ber líka að hluta sömu nöfn og á Íslandi. Allt þetta gerir veru okkar hér mun einfaldari og auðvelt að aðlagast. Manni f innst maður ekkert endilega vera í útlöndum. Þessar þjóðir hafa þróast á svipaðan hátt þar sem uppistaðan hefur verið sjávarútvegur. Því er menning og matarvenjur að mörgu leyti svip- aðar. Stærsti munurinn er eigin- lega þessi hugsunarháttur að eiga líf og njóta þess, ekki að vinna myrkranna á milli. Fyrirtækin hér bera mikla ábyrgð og geta sætt sektum fyrir að fólk vinni of mikla yfirvinnu. Öll vinna er hugsuð út frá sjö og hálfum tíma á dag og frekar bætt við fólki en láta starfs- menn vinna yfirvinnu, þó svo það komi fyrir þegar það eru tarnir. Svo lifum við mjög hratt á Íslandi, allt verður að gerast strax. Þú ferð í húsgagnaverslun og kaupir þér sófa og ætlast til þess að fá hann samdægurs. Hérna bíða menn rólegir vikum saman eftir að fá hlutinn afhentan. — Hvernig horfir ástand mála á Íslandi við ykkur séð héðan frá Noregi? H: Ég fylgist ekki mikið með. Finnst umræðan svo neikvæð og er ekki að velta mér mikið upp úr málunum heima, sértaklega í ljósi þess að ég á ekki möguleika á að flytja til baka að svo stöddu. Menn eru ekki bjartsýnir á að það séu einhverjar lausnir í deiglunni. En auðvitað tekur maður púlsinn á þessu annað slagið með blaðalestri á Netinu. G: Við erum Íslendingar og „heima er best“ stendur einhvers staðar. — Hvað mynduð þið ráðleggja fólki sem stendur frammi fyrir flutningi frá Íslandi til Noregs? G: Facebook síðan „Íslendingar í Noregi“ er orðin mjög öflug og mikið af upplýsingum að fá þar. Allir eru tilbúnir að hjálpa og maður gerir það sjálfur ef maður getur. Svo er fólk oft með fyrir- fram ákveðnar skoðanir þegar það kemur hingað, um landssvæði til dæmis, myrkrið og kuldann fyrir norðan, rigninguna fyrir vestan og að það sé best að vera í suður- hlutanum. En þetta er ekki alveg svona einfalt. Til dæmis eru launin hér á þessu svæði (kringum Osló) bara lægri en víða fyrir norðan og húsnæði miklu dýrara. Byggðirnar fyrir norðan og vestan eru að veita fólki ýmsa styrki til að flytja á staðinn og greiða niður húsnæði. En svo er ekki þar með sagt að þú þurfir að setjast að til frambúðar á þeim stað sem þú byrjar á og því myndi ég ráðleggja fólki að koma hingað meira með opinn hug. H: Svo er best að vera kominn með vinnu áður en fjölskyldan flytur út því það getur tekið tíma. Það er ekkert hlaupið að því að fá vinnu og margir hafa þurft að snúa til baka til Íslands eftir árangurslausa atvinnuleit hér. SPÁNN, NOREGUR EÐA SIGLUFJÖRÐUR — Hvaða augum lítið þið til fram- tíðarinnar? H: Framtíðin er óráðin því enginn veit hvað morgundagurinn hefur í för með sér en að svo stöddu er ekki í sjónmáli að við komumst heim alveg strax. Okkur líður vel í Noregi en okkur leið líka vel á Ólafsfirði og hefði það verið mögu- legt hefði ég helst viljað vera þar áfram, en við gátum það ekki vegna veikinda Guðrúnar. Það tók tvö ár að finna út með lyfjagjöfina og það hefði aldrei gengið upp að sækja þá læknisþjónustu alla leið að norðan. G: Ja, ég er í nú í viðskiptanámi í Háskólanum á Bifröst og ýmis- legt sem kemur upp á borðið sem gæti verið tilefni til að sækja um, sumt hér sunnar í Evrópu. En svo stendur líka til að byggja hótel á Siglufirði. Hver veit nema maður bara sæki um hótelstjórastöðu þar? Maður veit aldrei og best að leyfa góðum hlutum að koma til sín og velja það besta úr. SF • Tekur þú omega fitusýrur, vítamín, steinefni, andoxunarefni, acidophilus og jurtir ? • Tekur þú of mikið eða of lítið ? • Hvaða bætiefni átt þú að velja og hvað virkar fyrir þig ? • Geta bætiefni hjálpað við flestum kvillum ? Gleðilega meltingu um jólin Reykjanesbær Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti D.E.T. verður í Ly�ju Reykjanesbæ að hjálpa viðskiptavinum að velja réttu vítamínin og bætiefnin. Komdu í Lyfju Reykjanesbæ og Inga svarar spurningum þínum, hvernig þú getur haldið meltingunni góðri um jólahátíðina. Föstudaginn 14.desember kl: 14-18 Eigum gleðileg jól. SENDUM BÆJAR- BÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR ������������������������� ������������������� �������������� ���������������� ����������������� ���������� Kvarøy. Grunnskólinn og leikskól- inn stóðu fyrir leiksýningu. Frá Kvarøy. Aron Ingi að stinga sér til sunds, að sanna að hann sé sannur víkingur. Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is ÞARFTU AÐ AUGLýSA?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.