Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 JólablaðIð 2012 háspennulínu til Suðurnesja og þau möstur sem Magnús og félagar hafa verið að hanna ráða vel við þá línu. „Það er mikil og góð framtíð í trefjastyrktu plasti (glertrefjar/koltrefjar/basalttrefjar). Við erum í dag að leita að samstarfsaðilum til að fjármagna framleiðslu frumgerða sem fara í kerfisbundna prófun í Þýskalandi“. Magnús segir mjög rótgróin öfl á þessum markaði sem hafa hag af því að viðhalda óbreyttu ástandi og kæra sig ekki um breyt- ingar. Samningur um hönnunina eina og sér getur numið hundruðum milljóna í stórum verkefnum. „Við höfum því orðið fyrir árásum af hálfu þeirra sem halda um markaðinn og vilja fá að hanna „hefðbundin“ línumöstur í friði. Einn góður kostur við trefjamöstur er að þau ryðga ekki. Mögulega endum við uppi með sömu stöðu á Suðurnesjum og við höfum á Hellisheiði – mikil ryðmyndum í gömlum sem nýjum möstrum – ef einhver jarðvarma- virkjananna sem nú eru á teikniborðinu verða að veruleika. Það er þó erfitt að ráða í það allt saman í dag“. Þessi nýja lausn er samkeppnisfær í verði við hina hefðbundnu lausn þegar allir þættir eru teknir inn í dæmið, í sumum tilvikum meira að segja hagkvæmari, segir Magnús. „Þá eru gæðin miklu meiri. Hér þarf vitaskuld að horfa til langs tíma. Ennfremur, ákveðið lágmarksmagn þarf að vera til staðar eins og eðlilegt er í fjöldaframleiðslu. Það góða við markaðinn með háspennumöstur er að þar er um gríðarlega mikið magn að ræða almennt séð og því auðvelt að ná inn aftur upphafsfjár- festingunni ef rétt er að farið,“ segir Magnús Rannver Rafnsson að endingu. „Þetta snýst um að þróa háspennumöstur sem gerð eru úr trefjastyrktu plasti. Trefja- styrkt plast er að sækja mjög á á mörgum sviðum verkfræðinnar, þetta er eitt þeirra. Það er mikil uppsöfnuð þörf fyrir breytingar þegar kemur að háspennumöstrum,“ segir Magnús í samtali við Víkurfréttir. „Hönnun háspennumastra hefur ekki breyst í grunninn í 80 ár. Hönnun þeirra hefur byggt á sömu aðferðum og Eiffel turnsins, en byggingu hans lauk 1889. Það er leitun að sviði innan verkfræðinnar þar sem breyt- ingar hafa orðið jafn litlar á jafn löngum tíma. Nú er kallað eftir nýjum lausnum á þessu sviði og við ákváðum bara að bregðast við því“. Fyrirtækið Línudans ehf starfar með inn- lendum og erlendum aðilum. Þeir eru m.a. Háskólinn í Reykjavík, Universität Stuttgart, verkfræðistofan Verkís, THG Arkitektar og verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar sem eru sérfræðingar í háspennu. Magnús hefur svo leitt þetta verkefni frá upphafi og sam- ræmt samstarfið. „Við höfum fengið fjöldann allan af styrkjum, m.a. frá Rannís (Tækniþróunarsjóði) auk styrkja í Noregi. Línudans ehf. er fyrst og fremst verkfræðifyrirtæki í vöruþróun. Við höfum séð fyrir okkur að koma upp framleiðslu á Suðurnesjum og þurfum þegar fram í sækir 70-80 stöðugildi m.v. núver- andi áætlanir,“ segir Magnús þegar hann er spurður um hvert hann stefni með Línu- dans ehf. Hann segir markað fyrir háspennu- möstur fyrst og fremst vera erlendis. Nú sé hins vegar umræða hér heima um nýja Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári n Suðurnesjamaðurinn Magnús Rannver Rafnsson: Hannar háspennumöstur úr trefjastyrktu plasti Suðurnesjamaðurinn Magnús Rannver Rafnsson starfar sem lektor við HiST University College í Þrándheimi í Noregi þar sem hann kennir „mechanics“ og hönnun burðarvirkja. Hann hefur einnig undanfarin ár unnið að hönnun og þróun háspennumastra. Sú vinna hefur leitt af sér fyrirtækið Línudans ehf. Mösturin myndu henta fyrir nýja Suðurnesjalínu en nýverið var samþykkt að falla frá því að línan fari í jörð í landi Voga. Endaði uppi á miðju hringtorgi Ökumaður fólksbifreiðar endaði för sína uppi á miðju hring-torgi við Bolafót í Njarðvík á mánudagsmorgun. Ekki er vitað hver ástæðan var fyrir því að bíllinn endaði uppi á hringtorginu en hann stöðvaðist á stóru grjóti skammt frá vörðunni sem þar er. Ekki var hálka á vegum þegar óhappið varð. Dráttarbíll var kallaður á staðinn til að koma bílnum af vettvangi. Ekki urðu nein slys á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.