Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 46
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR46 JólablaðIð 2012 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Þórhallur Guðmundsson verður með einkatíma þriðjudaginn 18. desember. Upplýsingar og tímapantanir í síma 421 3348 Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 12. des. - 19. des. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 14. desember Léttur föstudagur kl. 14:00. Flugfreyjukórinn undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar Allir hjartanlega velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ www.vf.is sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Studíóíbúð í miðbæ Keflavíkur, allur búnaður fylgir. Uppl. í síma 698 7626. ÓSKAST Óska eftir íbúð í Reykjanesbæ/ Sandgerði Við óskum eftir 2-3 herb. íbúð sem væri hugsanlega laus nú þegar eða fljótlega. Við erum hæglát hjón sem eru komin af léttasta skeiði og vantar helst íbúð til langtímaleigu. Uppl. í síma 770 5921. ÝMISLEGT Bryggjubásar - Skemmtilegur markaður í Reykjanesbæ Erum með opið föstud. frá kl. 16 til 20 og vikuna frá 17. des. laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 18. Skemmtileg markaðsstemmn- ing. Básaleiga s. 666-3938. Bílskúrsútsala Verðum með bílskúrsútsölu að Djúpavogi 1, Höfnum, 15. og 16. desember. Gamalt og nýtt og svo er heitt á könnunni. Upplýsingar í síma 847-1499. TIL SÖLU Austin mini '91 árg. Vel með farinn mini til sölu. Verð 450 þús. Uppl. s. 693-2463 Ragnar TAPAÐ/FUNDIÐ Týndur köttur. Grábröndótt læða hvarf frá heimili sínu 13. nóv. í Innri-Njarðvík.Þeir sem hafa séð hana látið vita í síma 821 5618. Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Fisktækniskóla Ís- lands að taka inn nýnemahóp á vorönn. „Eins og staðan er núna stefnir í að við þurfum að setja fólk á biðlista,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri en ein- ungis eru teknir inn um 12 nem- endur í hóp. „Við erum að kanna möguleika á að koma fleirum fyrir, en auk nýnema verður hópur nemenda Fjölbrauta- skólans í kynningarnámi á vorönn. Þá verður hópur nemenda í starfs- þjálfun á vinnustað – tilraunas- kennslu sem hófst haustið 2011 og lýkur nú á vorönn,“ sagði Ólafur. Samningurinn um tilraunakennsl- una kvað á um ýmiskonar þró- unarstarf, kynningu á náminu og samvinnu við aðra fræðsluaðila sem vilja bjóða fram nám í fisk- tækni auk tilraunakennslunnar í Grindavík. „Fisktækni er nýtt námsframboð og í stöðugri þróun en það má segja að þessum tilraunafasa sé nú að ljúka formlega og við búin að slíta barnskónum, enda fékk skólinn formlega viðurkenningu í júlí síð- astliðnum. Nú er vinna hafin með fulltrúum ráðuneytisins að nýjum samningi sem tekur við af þeim gamla og þar með verður starfsemi skólans tryggð til næstu ára. Við reiknum einnig með að taka inn hóp nýnema næsta haust en þá verður áhersla lögð á yngra fólk sem er að ljúka grunnskóla. Við teljum okkur vera með mjög góðan valkost fyrir ungt fólk sem vill fara óhefðbundnar leiðir í námi. Væntanlegir nemendur á vorönn eru á öllum aldri, en flestir eldri en átján ára. Þau sjá sér tækifæri í að ná sér í hagnýta menntun og hafa mikinn áhuga á náminu. Það er mjög ánægjulegt hvað fólk hefur tekið vel við sér og höfum við orðið vör við mikinn áhuga hvort sem það er í grunnmenntun eða á námskeiðum skólans, s.s. veiða- færatækni, vélfræði og skipstjórn smáskipa. Við erum komin til að vera og þjónusta þá sem vilja mennta sig í tengslum við sjávarútveginn og til að koma til móts við óskir og þarfir greinarinnar,“ sagði Ólafur. Góð aðsókn að Fisktækninámi á vorönn 2013 Frá hópefli nemenda Fisktækniskólans 2011. Þreyttur öku- maður út í móa Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynn- ing um undarlegt aksturslag á Reykjanesbraut. Þar hefði verið í gangi eins konar svigakstur á vegkaflanum milli Voga og Grindavíkur. Fylgdi sögunni að ökumaðurinn hefði ekið bifreiðinni út af veginum og eitthvert út í móa. Lögregla hóf þegar að leita bifreiðar og ökumanns og fann hvoru tveggja á vegslóða við Vogana. Ökumaður tjáði lögreglumönnum að hann hefði verið orðinn mjög þreyttur og því farið út af Reykjanesbrautinni til að leggja sig, sem var vitaskuld hið eina rétta í stöðunni. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út vegna harðvítugra nágrannaerja um helgina. Þar áttust við tveir einstaklingar sem búa sitt á hvorri hæðinni. Íbúi á neðri hæð tilkynnti lögreglu að íbúinn á efri hæðinni væri að henda rusli, sígarettustubbum og hundaskít niður í garðinn sinn. Fyrir helgi hefði hann ógnað sér með hafnarboltakylfu. Fáeinum mínútum síðar tilkynnti íbúi efri hæðarinnar lögreglu að íbúi á neðri hæð væri að grýta steinum, mjólkurfernum og matarafgöngum í útidyrahurð og á svalir sínar. Enn barst tilkynning upp úr hádegi nokkru seinna og þá tilkynnti íbúi efri hæðar, að sá á neðri hæðinni hefði verið að ota að sér stórum eldhúshnífi sem hann væri búinn að binda á kústskaft. Hnífamaður- inn tjáði lögreglu að búnaðinn ætlaði hann sem vörn gegn hafnar- boltakylfunni. Lögregla fjarlægði hnífinn og kústskaftið og sagði mönnunum að þeir ættu að leysa ágreininginn friðsamlega, með eða án aðkomu húsfélagsins. Harðvítugar nágrannaerjur Næsta blað kemur út 20. desember

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.