Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 JólablaðIð 2012 Ég hringdi í hana og var mikið niðri fyrir „ég er búin að klúðra þessu, ég féll á IKEA- prófinu og er nokkuð viss um að hann hefur aldrei samband aftur“. „Heyrðu vinkona, róa sig aðeins – farðu bara í gegnum þetta með mér og svo greinum við þetta í sameiningu“. Sko, við fórum í bíltúr og ég segi „ertu til í að kíkja við í IKEA, ég ætla að hlaupa inn og kaupa sprittkerti. Ódýrast að kaupa pakka með svona 50 stykkjum, alltaf að spara jú sí“. Ég var meðvituð um að þetta var í fyrsta skipti sem við fórum þangað saman og því skipti miklu máli að vanda sig. Ef það er ein- hvern tímann verið að prófa mann í þrautseigju, staðfestu og þolinmæði þá er það þarna. Jæja, við komum inn í verslunina og ég geri fyrstu mistökin, tek stóru innkaupakerruna og hann segir „uh, ætlaðir þú ekki bara að kaupa einn pakka af kertum“. Ég fann að ég var komin á fallbraut og svaraði í vörn og svolítið kuldalega „það gæti nú vel verið að ég sæi eitthvað fleira sem mig vantar, er það glæpur eða!!“. Var einungis búin að taka nokkur skref þegar ég „datt‘íða“. Þarna voru glösin sem mig vantaði, mjólk- urflóarinn ómissandi, servíettur á áður óþekktu tilboði, klemmur á poka og pokar sem hægt var að klemma saman, koddinn sem mundi skila mér nýjum og fallegri draumum, pottalepparnir, viskustykkið og svuntan, allt í stíl, lampinn í svefnher- bergið og mottan fyrir framan rúmið. Ég fann hvernig augun hans boruðu sig inn í bakið á mér þar sem hann elti mig þungur á brún en ég skellti mér í afneitun og hélt mínu striki – ég átti þetta svo skilið. Þegar ég kom í kertadeildina til að kaupa spritt- kertin náði ég nýjum hæðum; jólakertin komin......í stað þess að kaupa 50 kerti var ég komin með 170 stykki í öllum stærðum og gerðum enda eina vitið að kaupa þetta í svona magnpakkningum. Ég var á þessum tímapunkti í vandræðum með að ýta kerr- unni á undan mér - andardrátturinn fyrir aftan mig varð hærri og þyngri og augun við það að bora gat á herðablöðin. OK þetta var orðið gott, nú var bara að loka augunum og labba eftir minni að kössunum til að borga. En IKEA er nú einu sinni hannað þannig að þar er ekki hægt að labba eftir minni – þetta er eins og völundarhús og verið hægðarleikur að nota húsnæðið við upptökur á kvikmynd- inni Shining. Ég neyddist því til að hafa augun hálf-opin en við áttum EFTIR að labba í gegnum „jóladeildina“. HVAÐA snillingur skipulagði þetta – að labba í gegnum jóladeildina svona rétt í lokin, er svipað og þegar labbað er með börnin í gegnum nammideildina í stórmörkuðum rétt áður en komið er að kössunum. AUÐ- VITAÐ missti ég mig þar líka og í öllum látunum tókst mér að reka grenigrein í augað HANS og þegar ég ætlaði að sýna vinarhót og klappa honum á kinnina tókst mér að skilja þar eftir væna glimmerk- lessu. Þetta kallaði á hláturskast á versta tíma – svona geðshræringar hláturskast þar sem ég hló og táraðist og benti á kinn- ina á honum á sama tíma. Hann horfði á mig furðu lostinn og ég fann að hann hugsaði: hver er þessi kona?? Við komumst með erfiðismunum að köss- unum og biðin reyndi á þolinmæðina. Ég stóð sjálfa mig að því að réttlæta allt sem ég var með í körfunni og lét eins og ég tæki ekki eftir ískyggilega þungum andardrætt- inum, eldrauða auganu sem var að byrja að bólgna og svarta skýjastróknum fyrir aftan mig – hann var orðinn samviskan mín holdi klædd. Við tróðum dótinu inn í bílinn og hann keyrði mig heim – bárum inn draslið og svo sagðist hann þurfa að drífa sig. Ég ákvað að brjóta ísinn, horfði í óskaddaða augað hans á sama tíma og ég brosti blítt og sagði: þú veist hvað þeir segja – jólin byrja í IKEA! Miðað við hvernig hann spólaði í burtu er eitthvað sem segir mér að það sé ekki von á honum aftur í bráð! Vinkonan hafði hlustað án þess að grípa inn í en sagði svo; Anna Lóa, það er nokkuð ljóst, þú ERT fallin! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér – http://www. facebook.com/Hamingjuhornid Fallin!! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa Var einungis búin að taka nokkur skref þegar ég „datt‘íða“ H F IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 421 4700 - FAX 421 3320 Sendum Suðurnesja- mönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu Lísa Einars með tónleika í Keflavíkur- kirkju Söngkonan Lísa Einars verður með jólatónleika í Keflavíkur- kirkju þann 18. desember næst- komandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún heldur slíka tónleika en þess má geta að tónleikadagur- inn er jafnframt afmælisdagur hennar. Á boðstólum verða jólalög sem hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Lísu í gegnum tíðina og spannar dagskráin allt frá vinsælum dægur- lögum til hátíðlegra kirkjusálma. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og verður miðaverði stillt í algjört hóf, ein- ungis 1500 krónur. Lilja Þorsteinsdóttir, Háseylu 32 í Njarðvík hlaut Icelandair ferðavinning til Evrópu í fyrsta úr- drætti í Jólalukku Víkurfrétta. Dregið var úr Jóla- lukkumiðum sem skilað var í verslunum Nettó og Kaskó. Annar úrdráttur verður næsta laugardag. Tveir aðrir glæsilegir vinningar í þessum fyrsta úr- drætti af þremur kom í hlut þeirra Jolanta Zdancewicz Sóltúni 18 Keflavík og Agnieszka Dabrowska, Bjarkar- dal 28. Þær fengu hvor um sig 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík. Sextán verslanir og fyrirtæki í Reykjanesbæ eru þátt- takendur í Jólalukku VF. Þeir sem versla fyrir 5000 kr. eða meira hjá eftirtöldum aðilum fá skafmiða sem getur innihaldið vinning en 5200 vinningar eru í Jóla- lukkunni í ár. Þessir aðilar eru með í jólalukku VF í ár: Nettó, Kaskó, Kóda, K-sport, Gallerí Keflavík, Georg V. Hannah, Skóbúðin, Lyfja, Efnalaugin Vík, Eymunds- son, Lyf og heilsa, Krummaskuð, Omnis, SI verslun, Heilsuform og Bílahótel. Lilja vann Icelandair ferðavinn- ing í fyrsta úrdrætti Jólalukku VF Auglýsingasíminn er 421 0001 Kiwanisklúbburinn Keilir er með sína árlegu jólatréssölu í Húsasmiðjunni og Blómavali eins og undan-farin ár og bjóða glæsilegt úrval af lifandi trjám. Auk trjáa eru í boði leiðiskrossar og skreyttar greinar. Jólatréssalan hefur verið ein stærsta fjáröflun þeirra Kiwanismanna en allur ágóði rennur til líknarmála. Það er opið alla daga til jóla til kl. 21. Á myndinni eru Kiwaniskapparnir Guðni Pálsson og Bragi Eyjólfsson. Kiwanismenn selja jólatré

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.