Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 36
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR36 JólablaðIð 2012JólablaðIð 2012 Víkurfréttir tóku ferðaþjónustubóndann og varaþing- manninn Birgi tali og spurðum hann af kynnum hans af dr. Thurber. „Ég kynntist Thurber þegar ég var í framhaldsnámi í alþjóðasamskiptum í Washington D.C. í Bandaríkj- unum. Thurber er fyrrum kennari minn við Amer- ican University. Hann er einn helsti sérfræðingurinn í Bandaríkjunum í forsetaembættinu, forsetakosningum og kosningabaráttu vestra. Thurber er sérlega skemmti- legur fyrirlesari, viskubrunnur og mikill húmoristi. Hann hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir kennslu. Ég hef sjaldan setið jafn áhugaverða fyrirlestra og hjá Thurber,“ segir Birgir. „Eftir að ég lauk náminu hefur haldist ágæt vinátta milli okkar. Þau hjónin eru miklir Íslandsvinir og afar hrifin af Vatnsleysuströndinni. Vilja helst hvergi annars staðar vera. Thurber er einnig áhugasamur um íslensk stjórnmál. Fyrir tveimur árum flutti ég þingsályktunartillögu á Alþingi um fríverslun við Bandaríkin. Thurber kom þar við sögu, þegar ég vann að undirbúningi tillögunnar. Hann útvegaði mér fundi í Washington með skömmum fyrirvara. Með öldungadeildarþingmanni og háttsettum embættis- mönnum, sem höfðu með málið að gera en Thurber er virtur innan Bandaríkjaþings. Ég fann fyrir miklum áhuga vestra fyrir auknum samskiptum ríkjanna. Frí- verslunarsamningur yrði mikil lyftistöng fyrir Ísland. Stjórnvöld hér heima eru hins vegar ekki áhugasöm um málið og er það miður. Það er ánægjulegt að Ísland eigi svona áhrifamikinn bandamann í Washington. Við þurfum á því að halda,“ segir Birgir. Birgir og Anna Rut reka ferðaþjónustu að Minna- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Þar eru þau með 12 gistirými og bjóða m.a. upp á íbúð sem flokkuð er sem lúxus-gisting. Einnig eru þau með sumarhús á svæðinu þar sem boðið er upp á gistingu. Þau fengu fyrir skömmu viðurkenningu frá TripAdvi- sor og einnig Smarter Travel Media LLC. Birgir segir það góðan árangur miðað við að hafa ein- ungis verið með starfsemi í 2 ár en gistiaðstaðan þeirra er fyrsta ferðaþjónustan á Vatnsleysuströnd. „Við erum í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda og síðan með markaðssetningu á netinu. Á veturna koma margir til að sjá norðurljósin og er það toppurinn að slaka á í heita pottinum og horfa á norðurljósin. Það má segja að við njótum góðs af því að vera í sveitakyrrð við sjóinn en stutt er til Reykjavíkur, í Bláa lónið og á flugvöllinn,“ segir Birgir að endingu. Heimasíða gistingarinnar á Vatnsleysuströnd er: www. oceanfronticeland.is n Helsti sérfræðingur heims í bandarískum kosningum: Dáir Vatnsleysuströndina Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuð- borginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Thurber flutti nýverið fyrirlestur í Háskóla Íslands og spáði þar Obama réttilega sigri. Thurber er mikill Íslands- vinur. Hann hefur áður komið til landsins og flutt fyrir- lestra um bandarísk stjórnmál og kosningar. Fáir vita hins vegar að Thurber dvelur ávallt á Vatns- leysuströnd þegar hann er á Íslandi. Nánar tiltekið að Minna-Knarrarnesi þar sem hjónin Birgir Þórarins- son og Anna Rut Sverrisdóttir reka ferðaþjónustu. „Við erum í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda og síðan með mark- aðssetningu á netinu. Á veturna koma margir til að sjá norðurljósin og er það toppurinn að slaka á í heita pottinum og horfa á norður- ljósin. Það má segja að við njótum góðs af því að vera í sveitakyrrð við sjóinn en stutt er til Reykjavíkur, í Bláa lónið og á flugvöllinn.“ Birgir Þórarinsson og Dr. James A. Thurber í sveitinni við Minna-Knarrarnes.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.