Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 38
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR38 JólablaðIð 2012 n Óli Haukur Mýrdal fór ásamt Garðari bróður sínum á framandi slóðir í OMO dalnum í Eþíópíu: Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari úr Keflavík segir það hafa blundað í sér lengi að fara á framandi slóðir til að taka ljósmyndir. Árið 2009 fór hann í hálfgert bakpokaferðalag um Indland og var þar á ferðalagi í 10 daga þar sem hann fór m.a. til heilögu borgarinnar Varanasi og myndaði þar heilagt fólk og umhverfi þess. Eftir Indlandsferðina vaknaði áhugi á að fara í ferðalag til Eþíópíu og heimsækja ættbálka í OMO dalnum. Það verkefni varð að veruleika nú í október sl. þegar Óli Haukur fór ásamt Garðari bróður sínum í 14 daga ferðalag til Eþíópíu. Það varð þrautinni þyngri að komast inn í landið því strax á flugvellinum í Eþíópíu var ferð þeirra stöðvuð þar sem þeir höfðu ekki rétta vegabréfsáritun inn í landið. Bræðurnir urðu því að fara til baka til London til að fá rétta áritun í sendiráði Eþíópíu þar. Þeir bræður fóru með mikið af búnaði með sér til Eþíópíu. Stór stúdíóljós og rafhlöður fylltu margar töskur. Við komuna til Eþí- ópíu öðru sinni var þegar haldið af stað með leiðsögumanni í átt að OMO dalnum en ferðin þangað tekur tvo sólarhringa og var sofið í bílnum á leiðinni. HeImsóTTU FjóRa æTTbálKa Óli Haukur myndaði fjóra ættbálka í ferð- inni. Hann segir að alls staðar þar sem þeir hafi komið hafi þeir fengið góðar móttökur. Sumir ættbálkar eru eftirsótt- ari en aðrir og þekkja orðið inn á forvitni vestrænna ferðamanna. Þá eru þeir ætt- bálkar sem Óli Haukur myndaði að hverfa og má búast við að eftir 10 ár verði lífið á svæðinu allt annað. Verið er að hrekja ættbálkana í burtu af landi sínu. Það á að koma upp sykurverksmiðjum með við- eigandi sykurræktun. Þá á einnig að stífla fljótið á svæðinu og virkja það. Óli Haukur segir að hann hafi mikið langað til að hitta þetta fólk og vera með því í ákveðinn tíma. Þann tíma sem þeir bræður voru á meðal ættbálkanna hafi þeir hjálpað til við dagleg störf, enda þýði lítið að ætla að setja sig á háan hest og best að gera allt á jafningjagrundvelli. Hann segir að það skipti máli að sýna þessu fólki virðingu og með því fáist það margfalt til baka. Að vera drullugur og hjálpa til skilaði rosalega miklu, segir Óli Haukur. sVáFU meÐ INNFæDDUm Bræðurnir tóku með sér lítið kúlutjald til að gista í. Það var ekki að virka vel, þannig að þeir sváfu annað hvort undir berum himni eða inni á gólfi í strákofunum. Óli Haukur hlær þegar hann er spurður hvernig það hafi gengið og svaraði því að eftir eina Ibúfen að morgni hafi skrokkurinn verið kominn í lag. Þeir tóku með sér nóg af vatni og borð- uðu túnfisk úr dós og gamalt brauð. Þeir smökkuðu einnig á mat innfæddra, sem byggist mikið upp á geitakjöti og grænmeti. Það er hins vegar alltaf hætta á matareitrun fyrir viðkvæma maga Vesturlandabúa. HVeR æTTbálKUR meÐ sÍNa sÉRsTÖÐU Óli Haukur segir að myndatökurnar hafi gengið vel. Fólkið á myndunum er eins og það er í sínu daglega amstri og enginn hafi verið klæddur upp sérstaklega fyrir myndatökuna. Á meðal þessara ættbálka tíðkast mikil líkamsmálning og að nota litaða leðju í hárið. Þannig skapi þeir sér einkenni og þannig megi þekkja ættbálk- ana í sundur. Ættbálkarnir fjórir sem þeir bræður heimsóttu eru Arbore-, Hamer-, Karo- og Mursi-ættbálkarnir. Hver hefur sinn stíl en Karo-ættbálkurinn er ættbálkur stríðsmanna. Arbore er þekktur fyrir mikla líkamsmálningu á meðan Hamer-fólkið setur rauða leðju í hár sitt. Þá er Mursi-ætt- bálkurinn þekkur fyrir líkamsgötun og að konur í ættbálknum setja risastóra diska í neðri vörina. Þetta var gert til að fæla aðra frá og ættbálkurinn gerði í því að gera konur sínar ljótar svo þeim væri ekki rænt. Hjá Hamer-ættbálknum er síðan mikil manndómsvígsla sem er nautastökk. Karl- menn sem eru að komast til manns þurfa að geta stokkið yfir 6 nautgripi. Geti þeir það mega þeir giftast en að öðrum kosti eru þeir útskúfaðir úr samfélaginu. Á meðan á manndómsvígslunni stendur láta stúlkur og konur úr fjölskyldunni hýða sig með svipuhöggum á bak. Óli Haukur sagði þá athöfn hafa tekið á og víða megi sjá ljót ör á konum eftir þá athöfn. Myndirnar úr ferð þeirra bræðra voru settar upp á ljósmyndasýningu á Nauthóli í Reykjavík. Óli Haukur segir að nú standi til að gefa þær út í vandaðri bók. Óli Haukur er þegar farinn að huga að næsta verkefni. Hann langar nú að fara til Papua New Guinea. Hann sé þegar farinn að safna fyrir þeirri ferð, enda um dýrt ferðalag að ræða á slóðir þar sem engin ferðamennska sé stunduð. Myndar deyjandi menningu Bræðurnir Óli Haukur og Garðar fluttu með sér mikið af búnaði í OMO dalinn. Hér er Óli Haukur við jeppann þegar komið var til Hamer-ættbálksins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.