Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 28
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR28 JólablaðIð 2012 G: Fólkið á þessari eyju var mjög opið og tók okkur mjög fagnandi, vildu gera allt til að hafa okkur. Það var bankað upp á hjá okkur með blóm og mér var boðið að koma út í berjamó og einn hópur bauð mér m.a. að koma og dansa Zumba. H: En samt fann maður að það var eitthvað undirliggjandi sem við festum ekki hönd á, eins og fólkið vissi meira en það léti uppi og við fengum á tilfinninguna að ekki væri allt með felldu hjá þessum vinnu- veitanda mínum. Það kom svo fljótt í ljós. Það er í raun bara ljót saga og eiginlega andstæðan við reynslu okkar af Kvaroya. Okkur leið ekki vel þarna. Það stóðst ekkert af því sem okkur hafði verið lofað af hálfu eigandans hvað laun og húsnæði varðaði og framkoma hans gagnvart starfsfólki sínu var fyrir neðan allar hellur. Ég var yfirmaður yfir tæp- lega 20 manna hópi frá Litháen sem eigandi vinnslunnar hafði flutt inn til Noregs. Þeir voru á lúsarlaunum og algjörlega á valdi vinnuveitand- ans, voru látnir vinna myrkranna á milli sex daga vikunnar og fyrst þeir vildu nota laugardagana til að versla urðu þeir að gjöra svo vel og vinna á sunnudögum í staðinn. Fyrir þetta voru þeir að fá tæpar 9 þúsund krónur á mánuði. Þarna var til dæmis einn ungur maður sem átti að fara í sumarfrí tveim vikum eftir að ég byrjaði en svo kom eigandinn og tilkynnti honum að hann fengi ekki að fara í frí, gæti bara tekið sitt sumarfrí í janúar. Þetta var bara ljótt í alla staði og illa farið með þetta fólk. Þarna er í raun búið að koma málum þannig fyrir að fólkið er látið afsala sér öllum réttindum við undirskrift samn- ings. Mér leið ekki vel í þessari að- stöðu sem yfirmaður þessa fólks og vildi alls ekki taka þátt í þessu. Þá vildi svo vel til að ég fékk tækifæri á að fara í atvinnuviðtal hjá fyrir- tæki sem heitir Eureka og er með aðsetur í Sørumsand, rétt austan við Osló. Þetta fyrirtæki hannar og smíðar slökkvibúnað fyrir olíu- iðnaðinn í Noregi. Ég fékk það starf bara strax og við vorum svo heppin að fá strax íbúð í Jessheim og vorum flutt hingað í ágústbyrjun. SVEKKT ÚT Í ÍSLENSKA KERFIÐ Aðspurð um hvort þau hafi aldrei verið í vafa um þessa ákvörðun að flytja frá Íslandi svara þau bæði neitandi. En um leið eru þau mjög sár og svekkt yfir að hafa neyðst til að taka þessa ákvörðun, að þetta bankahrun sem þau höfðu ekkert með að gera, hafi splundrað þeim frá vinum og ættingjum á Íslandi. G: Mér þykir slæmt að vera svona langt í burtu frá móður minni og föður og einnig hvað börnin varðar, því við vorum og erum í raun mjög háð þeim og þau okkur. Maður er náttúrulega með þá ábyrgð að koma börnunum á legg og þennan síðasta vetur á Íslandi stóð ég stundum frammi fyrir því að velja á milli þess að kaupa lyfin mín svo ég gæti lifað eða mat handa börn- unum svo þau gætu lifað. Og þá var ekki annað en að leita sér aðstoðar hjá foreldrum sínum. Það er ekki hægt að búa við svona aðstæður. H: Það er mjög leitt að vera settur í þá stöðu að þurfa að sækja lifibrauð til annars lands til þess eins að geta staðið undir skuldbindingum sínum. En ég sé ekkert eftir að hafa yfirgefið landið því auðvitað hefur maður fengið helling í staðinn. G: Svo veit maður ekki hvort það verður afturkvæmt en ekki annað að gera en að halda í þá von þó erfitt sé að sjá þann möguleika eins og staðan er í dag. ÓLÍKUR HUGSUNARHÁTTUR FRÆNDÞJÓÐA — Hvað er að ykkar mati ólíkt með Íslandi og Noregi? H: Hugsunarhátturinn er öðru- vísi. Norðmenn eru nægjusamari, lifa fjölskylduvænna lífi með styttri vinnudegi, fara sér hægt við ákvarðanir – hugsa áður en þeir framkvæma. En að öðru leyti erum við ekki svo ólík. Sumir segja að við séum ekki frændur heldur bræður. G: Munurinn er uppeldislegur. Heima trúum við alltaf að hlut- irnir reddist og við förum bara í bankann og tökum lán, þó það hafi kannski aðeins breyst síðustu ár. Hérna er fólkið alið upp við það að þú ert ekki að fara að kaupa neitt nema safna fyrir því. Heima höfum við nóg af heitu vatni en hér þarf að spara það. Maður notaði rafmagn án þess að spá í það en hér slekkur maður á eftir sér. Kvarøy. Hall- dór heldur hér á Brun Krabbe sem er herra- mannsmatur. Súpa í boði 6. bekkinga í Jessheim. Frá Kvarøy þegar amma og afi komu í heimsókn. Frá þjóðhátíðardegi Norð- manna, þann 17. maí, í Kvarøy.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.