Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 JólablaðIð 2012 PÁLL KETILSSONvf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamenn: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Er NorEgur málið? Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum flutt til Noregs í ljósi atvinnuástands hér á landi eftir bankahrun. Þar á meðal eru margir Suður- nesjamenn. Í fjölbreyttu og stóru jólablaði Vík- urfrétta er að finna viðtöl við Suðurnesjamenn sem hafa flutt til frændfólks okkar í Noregi. Sögur okkar fólks, sem eru annars vegar hjónin Guðrún Eiríksdóttir og Halldór Halldórsson, og hins vegar íþróttakappinn Gestur Gylfason, eru athyglisverðar svo um munar. Hjónin hafa síðan 2009 búið á þremur stöðum, þar af á tveimur fámennum eyjum í Noregi. Á annarri eyjunni leið þeim mjög vel en á hinni lentu þau í óskemmtilegri reynslu sem þau lýsa í viðtalinu: „Okkur leið ekki vel þarna. Það stóðst ekkert af því sem okkur hafði verið lofað af hálfu eigandans hvað laun og húsnæði varðaði og framkoma hans gagn- vart starfsfólki sínu var fyrir neðan allar hellur. Þetta var bara ljótt í alla staði og illa farið með þetta fólk.“ Keflvíkingurinn Gestur Gylfason, smiður, lék lengi knatt- spyrnu í efstu deild með Keflavík en einnig með Njarðvík í neðri deildum. Hann er mjög sáttur í Noregi, þjálfar kvennalið í smábæ sem hann býr í og leikur einnig sjálfur knattspyrnu þó hann sé kominn á fimmtugsaldur. „Ég myndi segja að yfirhöfuð væru Norðmennirnir mun ánægðari en við Íslendingar. Hér upplifi ég allt annað viðhorf gagnvart lífinu og allir eru mjög hressir. Ef maður nennir að vinna og leggja hart að sér þá taka Norðmenn vel á móti manni, við erum varla útlendingar í þeirra augum. Fólk hefur það gott hér en stundum blöskar manni þó verðlagið hér í Noregi.“ Það er einnig ótrúlegt að sjá magnaðar ljósmyndir Óla Hauks Mýrdal, ljósmyndara úr Keflavík en hann tók ljósmyndagræjurnar með í ferðalag til Eþíópíu og heimsótti, ásamt Garðari bróður sínum, ætt- bálka í OMO dalnum. Óli lýsir frábærum móttökum sem hann fékk í þessu sérstaka landi en verið er að hrekja ættbálkana í burtu af landi sínu. Það er því óhætt að segja að Suðurnesjamenn séu að láta til sín taka um allan heim en einnig hér heima. Það er alltaf úr nógu að moða fyrir okkur á Víkurf- réttum en það gerist einnig með góðri tengingu við íbúa svæðisins sem eru duglegir að láta okkur vita af áhugaverðu efni og skemmtilegu fólki. Nýjar áherslur í gruNNskóla Ný aðalnámskrá Ný aðalnámskrá hefur verið gefin út og á að vera komin að fullu í framkvæmd 2015. Meginmarkmið nýrrar námskrár er að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkja hæfni einstaklinga til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafn- réttis- og lýðræðissamfélagi. Hlutverk grunnskólanna er að mennta nemendur sína fyrir nútíð og framtíð. Enginn veit hver fram- tíðin verður. Þó má leiða líkum að því að tæknin verður stór hluti af henni. Þáttur tækninnar er nú þegar farin að hafa töluverð áhrif á daglegt líf fólks, þar á meðal menntakerfið. Til að mynda er nú talað um nýja tegund læsis, stafrænt læsi, sem vísar til þeirrar kunnáttu sem fólk þarf að tileinka sér til þess að geta notað tölvu- og nettækni til samskipta og efnissköpunar. Tölvur og stafræn samskiptatækni eru víða ómissandi þáttur í daglegu lífi fólks og þykja sjálfsögð verkfæri í skólastarfi. Nemendur okkar eiga að öðlast hæfni til þess að afla sér upplýsinga, meta, gagnrýna og vinna úr þeim á skapandi hátt. Starfsfólk Heiðarskóla er að vinna að innleiðingu nýrrar námskrár og í því sambandi hefur það sótt marga fyrirlestra um áhersluatriði námskrárinnar. Á dögunum fór hópurinn til Akureyrar að kynna sér útfærslu kennara Giljaskóla á nýrri nálgun á námsmati og hlusta á fyrirlestur í Háskólanum á Akur- eyri um lestur, sem bar heitið „Lestrarhestamennska, skyldu- íþrótt skólabarna“. Ný nálgun á námsmat Í aðalnámskrá segir að í náms- mati grunnskóla skuli leggja mat á hæfni nemenda innan hvers náms- sviðs og einnig lykilhæfni sem er sameiginleg öllum námssviðum. Lykilhæfni byggir á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunn- skólalaga. Hæfni eins og ábyrgð, dugnaður, seigla, samskipti og tjáning verða þungamiðjan í náms- matinu og þannig er hægt að fagna árangri út frá hverjum nemanda fyrir sig. Þrautseigja og dugnaður er eitt það mikilvægasta sem ein- staklingur getur tileinkað sér, án þessara tveggja hæfniþátta er hætt við því að nemandinn missi tökin á sínu námi. Spjaldtölvur í skólastarfi Stærðfræðikennarar og náttúru- fræðikennarinn á unglingastigi í Heiðarskóla hafa fengið iPad tölvur til að nýta í sinni kennslu. Með til- komu spjaldtölva í kennslu fá kenn- arar tækifæri til að nýta tæknina, sem nemendur alast upp með og þekkja. Þá geta kennarar sett efnið fram á áhugaverðan hátt og skapað fjölbreytni í kennslu og vinnu nem- enda. Allar innlagnir kennarans er hægt að vista og því möguleiki á að kalla þær fram til upprifjunar eða til að bæta við þær. Fyrsta skrefið var tekið á síðasta skólaári þegar tveir stærðfræðikennarar komu með sína eigin iPada til að nota í kennslu. Tækið reyndist góð við- bót við þá aðferðafræði sem stærð- fræðikennarar Heiðarskóla hafa stuðst við undanfarin ár; að vinna með hugtök í gegnum leiðarbók, hugtakakort og úrlausnir verkefna. Kennarar hafa nýtt sér Mentor til að koma leiðarbókarfærslum til nemenda, sem voru ekki við- staddir í tímanum. Þetta er ein útfærsla að „speglaðri kennslu“, þar sem nemendur fá innlögnina heima og vinnan fer fram í skól- anum. Möguleikar til að búa til sín eigin kennslumyndbönd með iPad og þannig nýta þessa hug- myndafræði er svo sannarlega til staðar. En það þarf að stíga rólega til jarðar í þessum efnum og útfæra þetta þannig að þetta verði öllum nemendum til góða. Mikið er til af smáforritum sem nýtast í kennslu og gera kennsluna áhugaverðari og myndrænni. Sköpun Sköpun er veigamikill þáttur í öllu námi. Hún byggir á gagnrýnni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika. Vinnubrögð í listsköpun einkennast gjarnan af sköpunargleði, frumkvæði og frumleika og mikilvægt er að nem- endur fái sem oftast tækifæri til að vinna slíka vinnu. Nú á haustönn- inni voru menningarstundir og þemadagar í Heiðarskóla, þar sem mikil sköpunargleði ríkti og nem- endur skiluðu frábærri vinnu. Ánægja af lestri Það er margsannað að sterkt samband er á milli bóklesturs og árangurs í lesskilningi og námi. Ánægja af því að lesa bók hefur sterkustu tengslin við lesskilning. Rannsóknir sýna að börn sem lesa bækur daglega eru að jafnaði einu og hálfu skólaári á undan þeim, í lesskilningi, sem ekki lesa daglega. Stjórn á eigin árangri og ánægja af bóklestri er lykillinn að góðum námsárangri í íslensku hjá báðum kynjum. Jákvæð umræða um skólastarf Við berum öll ábyrgð á menntun nemenda okkar. Skólinn, foreldr- arnir, nemandinn sjálfur og sam- félagið. Það hlýtur því að vera sam- félagsleg skylda okkar allra að skapa jákvæða umræðu um skólastarf og hlúa að því eins og kostur er. Að hvetja börnin okkar til að setja sér markmið, vera dugleg, leggja sig fram og gera alltaf sitt besta, er farsælasta veganesti sem við getum veitt börnunum okkar. Hrósum fyrir dugnað og þrautseigju en ekki fyrir greind, það eykur líkurnar á því að barnið verði leitandi í sínu námi og vilji takast á við erfið og krefjandi verkefni. Mesti árangurinn byggist ekki á því að mistakast aldrei, heldur á því að gefast aldrei upp. Nelson Mandela Haraldur Axel Einarsson, Ragnheiður Guðný Ragnars- dóttir, Sóley Halla Þórhalls- dóttir og Gunnar Þór Jónsson, skólastjórnendur Heiðarskóla. stærðfræðikennarar og náttúrufræðikennarinn á unglingastigi í heiðarskóla hafa fengið iPad tölvur til að nýta í sinni kennslu. með tilkomu spjaldtölva í kennslu fá kennarar tækifæri til að nýta tæknina, sem nemendur alast upp með og þekkja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.