Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 40
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR40 JólablaðIð 2012 Ytri-Njarðvíkurkirkja Jólaball 16. desember kl.11:00. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn sem á heima í fjallinu Keili mætir í kirkjuna. Hann gefur öllum börnum eitthvað gott til að hafa með sér heim. Aðventusamkoma 16. desember kl.17:00. Magni Ásgeirsson söngvari syngur nokkur lög af nýrri plötu í bland við jóla- og aðventulög. Börn frá Leikskólanum Hjallatúni sýna helgileik. Eldey, kór eldri borgara, syngur nokkur lög sem og Vox Felix kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja en stjórnandi þeirra er Arnór Vilbergsson. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Sjá nánar á njardvikurkirkja.is Sendum íbúum Sandgerðis bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár SENDUM BÆJARBÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Sæmundur Hinriksson, Eðalrein M. Sæmundsdóttir, Hafliði R. Jónsson, Kristín A. Sæmundsdóttir, Gunnar V. Ómarsson, Lilja D. Sæmundsdóttir, Davíð Heimisson, Íris D. Sæmundsdóttir, Vignir Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auður Jóna Árnadóttir, Framnesvegi 20, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar sunnudaginn 9. desember á krabbameinslækningadeild 11E á LSH. Jarðarförin fer fram mánudaginn 17. desember kl.13:00 í Keflavíkurkirkju. Einn af stórleikjum ársins í körfunni fer fram í kvöld þegar Keflavík mætir grönnum sínum í Njarðvík í Dominos- deild karla í körfuknattleik. Leikið er á heimavelli Keflvík- inga, Toyotahöllinni, og má búast við hörkuleik. Keflavík er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Njarðvík í 10. sæti með sex stig. Um er að ræða síðasta deildar- leik liðanna fyrir jól og því munu liðin væntanlega leggja allt undir í kvöld. Víkurfréttir ræddi við þá Val Orra Valsson hjá Keflavík og Elvar Má Friðriks- son hjá Njarðvík fyrir leikinn. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Leikir á móti Njarðvík eru skemmtilegustu leikir tímabilsins ásamt kannski bikarúrslitaleik,“ segir Valur Orri. „Ég þekki vel til hjá Njarðvík og var í tvö ár hjá félaginu. Ég n Grannaslagur í Toyotahöllinni í kvöld – Síðasti deildarleikur fyrir jól: Verða jólin blá eða græn? þekki vel þessa stráka og á marga góða vini í Njarðvíkurliðinu.“ „Við byrjuðum tímabilið fullrólega en það gleymist kannski oft að við byrjuðum tímabilið á móti þremur mjög sterkum liðum. Við unnum svo fimm leiki í röð sem var mjög mikilvægt til að komast aftur í toppbaráttuna. Því miður áttum við hörmulegan leik gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð og töpuðum stórt sem var slæmt. Vonandi kveikir það í okkur fyrir leikinn gegn Njarðvík.“ Valur segir að það komi ekki til greina að tapa fyrir grönnum sínum á heimavelli. „Það getur auðvitað allt gerst en við eigum ekki að tapa leik á heimavelli. Þar eigum við að vera óstöðvandi. Stuðningsmennirnir yrðu ekki sáttir ef við myndum tapa fyrir Njarðvík á heimavelli þannig að við látum það ekki gerast. Ef við vinnum þennan leik þá getum við farið í jólafrí frá deildinni í góðri stöðu.“ Til í að skora minna ef Njarðvík vinnur „Þetta er stærsti leikur tímabilsins. Við leggjum allt undir í þessum leik og verðum eiginlega að vinna,“ segir Elvar Már Friðriksson leik- maður Njarðvíkur. Elvar hefur leikið vel fyrir Njarðvík í vetur og er stigahæsti leikmaður liðsins með 18,3 stig að meðaltali. Njarð- víkurliðinu hefur hins vegar ekki gengið vel og er í botnbaráttunni. „Gengi liðsins hefur verið dapurt. Það eru margir leikir sem hafa verið að tapast á síðustu mínút- unum. Við erum að klúðra leikjum á lokametrunum sem er áhyggjuefni. Við eigum mikið inni og ætlum að leggja allt í sölurnar á móti Keflavík. Það eru ekki nema tvö stig í 7. sætið og þurfum við því nauðsynlega á sigri að halda,“ segir hinn 18 ára gamli Elvar Már. „Ég hef verið að skora mikið í vetur og er ánægður með það. Ég væri hins vegar miklu frekar til í að skora minna ef Njarðvík myndi vinna leiki. Við vorum komnir á skrið þegar við töpuðum fyrir Tindastóli í síðasta leik þannig að við erum ákveðnir í sigur. Ef við ætlum að vinna Keflavík þá þurfum við að spila okkar leik – vera fastir fyrir og ákveðnir. Ósjálf- rátt þá eru leikir á móti Keflavík mjög fast spilaðir og mikil harka.“ Hvað segir sérfræðingurinn? Víkurfréttir leituðu til helsta körfuboltasérfræðings landsins, Jóns Björns Ólafs- sonar ritstjóra á Karfan.is, og fékk hann til að greina grannaslaginn. „Bæði lið töpuðu í síðustu umferð svo þau mæta hungruð inn í El Classico. Ég vona svo innilega að liðsmenn beggja liða verði á tánum og bjóði stuðningsmönnum sínum upp á leik eins og þeir gerast bestir. Bæði lið mega muna sinn fífil fegurri, það er nokkuð ljóst. Í rúmlega þrjá áratugi hafa þessi tvö lið skipt Íslandsmeistaratitl- inum sín á milli með stöku hléum þar sem KR hefur aðallega náð að troða sér inn í myndina ásamt Grindavík, Haukum og Snæfelli. Eins og flestir geri ég ráð fyrir miklum slag, Craion og Marcus Van munu vafalítið slá um sig með tvennum í þessum leik. Þá ætti einvígi Elvars og Stephens að verða athyglisvert í fimmta gírnum. Ni- gel Moore og Darrel Lewis munu einnig bjóða upp á gott einvígi og því býst ég við að Valur Orri Vals- son og Magnús Þór Gunnarsson fái á sig hávaxna varnarmenn eins og Ágúst Orrason og Ólaf Jónsson svo einvígin er að finna í hverju horni. Við skulum ekki gleyma turnunum, ætlar Almar að sýna Friðriki hvernig nýja kynslóðin gerir þetta eða mun Heimaklettur pína hann með reynslunni? Allt annað en fullt hús er óá- sættanlegt, forsendurnar fyrir epískum slag eru fyrir hendi og í boði montrétturinn yfir jólahá- tíðina. Njarðvík, að frátaldri úrslitakeppni, hefur ekki unnið venjulegan deildarleik í Keflavík síðan 2. mars 2009. Grænir ættu því að vera hungraðir en stigin eru ekki auðsótt í Toyota- höllina,“ segir Jón Björn. „Þetta er stærsti leikur tímabilsins. Við leggjum allt undir í þessum leik og verðum eiginlega að vinna,“ segir Elvar Már Friðriksson leikmaður Njarðvíkur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.