Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 JólablaðIð 2012 sími 421-5566 - www.bilahotel.is ALÞRIF: VERÐ FRÁ 8.500,- VIÐ SÆKJUM OG SKILUM Litskrúðugur vatnstankur Jólaljósunum fjölgar hratt þessa dagana. Vatnstankur við Reykjanesbraut ofan Njarðvíkur hefur verið lýstur upp með marglitum ljósum og er án efa flottasti og litskrúðugasti vatnstankurinn í Reykja- nesbæ. Ljósin sem lýsa upp tankinn minna mjög á ljósaskreytingar við orkuver HS Orku í Svartsengi, sem hefur verið lýst á sama hátt undanfarin jól. VF-mynd: Hilmar Bragi JÓLATÓNLEIKAR TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR Jólatónleikaröð skólans 13. - 20. desember. Fram koma nemendur úr söngdeild og öllum hljóðfæradeildum skólans. Sérstaklega skal getið um eftirtalda hljómsveitatónleika: Á sal skólans við Austurgötu: Stofutónleikar yngstu Lúðrasveitarinnar mánudaginn 17. desember kl.15.00 Stofutónleikar mið Lúðrasveitarinnar þriðjudaginn 18. desember kl.15.00 Jólatónleikar Rytmadeildar þriðjudaginn 18. desember kl.18.00 Í Bíósal Duushúsa: Jólatónleikar Söngdeildar þriðjudaginn 18. desember kl.18.00 í Ytri Njarðvíkurkirkju: Jólatónleikar Strengjasveitarinnar þriðjudaginn 18. desember kl.18.00 Allir velkomnir! Nánari upplýsingar á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á skrifstofu skólans Austurgötu 13 sími 421-1153 Skólastjóri TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Síðasti kennsludagur fyrir jólaleyfi er fimmtudagurinn 20. desember. Kennsla hefst skv. stundatöflu mánudaginn 7. janúar 2013. Skólastjóri KRAKKASKÁKMÓT Krakkaskák í samstarfi við Samsuð (félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum) halda skákmót fyrir börn og unglinga í KK húsinu, Vesturbraut 17, laugardaginn 15. desember kl. 13.00 - 17.00. ATH! skráning á fjorheimar.is (skilyrði er að skrá sig). Keppt verður í flokkum 7 - 10 ára og 11 - 16 ára. Glæsileg verðlaun í boði og allir fá verðlaunapening fyrir þátttökuna. Skilyrði fyrir þátttöku er að kunna mannganginn. (sjá krakkaskak.is) Keppt verður með skákklukku og umhugsunartíminn er 10 mínútur Ekkert þátttökugjald. Samþykkt var einróma á bæjarstjórnarfundi í Vogum á Vatnsleysuströnd þann 28. nóvem- ber síðastliðinn að ráðast í víðtækt átak gegn mis- notkun á félagslegri aðstoð sveitarfélagsins. Þróun útgjalda á vettvangi félagsþjónustu er áhyggjuefni en mikil aukning er í greiðslu húsaleigubóta, fjár- hagsaðstoðar, barnaverndarmála o.s.frv. Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Víkurfréttir að á árinu 2012 hafi fjár- hagsaðstoð hjá sveitarfélaginu verið um 2,7 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að þessi upphæð muni fimmfaldast og fara í um 15 milljónir króna. „Lítil sveitarfélög eru varnarlaus gagnvart t.d. rangri lögheimilisskráningu, rangri skráningu hjúskapar- stöðu og skipulögðu bótasvindli,“ segir Inga Sigrún. „Þetta leiðir til þess að útsvarstekjur skila sér ekki. Um leið eru niðurgreiðslur sveitarfélagsins og fjár- hagsaðstoð misnotuð. Það er erfitt fyrir jafn lítið sveitarfélag og Voga að búa við svo miklar sveiflur eins og raunin sýnir. Það verður ekki við unað að sveitar- félagið hafi ekki ráð til að bregðast við misnotkun á nauðsynlegri neyðaraðstoð sveitarfélagsins. Mikil- vægt er að sporna við svindli með samhentu átaki og taka á því samfélagsmeini sem felst í svartri atvinnu- starfsemi, rangri búsetuskráningu, rangri sambúðar- skráningu o.s.frv.“ Inga Sigrún segir mikinn samhug innan bæjarstjórnar- innar að taka á þessum málum. Skýringarnar á þessari miklu hækkun í félagslegri aðstoð hjá sveitarfélaginu liggja að stórum hluta í því að margir einstaklingar muni missa rétt á atvinnuleysisbótum á næsta ári og fara því yfir á framfæri sveitarfélaga. „Það er mikilvægt að taka þetta mál upp á samstarfs- vettvangi sveitarfélaganna á Reykjanesi, sem og við lögreglu, skattayfirvöld og Hagstofu. Í litlum sveitar- félögum er auðvelt að komast að því hverjir eru að misnota félagskerfið. Hér þekkja allir alla. Misnotkun getur haft þær afleiðingar að lækka þarf greiðslur til þeirra sem raunverulega þurfa að aðstoðinni að halda og það væri miður,“ segir Inga Sigrún. Bæjarstjórn samþykkti því að fela bæjarstjóra að leita samstarfs við lögreglu og önnur yfirvöld og hafa frum- kvæði að öflugu átaki gegn misnotkun á félagslegri aðstoð sveitarfélagsins. Ráðast í átak gegn mis- notkun á félagslegri aðstoð n Bæjarstjórn sveitarfélagsins voga:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.