Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 34
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR34 JólablaðIð 2012 Guðmundur Garðarsson, fyrrverandi skipstjóri, hefur ekki setið auðum höndum frá því hann hætti að stunda sjóinn. Fyrir rúmu ári síðan náði hann sér í þekkingu í tréskurði og hefur nú á einu ári skapað samtals 35 kon- ur í rekaviðardrumba sem hann hefur safnað að sér úr fjörum hér á Suðurnesjum. Drumbana sækir hann m.a. að Önglabrjótsnefi á Reykjanesi en vopnaður sporð- járnum og hamri verða þessar kubbslegu konur til. Það er ekki eins og það vanti konur í líf Guðmundar, því hann á fimm dætur og átta af níu barnabörnum hans eru stelpur. Þá fjölgar kon- unum sem hann sker í tré hratt. Hluti þeirra er til sýnis í Svarta pakkhúsinu við Hafnargötu í Kefla- vík. Þar má einnig sjá lampa sem Guðmundur smíðar, þar sem hann sker andlit í trjárætur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkur- frétta tók á dögunum. Þar má sjá Guðmund með sköpunarverk sín. n Guðmundur Garðarsson, fyrrverandi skipstjóri, situr ekki auðum höndum 35 nýjar konur á einu ári Listir Í Svarta pakkhúsinu við Hafnargötu í Keflavík er mikið úrval listmuna og handverks eftir listafólk í Reykjanesbæ. Þar má fá allt frá agnarsmáu handverki og skarti upp í stór málverk. Meðfylgjandi myndir voru teknar á dögunum þegar þar var haldið konukvöld Svarta pakkhússins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.