Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 JólablaðIð 2012 Dós af kókosmjólk (fjólubláa dósin frá Coop hentar mjög vel) 0,5 dl graskersmauk ¼ tsk kanill (og jafnvel örlítið af negul og engifer) 1-3 msk (fer eftir smekk, gæti þurft minna eða meira) Stevia/ hunang/agave sýróp/sykur – það er betra að nota minna magn en meira ef notast er við fljótandi sætu, annars verður kremið of þunnt. Galdurinn er að geyma dósina af kókosmjólkinni yfir nótt inni í ískáp. Þannig harðnar mesti hlutinn af henni og daginn eftir er gott að taka dósina úr ísskápnum, snúa henni við, opna hana og láta vökvann sem hefur ekki harðnað leka úr dósinni. Setjið það sem eftir er í stóra skál og hrærið restinni af innihaldsefnunum saman við með handþeytara/hræri- vél. „Lite“ kókosmjólk mun ekki virka þar sem hún harðnar ekki. Hægt er að leika sér með kókosmjólkina og gera t.d. súkkulaðikrem og bæta þá við sætu, kakó og vanillu. Ég set hér mynd af svoleiðis kremi til þess að sanna að það er virkilega hægt að gera þykkt krem úr kókosmjólk. HEIMABAKSTUR í íþróttahúsinu við Sunnubraut kl. 13:00 og kl. 15:00. Miðaverð er 1200 kr. fyrir 13 ára og eldri, 600 kr. fyrir 12 ára og yngri en frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Forsala fer fram í Íþróttaakademíunni fimmtudaginn 13. desember frá kl. 16:00-18:30. Jólakveðja, þjálfarar og stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur Hin árlega 15. desember Laugardaginn i l i il fl í Graskers cupcakes með piparkökukeim 3,75 dl heilhveiti 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 1 tsk kanill 1/2 tsk negull 1/2 tsk engiferkrydd 1,25 dl hunang 1,25 dl graskersmauk 1,25 dl mjólk 0,6 dl kókosolía 1 egg Blandið blauta hráefninu vel saman í stórri skál og þurrefnunum saman í annarri skál. Hellið svo þurrefn- unum út í stóru skálina og blandið lauslega. Hellið í möffinsform, helst í sílíkonform eða álform til þess að fá flottu lögunina. Bakið við 190° í 20-25 mín. Gott er að hafa rjómaostakrem með eða þá klassískt smjörkrem bragð- bætt með hvítu súkkulaði. Annars langar mig að segja ykkur frá snið- ugri leið til þess að gera hollara krem með kókosmjólk en mér finnst ég verða að „vara“ við að þetta krem bragðast alls ekki eins og sætt krem sem flestir eru vanir. Þetta er samt virkilega sniðug leið fyrir þá sem vilja borða hollara, að fá krem á kökuna sína (þó það þurfi alls ekki, kökurnar eru ljúffengar einar og sér). Þessar bollakökur eru jólalegar þar sem þær innihalda piparköku- kryddin kanil, negul og engifer. Þær eru virkilega mjúkar, þykkar í sér og svakalega góðar. Upp- skriftin er mjög einföld ef þið eigið grasker, annað hvort sem búið er að sjóða og stappa en einfaldast er að kaupa grasker í niðursuðudós sem fæst alla vega í ameríska Kosti og Hag- kaup. Einnig er hægt að nota „butternut squash“ en það hef ég séð í matvöruverslunum bæjarins. Þessar slógu í gegn hjá vinkonunum í Litlu-jóla saumaklúbbi. Kökukremúr kókosmjólk KEflAvíK og lAndSBAnKInn SöMdU TIl TvEggjA áRA Knattspyrnudeild Keflavíkur hélt á fimmtudag sína árlega jólahátíð þar sem styrktaraðilum er boðið til hangikjötsveislu. Þjálfarar meistaraflokka, Zoran Ljubicic og Gunnar Oddsson hjá karlaliðinu og Snorri Már Jónsson þjálfari meistaraflokks kvenna, fóru yfir stöðu mála og ræddu næstu skref. Víðir Sigurðsson kynnti bók sína Íslensk knattspyrna 2012. Knattspyrnudeild Keflavíkur og Landsbankinn skrifuðu við þetta tækifæri undir nýjan tveggja ára samstarfssamning en það voru þeir Þorsteinn Magnússon formaður deildarinnar og Einar Hannesson útibússtjóri sem skrifuðu undir samninginn. Báðir lýstu þeir yfir mikilli ánægju með samninginn og samstarfið. Einar hrósaði einnig knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir mikið og gott aðhald í peningamálum og lýsti jafnframt ánægju sinni með þá stefnu félagsins að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.