Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Síða 19

Víkurfréttir - 13.12.2012, Síða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012 19 JólablaðIð 2012 Óskum félagsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í Húsasmiðjunni og Blómavali. Salan fer fram í Húsasmiðjunni á Fitjum. Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Opið virka daga kl. 16–21 og um helgar kl. 14–21 hefst 8. desember kl. 14:00 Það var ljúf jólastemmning á árlegri jólasýningu mynd- listarkonunnar Sossu en að þessu sinni tóku tveir aðrir listamenn þátt í sýningunni á vinnustofu Sossu í Keflavík. Gestalistamennirnir hjá Sossu voru Halla Bogadóttir sem sýndi skart- gripi og Ásta Guðmundsdóttir, fatahönnuður sem sýndi úrval af fatnaði sem hún gerir. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er einn af fjölmörgum vinum Sossu og hann kom og söng mörg lög sín við hrifningu sýningargesta. Sossa sagði í stuttu spjalli við VF að hún væri ánægð með móttökurnar á sýningunni en margir komu til hennar. Á sýningunni voru þrjátíu nýjar eða nýlegar myndir, stórar og smáar. En hvernig er líf listamannsins nú fjórum árum eftir bankahrun? Sossa segist ekki geta kvartað enda hafi henni gengið vel. „Ég er mjög sátt og hef t.d. getað haldið úti vinnustofu í Kaupmannahöfn sem mér finnst mjög gott. Það er nauðsynlegt fyrir listamanninn að víkka sjóndeildarhringinn.“ Guðrún Lovísa Magnúsdóttir eða Lúlla í Lyngholti eins og hún er oftast kölluð. 90 ára afmæli í Vogunum Guðrún Lovísa Magnúsdóttir frá Sjónarhóli á Vatns- leysuströnd eða Lúlla í Lyng- holti í Vogunum fagnar 90 ára afmæli 18. desember. Af því tilefni verður hún með „Lúllu kaffi“ í Tjarnarsal, Stóru-Voga- skóla laugardaginn 15. desember á milli kl. 14 og 18. Þeir sem eitthvað þekkja til hennar eru hjartanlega velkomnir til að kasta á hana kveðju og þiggja veitingar í hennar boði. Eigin- maður Guðrúnar Lovísu var Guðmundur Björgvin Jónsson (f. 1. okt. 1913 - d. 23. sept. 1998) frá Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd. Saman áttu þau 12 börn og eru niðjar þeirra orðnir 113. Margir sóttu Sossu heim á jólasýningu Sossa skæl- brosandi fyrir- sæta í glæsi- legum kjól frá Ástu Guð- mundsdóttur fatahönnuði. Ef fólk vill gefa henni gjöf þá verður „peningakassi“ í anddyrinu merktur björgunar- sveitinni Skyggni í Vogum, aðrar gjafir vill hún ekki.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.