Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 42

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 42
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR42 JólablaðIð 2012 Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjöl- brautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nemendum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæðan? Skólastjórnendur FS og mennta- málaráðuneytið greinir á um þær. Ráðuneytið telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Skólastjórnendur FS telja sig hafa sýnt fram á að framlag ríkisins á ársnemanda sé hærra í öllum samanburðar- skólunum. Þá greinir einnig á við ráðuneytið um að ástæðan fyrir lítilli hækkun á ársfram- lagi á hvern nemanda liggi í minnkandi þörf fyrir þjónustu á starfsbrautum eða fækkun á nemendum í hægferðum eða á almennri braut, þvert á móti. Það er með öllu óásættanlegt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynntar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætlanir skólans í ljósi stórfellds niður- skurðar, á sama tíma og skól- anum er ætlað að taka virkan þátt í mótvægisaðgerðum vegna ástandsins hér á Suðurnesjum, sem krefst enn frekari útgjalda. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stærsti vinnustaður sveitafélagsins. Hann hýsir nú um 1100 nem- endur á aldrinum 16 – 20 ára. Eins og fyrr greinir er allt útlit fyrir að synja þurfi fjölmörgum nemendum um skólavist á vor- önn og jafnvel líka á haustönn 2013 vegna þess að fé skortir til þess að reka skólann. Á Suður- nesjum er gífurlegt atvinnuleysi sem hefur margháttaðar alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem missir vinnuna, fjölskyldu hans og allt hans nánasta umhverfi. Fyrir stuttu kom út skýrsla þar sem segir að heimilisofbeldi sé mest á Suður- nesjum. Langvarandi atvinnuleysi leiðir til fátæktar, vanlíðunar, heilsubrests og félagslegrar ein- angrunar, aðstæður sem gjarna geta af sér ofbeldi. Margir nem- endur FS eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis heima fyrir. Margir nemendur eru í FS vegna eigin atvinnuleysis. Skólinn hefur orðið þessum nemendum n.k. félagslegt úrræði, skjól á erfiðum tímum. FS hefur verið virkur þátt- takandi í verkefnum ríkisvaldsins og úrræðum gegn atvinnuleysi og tekið inn nemendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í staðinn fyrir að sjá engan tilgang með því að fara á fætur á morgnana annan en að mæla götur eða að vera í tölvuleikjum daginn út og inn fara þeir í skólann og eru þar í ákveðinni rútínu og félagslegu samneyti við annað fólk. Skiptir þetta félagslega hlutverk skólans engu máli í því mannfjandsamlega ástandi sem ríkir í samfélaginu? Getur ríkisvaldið bara horft kalt á þreyttar einingar og veitt fé til skólans samkvæmt einhverju reiknilíkani sem margir telja að sé meingallað? Hvers virði er líf og framtíð ungmennanna sem ekki munu fá skólavist í FS á næstu önnum, vegna fjárskorts og ekki munu komast í nokkra vinnu heldur, vegna atvinnuskorts? Hefur ríkisvaldið eitthvert reikni- líkan til að reikna það út? Skýring stjórnvalda er sú að ekki sé til fé. Hver hugsandi maður veit að hér varð hrun. Hver hugsandi maður veit líka að það er nauðsynlegt að forgangsraða í fjármálum. Er það rétt forgangs- röðun að hlúa ekki að æsku þessa lands, einkum og sér í lagi nú þegar illa árar? Er meira um vert að grafa göng gegnum fjöll fyrir nokkrar blikkbeljur? Höfum við efni á því sem þjóð, jafnt fjár- hagslega sem siðferðilega, að synja fjölmörgum nemendum um skólavist á næstu önnum eins og sakir standa? Niðurskurður fjár- magns til Fjölbrautaskóla Suður- nesja grefur enn frekar undan þeim sem verst eru staddir á þessu svæði. Er ekki kominn tími til að hafa manngildið að leiðarljósi? Allir starfsmenn FS hafa verið til- búnir til að leggja sitt af mörkum, taka á sig aukið vinnuálag til að kljást við þá örðugleika sem við stöndum öll frammi fyrir í kjölfar hrunsins. Og það fyrir mjög kjaraskert laun. Ég býst við að kennarar séu ein hámenntaðasta láglaunastétt landsins. Því má gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það leggi líka lóð á vogaskálarnar og veiti skólanum a.m.k. nægilegt fé til að hann fái sinnt sómasam- lega þeim nemendum sem sækja um skólavist. Að ríkisvaldið sjái til þess að starfsumhverfið verði bærilegt bæði fyrir nemendur og annað starfsfólk. Nú er lag fyrir þingmennina okkar að þeir taki málið upp, skoði það ofan í kjölinn og berjist fyrir áframhaldandi öflugri starfsemi Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að skólinn er ekki bara mennta- og uppeldisstofnun heldur hefur hann líka hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði á krepputímum. Þar fá þeir verðugt verkefni til að kljást við og sýna okkur hvað í þeim býr. Ef til vill þyrfti líka að endurskoða dreifingu fjár til menntastofnana á Suðurnesjum í ljósi heildstæðrar menntastefnu stjórnvalda. Ef hún er þá til. Jórunn Tómasdóttir kennari við FS Það sem felst m.a. í stefnu Vinstri grænna um kvenfrelsi er að í sam- félaginu fái bæði konur og karlar notið sín og því er hafnað að fólki sé mismunað eftir kyni. Laun séu ákvörðuð með tilliti til þess sem leyst er af hendi en ekki því hvort karl eða kona vinnur verkið. Konum og börnum sé tryggt öryggi gegn öllu ofbeldi og að kynferðis- ofbeldi sé meðhöndlað sem lögbrot og gerendur kallaðir til ábyrgðar. Kynferðisofbeldi birtist m.a. í nauðgunum, sifjaspellum, klámi, vændi, mansali, kynferðis- legri áreitni og líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn konum og börnum inni á heimilum þeirra. Kynbundið ofbeldi er grófasta birtingamynd kynjamisréttis. Unnið samkvæmt stefnu Vinstri grænna Baráttan gegn þessu ofbeldi hefur verið í öndvegi í innanríkisráðu- neytinu á yfirstandandi kjör- tímabili. Austurríska leiðin, um að fjarlægja megi ofbeldismann af heimili sínu, var leidd í lög og vinna er hafin við að fullgilda sátt- mála Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum. Sáttmáli Evrópuráðs- ins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri mis- neytingu gegn börnum hefur nú verið fullgiltur og á grunni þess sáttmála hefur innanríkisráðu- neytið leitt vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Þar er fræðslu beint að börnum og fólki sem á samskipti við börn í starfi sínu. Á haustdögum 2010 hófst í ráðuneytinu viðamikið samráð um meðferð nauðgunar- mála þar sem saman komu allar helstu stofnanir réttarvörslu- kerfisins, grasrótarsamtök og aðrar stofnanir sem koma að málaflokknum. Á grunni þessarar umræðu hefur verið ráðist í margs konar aðgerðir, þ.m.t. fræðslu um kynferðisofbeldi í samvinnu við Evrópuráðið og lagadeild HÍ, samstarf við EDDU – öndvegis- setur við HÍ um fræðilega rann- sókn á meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu og nauðsynlegar laga- breytingar, s.s. varðandi greiðslu miska- og skaðabóta. Ráðstefna um klám og samráð hefur verið haldin í samstarfi innanríkis-, mennta- og menningarmálaráðu- neytis og velferðarráðuneytis. Það skiptir máli hvaða stefnu er verið að vinna eftir í ráðuneytunum. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í kvenfrelsismálum og komið mörgu í framkvæmd á kjörtímabilinu. Margt er óunnið – höldum áfram á braut Vinstri grænna í kvenfrelsismálum. Besti vinur ofbeldisins er þögnin Það er áhyggjuefni að nýleg rann- sókn sem gerð var á landsvísu hafi leitt í ljós að yfir 23% einstaklinga á Suðurnesjum eldri en 18 ára hafi orðið fyrir heimilisofbeldi. Könn- unin sýndi að á Suðurnesjum væri ástandið hvað alvarlegast. Brugðist hefur verið við þessari niðurstöðu af mikilli alvöru. Aðgerðaráætlun félagsþjónusta á Suðurnesjum í samstarfi við Suðurnesjavakt vel- ferðarráðuneytis hefur verið ýtt úr vör. Byrjað var á að halda mál- þing sem fram fór í Reykjanesbæ. Viðbrögðin við þessari alvarlegu niðurstöðu og sú aðgerðaráætlun sem hefur verið kynnt sýnist mér vera til mikillar fyrirmyndar. Einmitt með því að stuðla að vitundarvakningu um heim- ilisofbeldi er dregin lína í sandinn og því lýst yfir að heimilisofbeldi verði ekki liðið. Við ætlum að stíga fram og segja frá. Rjúfa þögnina. Vera frjáls. Arndís Soffía Sigurðardóttir Varaþingmaður Vg í Suðurkjördæmi Hver er þín afstaða til virkjana? var ein af þeim spurningum sem ég fékk á ferð minni um Suður- land nýlega. Spurningin kom frá bóndakonu í Álftaveri. Ég svaraði því til að ég væri hlynnt virkjanaframkvæmdum en að sjálfsögðu yrðu þær að vera gerðar á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Konan var sátt við svarið og bætti við: „Ég er ánægð að heyra þetta. Virkjun fyrir okkur myndi breyta öllu. Hér er þetta spurning um að sveitin lifi af eða ekki“. Talið barst að Rammaáætlun og fólkið á bænum var mjög ósátt við þá meðferð sem hún hefur fengið hjá núverandi ríkisstjórn. Græn orka er besti kosturinn Vinna, vöxtur, velferð eru slagorð sem Framsóknarflokkurinn hefur notað um árabil. Fremst ætti að standa orka, því án orku er erfitt að skapa atvinnu og án atvinnu verða ekki til verðmæti. Öll fyrirtæki, stór sem smá, sem og heimilin í landinu þurfa orku. Það eru ekki bara álver sem þurfa orku. Mér finnst oft að orkuöflun og ráð- stöfun orkunnar sé sett undir sama hatt og allt á þetta að vera mjög neikvætt. En þá spyr ég, hvernig væri samfélagið án orkunnar? Vilja menn fara að kynda aftur með kolum og olíu eða vilja menn alls ekkert kynda? Vilja menn kannski fá kjarnorkuver? Eitt er víst að fólk vill búa í hlýjum húsum og hafa rafmagn. Vatnsafls- virkjanir og jarðvarmavirkjanir framleiða græna orku. Ég vona að flestir geri sér grein fyrir því að orkan er nauðsynleg og þá er græn orka besti kosturinn. Svo geta menn haft sína skoðun á stóriðju. Það er annað mál. Hrokinn sigraði vísindin Rammaáætlun er áætlun um skil- greiningu virkjanakosta framtíðar. Virkjunarkostir eru flokkaðir í verndarflokk, biðflokk og virkj- unarflokk. Þó að svæði fá stimpil- inn virkjunarflokkur er ekki þar með sagt að virkjanaframkvæmdir séu samþykktar. Eftir sem áður þurfa fyrirhugaðar virkjanir að fara í gegnum langt og strangt ferli áður en nauðsynleg leyfi eru veitt. Vinna við gerð Rammaáætlunar hófst fyrir 13 árum síðan og að henni komu okkar færustu vísindamenn og sérfræðingar. Áætlunin var unnin á þverpóli- tískum grunni og átti því ekki að þjóna stefnu einhvers sérstaks stjórnmálaflokks, heldur vera fagleg niðurstaða fyrir alla Ís- lendinga. Það er sorglegt að segja frá því að núverandi ríkisstjórn er búin að eyðileggja þetta mikla starf. Fagnefndin skilaði af sér rammaáætluninni 2010 og síðan þá hefur henni verið snúið á haus og nú er fátt eftir af upphaflega plagginu. Góðir virkjanakostir sem fóru í gegnum umhverfismat á sínum tíma, eins og Hvamms- virkjun og Holtavirkjun í Neðri- Þjórsá, eru komnar í biðflokk. Virkjanakostur sem hefur lítið sem ekkert verið rannsakaður er hins vegar komin í virkjanaflokk, þ.e. Stóra Sandvík á Reykjanesi. Það er von Stjórnmálamenn hafa gersam- lega farið offari í þessu máli og sniðgengið faglegt mat okkar færustu vísindamanna. Hrokinn á sér greinilega engin takmörk. Vís- indaleg þekking og 13 ára starf er að engu haft. „En hvað getum við gert? Getum við snúið þessu við. Getum við fengið nýja Ramma- áætlun?,“ spurði konan í sveitinni þar sem við sátum við eldhús- borðið hjá henni. Svar mitt er já, við getum það en ekki með þessa ríkisstjórn við völd. Við verðum að koma henni frá borðinu og fá að hefja síðan vinnu við nýja Ramma- áætlun. Sú Rammaáætlun ætti að vera byggð á Rammaáætlun eins og hún var áður en hún var tekin í gíslingu af vinstri stjórninni. Silja Dögg Gunnarsdóttir, býður sig fram í Suðurkjördæmi í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga 2013. PÓSTKASSINN n SIlJa DÖGG GUNNaRSDóTTIR SkRIfaR: Orkan er undirstaða öflugs atvinnulífs n JóRUNN TómaSDóTTIR SkRIfaR: Enn höggvið í sama knérunninn n aRNDíS Soffía SIGURðaRDóTTIR SkRIfaR: Eru konur ekki frjálsar? vf@vf.is FRÉTTAVAKT VF Í SÍMA 898 2222 VAKTSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.