Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 JólablaðIð 2012 Daníel Leó Grét-arsson er 17 ára Grindvíkingur sem leikur knattspyrnu með meistaraflokki þar í bæ. Fótboltinn á hug hans allan en hann hefur þó gaman af skólanum líka, þá sérstaklega félagslífinu. Daníel er á náttúrufræðibraut í FS og Haukur Ægis er eftirlætis kennarinn hans. Daníel er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Af hverju valdir þú FS? Styst að keyra frá Grindavík. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott oftast einhvað um að vera. Áhugamál? Fótbolti númer eitt tvö og þrjú held ég. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Auðvitað stefnir maður út að spila fót- bolta, annars hef ég ekki hugmynd. Ertu að vinna með skóla? Kíki einstaka sinnum til pabba að mála. Hvað er skemmtilegast við skólann? Félagslífið er mjög gott eins og áður segir. Hvar heldur þú þig í eyðum og frímínútum? Það vill nú svo til að stundataflan mín hefur engar eyður, en kíki oftast í ræktina í hádegis- matnum eða heim til kærustunnar í heitan mat. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Æfi fótbolta. Hvað borðar þú í morgunmat? Ristað brauð með bláberjasultu og osti. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Hann heitir Nemanja Latino- vic (stjörnulögfræðingur). Hvað fær þig til að hlæja? Oftast vinirnir en svo er einn ákveð- inn hlátur sem ég hlæ alltaf með. Hvað er heitasta parið í skólanum? Jón axel og Guðlaug Björt bera þann titil. Hvert fara FS-ingar í hádegismat? Langbest, Subway, Pandan, KFC o.fl. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari í FS? Ég myndi hætta með umsjónartíma, þeir eru tilgangslausir. Eftirlætis: Sjónvarpsþættir: Community, Vampire diaries og Big Bang Theory Vefsíður: Kíki reglulega inn á Fotbolti.net og Facebook Flík: Joggingbuxurnar mínar Skyndibiti: Subway bjargar mér stundum Kennari: Haukur Ægis fær þann titil Fag: Íþróttir Tónlistin: Mumford and sons og Ásgeir Trausti myndi ég segja Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Bítlarnir eru alltaf jafn góðir FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Árni Gunnar Þor-steinsson er í 10. bekk í Gerðaskóla. Hans uppáhalds jólalög eru Snjókorn falla og Þú komst með jólin til mín. Eftir- minnilegasta gjöfin hans er fyrsti iPodinn hans og hann langar í föt þetta árið. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar afi var alltaf að segja að það kæmi púki í spilin ef maður spilaði á jólunum. Jólahefðir hjá þér? Það er að fara með kortin á aðfangadag og hjálpa mömmu að laga til. Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Ég vaska upp eftir matinn á aðfangadagskvöld með systkinum mínum. Jólabíómyndin? Polar Express er besta jólamyndin. Jólatónlistin? Snjókorn falla og Þú komst með jólin til mín er flott líka. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Það er bara misjafnt. Gefurðu mikið af jóla- gjöfum? Bara kærustunni, for- eldrum og systkinum. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Horfi alltaf á jólamynd- ina Polar Express. Ertu mikið jólabarn? Já ég tel mig vera það. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Get ekki gert uppi á milli gjafanna sem ég hef fengið, alltaf ánægður. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólasnjór og horfa á Polar Express með Hallfríði Ingólfsdóttur yndislegu kærustunni minni. Hvað er í matinn á aðfanga- dag? Það er hamborgar- hryggur á aðfangadag. Eftirminnilegasta gjöfin? Örugglega fyrsti iPodinn minn. Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í föt. Horfi alltaf á Polar Express n Árni Gunnar Þorsteinsson // UNG UmSJón: PÁll oRRI PÁlSSon • PoP@VF.IS Umsjónartímar tilgangslausir Aþena Eir Jónsdóttir Elizondo er grunn- skólanemi í 10. bekk í Gerðaskóla. Henni finnst stuð jólalög best og verslar gjafirnar í Reykjavík. Jólaskrautið, baksturinn og jólalögin koma henni í jólaskap. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar jólasveinninn kom með gjöf handa mér á að- fangadagsmorgni. Jólahefðir hjá þér? Á aðfangadag vakna ég, bíð spennt allan daginn, fer með síðustu jólagjafirnar, geri mig skvísulega, borða matinn og opna pakkana. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Haha nei ég er best geymd við matarboðið. Jólabíómyndin? Ætli það sé ekki Home Alone og Last Holiday. Jólatónlistin? Öll stuð jólalög eru mér í hag. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Reykjavík City baby! Gefurðu mikið af jóla- gjöfum? Tja ætli það ekki. Ég gef fjölskyldunni, vinum mínum og kæró. Ertu vanaföst um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Spilum spil og borðum ís um kvöldið. Ertu mikið jólabarn? Já ég elska jólin! Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Já nú veit ég ekki. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaskrautið, bakstur- inn og jólalögin. Hvað er í matinn á aðfanga- dag? Hamborgarhryggur, ekki alveg í uppáhaldi hjá mér. Eftirminnilegasta gjöfin? Það var þegar ég og Diljá frænka mín vorum litlar og fengum barnastóla fyrir babyborn ohhh við vorum svo glaðar! Hvað langar þig í jólagjöf? Ætli iPod sé ekki efst á listanum þessa dagana. Er best geymd við matarborðið n aÞena eir JónsDóttir // UNG UmSJón: PÁll oRRI PÁlSSon • PoP@VF.IS Birta Dís Jónsdóttir og Helga Sóley Halldórsdóttir, nemendur í 10. bekk í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, fara ótroðnar slóðir til að styrkja starf UNICEF. Þær munu raka af sér hárið þann 18. desember næstkomandi og safna nú áheitum. Þessar 15 ára stúlkur leggja mikið á sig fyrir gott málefni enda ekki margar stúlkur á þessum aldri sem gætu ímyndað sér það að láta raka af sér allt hárið og þurfa auk þess að fara í gegnum jólahátíðirnar án þess að setja upp jólagreiðslu. Söfnun þeirra Birtu Dísar og Helgu Sóleyjar hefur farið fram úr björtustu vonum en þær hafa nú safnað 100 þúsund krónum. Þær eru alveg óhræddar við að missa hárið. „Við erum ekkert smeykar við að missa hárið. Það er jú vont að missa hárið út af kuldanum úti en maður setur þá bara á sig góða húfu,“ segir Helga Sóley. „Ég hlakka eiginlega bara til að raka þetta af. Þá þarf ég ekki að hugsa um hárið næstu mánuðina,“ segir Birta Dís. Hugmyndin kom mjög óvænt upp að sögn þeirra stúlkna. „Ég var eitthvað að fara í gegnum hárið á Helgu. Hún er með rakað hár öðru megin og ég sagði þá hvað það væri þægilegt að hreinlega snoða sig. Vinkona mín sagðist heita á okkur 10 þúsund krónum ef við myndum snoða okkur og þá kviknaði hugmyndin að styrkja eitthvað gott mál- efni. Við höfðum einmitt séð auglýsingu frá UNICEF deginum áður og ákváðum að styrkja það starf,“ segir Birta Dís. Alveg þess virði Þær Birta Dís og Helga Sóley opnuðu Facebook síðu þar sem þær auglýstu eftir áheitum. Sú áheitasöfnun hefur hrein- lega slegið í gegn og eru þær löngu búnar að ná markmiði sínu. „Markmiðið var 50 þúsund í upphafi en núna erum við komnar með 100 þúsund sem er frábært. Ég held að hárið á okkur sé alveg 100 þúsund króna virði,“ segir Birta Dís og hlær. Þær óttast ekkert að geta ekki sett upp glæsilegar jólagreiðslur. „Við hugsum þetta þannig að það er fullt af börnum úti í heimi sem hafa ekkert til að borða um jólin en það er auðvelt fyrir okkur að vera ekki með neitt hár um jólin. Þetta verður alveg þess virði.“ „Fjölskyldan hefur tekið vel í þetta. Mamma sagði strax já en pabbi var svo- lítið smeykur. Systur mínar hafa ekki verið alveg eins jákvæðar en flestir hafa hvatt okkur áfram. Við erum spenntar,“ segir Birta Dís. Þeir sem vilja heita á þessar hugrökku ungu stúlkur er bent á að hægt er að leggja fram frjáls framlög inn á bankareikning sem þær hafa stofnað. R.nr.: 0142-05- 071036, kt.: 230197-2969. Einnig má finna frekari upplýsingar á Facebook síðu þeirra stúlkna. Raka af sér hárið til styrktar UNICEF

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.