Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 13.12.2012, Blaðsíða 32
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR32 JólablaðIð 2012 „Það að gerast au pair var það næsta sem mér datt í hug,“ en Ernalind fann frábæra fjöl- skyldu til að búa hjá með að- stoð frá foreldrum sínum. Ernalind útskrifaðist úr FS síðast- liðið vor en sá ekki fram á að fara í háskóla strax og langaði til þess að upplifa smá ævintýri. „Ég var ekki á leiðinni í háskóla, því ég hafði ekki hugmynd um hvað ég vildi læra næst. Ég sá því fram á að vera ekki bundin í neinu fram á næsta haust þannig að þetta var í rauninni fullkominn tími til að komast aðeins í burtu og gera eitthvað skemmtilegt áður en alvaran tekur við.“ Fjölskyldan sem Ernalind býr hjá er að hluta til íslensk og hún segir þau vera mesta indælis fólk. „Maðurinn sem ég bý hjá er ís- lenskur en konan hans er amerísk og þau eiga einn strák sem verður 2 ára í janúar. Ég kann rosalega vel við þau og við náum öll mjög vel saman. Ég er svo ótrúlega heppin með að hafa lent á svona fólki því það hefur gert það svo miklu auð- veldara að vera frá fjölskyldunni minni og vinum,“ segir Ernalind. Hvað muntu dvelja lengi þarna? „Þar sem ég er ekki að fara á vegum au pair-síðu getum við spilað svolítið eftir okkar eigin reglum. Planið var einfaldlega að ég myndi koma og vera nokkrar vikur og við myndum sjá hvernig það gengi. Ég hef núna verið hérna „Ég var örugglega í grunnskóla þegar ég vissi að mig langaði að prufa að búa á öðrum stað og upplifa nýja hluti í nýju umhverfi. Mig langaði alltaf að fara sem skiptinemi en þegar ég lét loksins verða af því að fara út var ég orðin of gömul fyrir það,“ segir Er- nalind Teitsdóttir tvítug Njarðvíkurmær sem dvelur nú við bjartar strendur Los Angeles borgar í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. ALSÆL Í BORG ENGLANNA í tæpa þrjá mánuði sem hafa gengið ótrúlega vel og eins og er kem ég heim um miðjan desember. Svo gæti verið að ég fari aftur eftir áramót en við ætlum bara að skoða það þegar að því kemur.“ Það eru óneitanlega mikil við- brigði að flytja frá Reykjanesbæ í stórborg eins og Los Angeles og þá sérstaklega hvað varðar mann- mergðina og umferðina. „Traffíkin hérna er rosaleg en það kom mér mjög á óvart hvað hún vandist fljótt hjá mér. Ég er hætt að kippa mér upp við það að þurfa að keyra í hálftíma og lenda á 5 rauðum ljósum til að komast í ræktina, á meðan það tekur mig t.d. bara 7 mínútur að labba í ræktina heima á Íslandi. Hálftími í bíl líður svo miklu hraðar hérna.“ Fjölbreytt mannlíf og opinskátt fólk Hvernig er fólkið og menningin þarna miðað við hérna heima? „Ísland er svo lítið að það eru í rauninni allir eins, sérstaklega í Reykjanesbæ. Sami fatastíll, sami tónlistarsmekkur o.s.frv. og maður ósjálfrátt dettur í þá gryfju að þurfa að fylgja hinum. Hérna er svo ótrúlega mikið af alls konar fólki og það gerir það miklu auðveldara að vera maður sjálfur og hafa ekki áhyggjur af öðrum. Bandaríkjamenn eru líka svo allt öðruvísi en Íslendingar. Ég hef komið oft til Bandaríkjanna svo ég vissi það alveg áður, en núna er ég að umgangast þau á allt annan hátt. Fólkið hérna er svo ótrúlega opið og skemmtilegt og svo auðvelt að tala við það. Ég hef lent í hörkusamræðum við bláókunnugt fólk sem ég hitti úti í búð. Íslendingur myndi aldrei labba upp að þér og segja þér hvað þú ert í ótrúlega flottum fötum, þó svo að honum/henni finnist það. Svona hlutir gerast oft á dag hérna í LA og í rauninni á öllum stöðum í USA sem ég hef komið til. Við Íslendingarnir mættum alveg taka okkur þau til fyrirmyndar að þessu leyti og hætta að vera svona lokuð og leiðinleg og henda einu hrósi í hvort annað öðru hvoru.“ Verð ekki Lakers aðdáandi Ernalind segist vera búin að skoða flesta þessa klassísku staði sem borgin hefur upp á að bjóða. „Hollywood-skiltið, Hollywood boulevard, Beverly Hills, Rodeo drive og Malibu beach. Fyrir utan þessa túristastaði hef ég fengið að heimsækja tökustaði auglýsinga, kíkt í Universal Studios og farið að sníkja nammi á Halloween. Mér fannst líka mjög gaman að sjá tvær leikkonur úr Pretty little liars,“ sem er einn af hennar uppáhalds- þáttum. „Hostpabbinn minn er líka búinn að segjast ætla að fara með mig á NBA leik og gera mig að La- kers aðdánda, sem er aldrei að fara að gerast. En ég mun glöð mæta á leikinn,“ segir Ernalind sem er sjálf aðdáandi Lebron James sem leikur með meisturum Miami Heat. Gæturðu hugsað þér að búa þarna? „Það er alltaf draumurinn að búa í USA og ég verð að segja að L.A. kæmi vel til greina. Ég gæti alveg vanist þessu veðri allt árið. Ég þyrfti samt að koma heim um jólin, mér finnst ég missa af jólunum ef ég fæ ekki að eyða þeim í snjó,“ Er- nalind ætlar að hitta mömmu sína í New York á leiðinni heim og ætla þær mæðgur að skoða jólastemn- inguna í þeirri mögnuðu borg. Einhvers sem þú saknar að heiman kannski fyrir utan fjölskyldunnar? „Ég get ekki beðið eftir að fá mér íslenskan blandípoka og komast á körfuboltaleik,“ segir Ernalind Teitsdóttir að lokum. Eftirlætis Flík: Jeffrey Campbell skópörin mín og svo þykir mér ótrúlega vænt um röndótta skyrtu sem langamma mín átti og gaf mér. Matur: Ég elska allan mat, en jóla- maturinn stendur alltaf aðeins meira upp úr en annað. Drykkur: Vatn! Skyndibiti: Heima er það Subway. Hérna úti er ekkert sem toppar frönskurnar á McDonalds. Sjónvarpsþættir: Family guy, Grey's anatomy, Pretty little liars, Gossip girl og Community eru uppáhalds. Annars er ég að fylgjast með 7 þáttum til við- bótar, ég er þáttasjúk! Bíómynd: Pulp fiction, Back to the future myndirnar og svo er ég ennþá að ná andanum eftir Dark knight rises, hún var svo góð!! Hlutur: Síminn minn og vatns- brúsi sem fylgir mér allt. Ernalind lengst til hægri ásamt ís- lenskum vinkonum við Hollywood- skiltið fræga. Á „settinu“ við gerð bílaauglýsingar. Hverfið þar sem fjölskyldan býr. Pretty Little Liars stjörnur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.