Valsblaðið - 01.05.2011, Page 4

Valsblaðið - 01.05.2011, Page 4
2 Valsblaðið2011 Tvenn jólin Hugvekja á aðventu 2011 Tími ljóss og skugga Jólin snúast um ljósið sem færir heiminum birtu og yl í svartasta skammdeginu. Við sjáum í guðspjöllunum hvernig Betlehems- stjarnan lýsti upp nóttina og vísaði vitringunum veginn til Jesú- barnsins í jötunni. Í sænsku verðlaunakvikmyndinni Verka manna bústaðirnir – Svinalängorna, eftir Pernillu August, erum við minnt á hvernig ljósið og skuggarnir geta fylgst að. Myndin hefst á aðventu, á Lúsíudeginum, þegar dæturnar tvær koma ljósum prýddar í svefnherbergi foreldranna sem þykjast vera sofandi. Lúsíuhátíð- in minnir á að aðventan og jólin eru tími ljóssins. Ljósið skín líka á það ljóta í heiminum og varpar skugga. Við erum minnt á það í Svinalängorna. Aðalsöguhetjan Leena rifjar upp bernskujólin sín. Það er ekki falleg mynd. Ekkert jólabað og engir jólapakkar því pabbi eyddi öllum peningunum í vín. Jólatréð sem féll hálfskreytt um koll þegar foreldrarnir slógust í stað þess að skreyta það. Villt partý, drykkja og hávaði. Yfir- gangur og ofbeldi. Pabbi sem öskrar á mömmu og slær hana svo. Á meðan fela börnin sig. Þannig eru bernskujólin hennar Leenu og þeim vill hún helst gleyma. Tími sannleika og nærveru Ástin í raun – Love Actually er ein vinsælasta jólamynd síðari ára. Sambönd fólks eru viðfangsefni myndarinnar og bakgrunn- ur hennar eru jólin. Eftir því sem sögunum vindur fram kemur grunnafstaða persónanna til jólanna í ljós – og það er augljóst að jólin sjálf hafa áhrif á gang mála. Jólin í Love Actually snúast um tvennt: að segja það sem manni býr í brjósti – segja sannleikann – og að vera hjá þeim sem maður elskar. Þetta tvennt knýr myndina áfram, vegna þess að það eru jól. Þegar við förum að segja það sem okkur í brjósti býr, horfumst í augu við tilfinningar, brotna erfið og gömul sam- skiptamynstur upp og nýir hlutir fá rými í lífinu. Að viðurkenna hvernig manni líður og segja frá því getur valdið manni sjálfum og öðrum erfiðleikum, eins og sumar persónurnar reyna. En jól- in eru tími sannleikans og það er þess virði að mæta hindrunum til að uppfylla köllun jólastundarinnar. Tími öryggis og hlýju Í jólaguðspjallinu mætum við þrá okkar fyrir öryggi, skjól og hlýju. Í fjárhúsinu sem Jesúbarnið kom í heiminn brýst ljósið fram úr myrkviðum næturinnar. Jatan er tákn um næringu og umhyggju sem við þurfum til að lifa af og síðast en ekki síst er nýfædda barnið tákn um líf og upphaf, hreinleika og ást. Þessar frummyndir af ljósinu og jötunni hitta okkur í hjarta- stað og taka form í minningum okkar og reynslu. Það hvernig við höldum jólin tjáir þetta að einhverju leyti. Þörfin fyrir ör- yggi og næringu kemur fram í áherslunni á þægindi og góðgerð- ir sem einkennir hátíðahaldið. Köllunin til að sýna kærleika og veita umhyggju sýnir sig í því að við viljum gefa gjafir og gera öðrum gott. Verum ljósfólk Kristin trú er trú lífsins alls, trú heildarinnar. Hún nær bæði til dimmunnar í lífinu og til birtunnar. Áskorunin okkar er að dvelja aldrei í myrkrinu eða við það, heldur stíga þaðan yfir í ljósið. Kveikja ljós þar sem myrkur er. Á þann minna jólin okk- ur. Þau minna okkur á að horfast í augu við myrkrið og kveikja ljós. Þau minna á ljósþörfina í okkar lífi og annarra. Þau kalla okkur til að vera ljósfólk, sem kveikir ljós í eigin lífi og annarra. Guð gefi þér gleðileg jól Höfundar eru prestar. Árni Svanur er vefprestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu og Kristín Þórunn er héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi. Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár HENSON Valsblaðið2011 15 Starfiðermargt Gott starfsfólk hjá Val Að lokum vil ég þakka starfsfólki Knatt- spyrnufélagsins Vals undir stjórn fram- kvæmdastjóra fyrir vel unnin störf og gott samstarf á árinu. Sérstakar þakkir fá allir þeir fjölmörgu Valsmenn sem lagt hafa félaginu lið á 100 ára afmæli þess sem og allur sá fjöldi Valsmanna sem heimsótti Hlíðarenda og tók þátt í fjöl- breyttu starfi og þeim uppákomum sem verið hafa á allt árið. Ég vil fyrir hönd stjórnar Vals óska öllum iðkendum, félagsmönnum, starfsmönnum félagsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um gott og farsælt samstarf á nýju ári. Valskveðja, Hörður Gunnarsson formaður. stækkandi hóps eldri borgara sem kallar eftir aukinni hreyfingu, félagslegu sam- neyti og vill gjarnan nýta krafta sína og reynslu með því að leggja félagsstarfinu lið. Blómlegt félagsstarf Félagsstarf innan Vals er með miklum blóma þó að mikil orka hafi farið í að gera afmælisárið sem glæsilegast úr garði. Haldið var árlegt golfmót og eins og svo margt annað á afmælisárinu var það hið fjölmennasta og glæsilegasta sem haldið hefur verið hingað til. Brids- og skákmót voru einnig haldin og með veg- legri hætti en oft áður og voru fjölsótt. Valskórinn hélt úti þróttmiklu starfi á árinu, hélt glæsilega afmælistónleika ásamt því að koma fram við ýmis tæki- færi tengd afmælisárinu auk annarra upp- ákoma. Fjölmennasta herrakvöld í sögu félagsins var haldið á haustmánuðum og tókst með miklum ágætum. Vil ég þakka skipuleggjendum þessara viðburða fyrir þeirra aðstoð. Fulltrúaráðið stafar nú af miklum þrótti og heldur reglulega fundi ásamt því að koma að stuðningi við ýmis verkefni innan félagsins. Hverfadagur að Hlíðarenda og aukin tengsl við nágrennið Í ár var Hverfadagurinn haldinn hér að Hlíðarenda og ég vona að sá dagur hafi aðeins verið upphafið að enn öflugra samstarfi íbúa og félagasamtaka á félags- svæði Vals. Knattspyrnufélagið Valur á ætíð að vera opið fyrir nýrri nálgun og nýjum leiðum þegar kemur að starfi með fólki á öllum aldri. Við eigum að vera óhrædd við að víkka sjóndeildarhringinn og tilbúin til samstarfs við fagfólk á sviði lýðheilsu og þjálfunarfræða. Fjölmargar kannanir hafa sýnt að það á að vera keppikefli að bjóða börnum og ungling- um upp á fjölbreytilegt starf sem heldur þeim virkum í leik og starfi. En með virkni er átt við allt skipulagt starf eða þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem börn og unglingar stunda með námi. Margar kannanir sýna að börn og ungt fólk sem eru virkir þátttakendur í leik og starfi hafa jákvæðari sjálfsmynd en jafn- aldrar þeirra sem ekki taka þátt. Þá má segja að ávinningurinn sé endalaus; já- kvæðari andleg og líkamleg líðan, auk heilbrigðari lífsvenja sem tengjast svefni, hreyfingu og mataræði. Þessir krakkar standast betur álag, þeir tileinka sér oftar gott skipulag, aukna félagsfærni og mynda jákvæðari félagstengsl. Meðal barna og unglinga sem eru virk í skipu- lögðu íþrótta- og tómstundastarfi er minni hætta á sjálfskaðandi hegðun, ein- angrun og neikvæðum félagsskap. Af þessum upplýsingum má ráða að Valur á að leggja hér eftir sem hingað til mikla áherslu á að sinna vel skyldum sínum þegar kemur að börnum og unglingum og er það mitt mat að okkur hafi miðað vel fram á veginn undir stjórn Ragnhild- ar Skúladóttur íþróttafulltrúa Vals. Þjálf- arar og foreldrar verða að taka höndum saman og halda vel utan um hópinn og fylgja þeim vel eftir. Við verðum á öllum tímum að vera vakandi fyrir áhugaverð- um þróunarverkefnum, sjá starfið blómstra og vera alltaf tilbúin til að sjá nýjar leiðir og sóknarfæri. Í því sambandi er rétt að horfa til breyttra áherslna í þjálfun yngstu barnanna, horfa til fjöl- greinaþjálfunar sem hefur sýnt sig að eykur áhuga og fjölbreytta færni hjá börnum sem skilar sér margfalt í ánægju, vellíðan og árangri. Ekki má gleyma því að afreks- og meistaraflokkar hafa einnig mjög gott af fjölbreyttri þjálfun sem reynir á ólíka þætti. Jafnframt langar mig til þess að við á Hlíðarenda horfum til ört Guðmundur Sigurgeirsson er einn ótal margra sjálfboðaliða sem standa vaktina ár eftir ár á Hlíðarenda til að halda fjöl- breyttu starfi gangandi og var í hópi 44 einstaklinga sem voru sæmdir gullmerki Vals á afmælisárinu. 1B B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 11 12 27 6 V al ur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.