Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 12
Valsblaðið2011 7
í dag Helga Birkisdóttir og eru vikir fé-
lagar í kórnum 24. Það er ósk mín að
krafta kórsins muni njóta við í sem flest-
um af þeim viðburðum sem á vegum
félagsins verða á næsta ári. Það er mikill
félagslegur styrkur af starfsemi kórsins
en þar fyrir utan sinnir kórinn mikilvægu
samfélagslegu verkefni, s.s með heim-
sóknum sínum á dvalarheimili og sjúkra-
stofnanir ásamt því að vera okkur til ynd-
isauka við hin ýmsu tækifæri. Langar að
færa kórfélögum smá þakklætisvott frá
félaginu fyrir að vera með okkur í dag
eins og ávallt þegar eftir því er óskað.“
Félagsstarf
starfi. Valskórinn sem er með okkur hér í
dag er eitt þessara sérkenna en leiða má
líkur að því að Valur sé eina íþróttafélag
landsins sem hefur öflugan kór innan
sinna vébanda. Kórinn sem nú er á sínu
18. starfsári er undir stjórn kórstjórans
Báru Grímsdóttur en formaður kórsins er
stöðu, og þá helst í hópi þeirra yngstu.
Ánægjuvog Íþróttabandalags Reykjavík-
ur sýnir svo ekki verður um villst að okk-
ur hefur tekist með samhentu átaki mjög
vel upp á liðnum mánuðum og árum.
Krakkar í Val eru ánægðari með félagið
sitt en jafnaldrar þeirra í öðrum félögum,
þ.e. þeir eru jákvæðari gagnvart þjálfur-
um og starfsfólki ásamt aðstöðu en
krakkar annarra félaga. Í haust setti Valur
síðan á fót fjölgreinaskóla fyrir yngstu
iðkendurna sem er frábært framtak því
mikilvægt er að taka vel á móti krökkum
sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþrótta-
iðkun og hjálpa þeim að auka ánægju og
hreyfigetu með iðkun sinni frá fyrstu tíð.
Yngri flokkarnir eru fjöregg félagsins og
þar verðum við að halda áfram á þeirri
braut framfara sem við höfum fetað og
megum í engu til spara. Vil ég þakka yf-
irmanni barna- og unglingastarfs ásamt
þjálfurum, foreldrum og öðrum starfs-
mönnum Vals fyrir frábært og árangurs-
ríkt starf.“
Kristilegur grunnur Vals
Um grunn félagsins sagði Hörður: „Knatt-
spyrnufélagið Valur er stofnað á kristileg-
um grunni. Það undirstrika mörg af ein-
kunnarorðum félagsins sem eru okkur
flestum kunn. Aldrei hefur verið mikil-
vægara en nú að sýna meðbræðrum okkar
samstöðu og stuðning því á brattann er að
sækja fyrir marga. 3. flokkur kvenna stóð
sem með einstakri prýði á knattspynuvell-
inum í sumar innanlands og ekki síður er-
lendis. Það var jafnvel ennþá ánægjulegra
að fylgjast með stelpunum á jólaföstunni
en þar sýndu þær í verki að krakkar sem
fá uppeldi sem grundvallast á gildum Vals
eru tilbúnir að leggja á sig vinnu og fyrir-
höfn til að hjápa þeim sem höllum fæti
standa og eru hjálpar þurfi. Stelpurnar
stóðu fyrir fatasöfnun til styrktar Fjöl-
skylduhjálp Íslands, söfnuðu dósum til
jólagjafakaupa og stóðu síðan fyrir balli
fyrir 12–15 ára krakka í Val þar sem þær
söfnuðu 47,500 krónum og færðu Barna-
spítalanum að gjöf. Sannarlega lofsvert
framtak sem á að vera okkur hinum til eft-
irbreytni, hafið bestu þakkir fyrir.“
Valskórinn
Hörður þakkaði Valskórnum fyrir fram-
lag sitt til félagssatarfsins og sagði við
það tækifæri: „Eitt af því marga sem sem
markar sérstöðu Vals sem íþróttafélags er
fjölbreytnin sem er hér í öflugu félags-
Valsmenn léttir í lund á afmælisárinu
Valur bauð upp á fjölbreytta dagskrá á 100 ára afmælisárinu sem hófst þegar merki af-
mælisársins og fánar voru afhjúpaðir á Hlíðarenda hinn 31. desember 2010 og lýkur
með kjöri íþróttamanns Vals 31. desember 2011. Hver atburðurinn tók við af öðrum á
árinu:
Brenna og blysför á Hlíðarendasvæðinu 6. janúar. •
Keppni allra iðkenda í handknattleik við önnur félög 13. febrúar. •
Skólaleikar Vals 15. mars. •
Afmælismót í bridge og skák í mars. •
Keppni allra iðkenda í körfuknattleik við önnur félög 16. apríl. •
Hátíðarsýning sett upp í íþróttahúsinu í maí. •
Kvöldverður og dansleikur Valsmanna að Hlíðarenda 7. maí. •
Afmælistónleikar Valskórsins 9. maí. •
Krans lagður að styttu séra Friðriks að Hlíðarenda að morgni 11. maí. •
Athöfn í samstarfi við KFUM við styttu sr. Friðriks í Lækjargötu í hádeginu 11. maí. •
Hátíðardagskrá að Hlíðarenda síðdegis 11. maí. •
Skemmtanir og dansleikur fyrir yngri iðkendur Vals að Hlíðarenda 13. maí. •
Dagskrá helguð sr. Friðriki á afmælisdegi hans 25. maí við KFUM. •
Afmælishlaup Vals frá Hlíðarenda 28. maí. •
Keppni allra iðkenda í knattspyrnu við önnur félög 2. júní. •
Afmælisgolfmót Vals 10. júní. •
Herrakvöld Vals 4. nóvember. •
Jólatónleikar Valskórsins og Fóstbræðra 14. desember. •
Útgáfa bókarinnar Áfram, hærra! – Knattspyrnufélagið Valur 100 ára, í desember. •
Kjör íþróttamanns Vals 31. desember•
10 Valsblaðið2011
Starfiðermargt
Þrír stórir titlar á afmælisárinu
Í skýrslu deilda verður árangri félagsins
gerð nánari skil en þó er vert að minnast
þess að Valur vann þrjá stjóra titla á árinu
eða um 30% af öllum þeim titilum sem fé-
lagið keppti um, sem verður að teljast
mjög góður árangur, og samtals hefur 102
Íslands- og bikarmeistaratitlum verið
fagnað á Hlíðarenda. Að auki fögnuðu
meistaraflokkar okkar fimm öðrum titlum,
s.s. í deildarbikarkeppnum og Reykjavík-
urmótum. Að auki varð Valur Reykjavík-
urmeistari íþróttafélaga í skák og er það
stefna aðalstjórnar að efla eigi þessa göf-
ugu íþrótt innan félagsins.
Á gamlársdag 2010 var Hrafnhildur
Ósk Skúladóttir kjörin íþróttamaður Vals,
en þetta var í 19. sinn sem kjörið fór
fram. Hrafnhildur var vel að þessu kjöri
komin eins og allir þeir sem þessa heið-
kaupum á vörum og þjónustu. Að auki
naut Valur ómetanlegs stuðnings frá Vals-
mönnum h/f á árinu og sýndu enn einu
sinni hversu mikilvægur bakhjarl þeir eru
félaginu. Barna- og unglingastarf félags-
ins naut ríkulegs stuðnings Fálkanna á
árinu eins og undanfarin ár sem er starfinu
mikilvægt. Kunnum við öllum þeim aðil-
um sem studdu við starfsemi félagsins
bestu þakkir fyrir stuðninginn og sam-
starfið á árinu.
um, s.s. minnkandi opinberum framlög-
um, töluverðum kostnaði vegna afmælis-
ársins, sem og að það er erfiðara en áður
að fá fyrirtæki til samstarfs. Sem betur fer
erum við þó í góðu samstarfi við marga
öfluga aðila og á árinu hafa bæst í þann
góða hóp fyrirtækin N1 og Bílaleiga Ak-
ureyrar. Við bjóðum þessi fyrirtæki vel-
komin til samstarfs um leið og ég hvet
félagsmenn til að láta þessi fyrirtæki njóta
velviljans í garð Vals þegar hugað er að
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í handbolta fagna Íslandsmeistaratitlinum vorið 2011 á viðeigandi hátt eftir geysispennandi loka-
leik í viðureign við Fram. Viðureignin fór 3-0 og úrslitin réðust í leik sem var tvíframlengdur og vannst í vitakeppni þar sem fyrir-
liðinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir tryggði þeim titilinn.
Baldur Bongó var mættur á úrslita-
leikina í bikarkeppninni í handbolta með
trommurnar ásamt fjölda stuðnings-
manna sem hvatti bæði karla- og
kvennaliðið til dáða. Ómetanlegt fyrir
félagið að eiga svona flotta stuðnings-
menn sem skipta sköpum.
1B
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
1112276 V
alur