Valsblaðið - 01.05.2011, Page 21
Valsblaðið 2011 19
Starfið er margt
félaginu Val og stýrði því þangað til í
mars 2009.
Þegar ég kom að störfum fyrir Val árið
1999 var staðan erfið. Við áttum við upp-
safnaðan fjárhagsvanda að stríða vegna
vegna fjárfestinga frá árum áður og líka
vegna rekstrar sem hafði ekki gengið
sem skyldi. Allur rekstrargrunnur var
orðinn ansi skakkur. Þó að menn gættu
ítrasta aðhalds í rekstri félagsins á þess-
um tíma þá fór meira eða minna allt
sjálfsaflafé í vaxtagreiðlur og afborganir
af lánum. Allt félagsstarf leið mjög fyrir
þetta ástand þannig að Valur var eigin-
lega að koðna niður.”
Flutningur Vals í Grafarvog
skoðaður
„Stuttu eftir að ég tók að mér forystu í
knattspyrnudeildinni og varð um leið
stjórnarmaður í aðalstjórn félagsins, tók
ég þátt í því ásamt þáverandi aðalstjórn
Mér fannst þetta allt vera að fara á
verri veg auk þess sem aðstöðuleysi að
Hlíðarenda var orðið mjög sláandi og al-
menn staða félagsins var slæm.. Mér rann
þetta til rifja. Ég stóð því frammi fyrir
því að annaðhvort léti ég sem ekkert væri
eða ég byði mig fram til starfa.
Að láta þetta fram hjá sér fara hefði
verið eins og að afneita hluta af sjálfum
sér. Alls ekki ósvipað og afneita nákomn-
um ættinga. Valur var búinn að vera svo
stór hluti af mínu lífi. Þetta var því yfir-
veguð ákvörðun að vissu leyti. Hins veg-
ar var ég á þessum tíma nýbúinn að opna
nýjan baðstað við Bláa Lónið og svo var
það að sjálfsögðu fjölskyldan. Að því
leytinu var þetta óskynsamleg ákvörðun.
Ég tók við formennsku í knattspyrnu-
deildinni haustið 1999 og 1. desember
það ár stofnuðum við Valsmenn hf. Þetta
markaði upphafið að þátttöku minni í
félagsstarfinu að nýju. Haustið 2002 tók
ég síðan við formennsku í Knattspyrnu-
Til forystu fyrir Val í níu ár
Hvernig atvikast að þú tekur að þér trún-
aðarstörf fyrir Val?
„Eftir að ég hætti að spila var ég for-
maður meistarflokksráðs knattspyrnu-
deildar 1986 og 1987 og fór meðal ann-
ars sem fararstjóri til Torino þegar við
lékum við Juventus 1987. Síðan hætti ég
alveg afskiptum þangað til að ég tók að
mér formennsku í knattspyrnudeildinni
1999.
Gengi karlaliðsins í knattspyrnu var
ágætt í upphafi 10. áratugarins. Við Vals-
menn urðum bikarmeistarar þrjú ár í röð
þegar Ingi Björn Albertsson var þjálfari
liðsins. Svo hallaði undan fæti og haustið
1999 féll Valur úr efstu deild í knatt-
spyrnu í fyrsta skipti sem var mikið áfall.
Það hafði alltaf verið okkur Valsmönnum
mikið metnaðarmál að vera eina knatt-
spyrnulið landsins sem aldrei hafði spil-
að í næst efstu deild.
Hópur Valsstráka í 5. flokki sennilega árið 1965. Efri röð f.v. Halldór Einarsson, aðstoðarþjálfari, Magnús Magnússon, Jón
Þorvarðarson, Guðmundur Björgvinsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Jón Guðmundsson, Lárus Loftsson, þjálfari. Neðri röð f.v. Einar
Kjartansson, Óskar Magnússon, Örn Geirsson, Kristján Bernbourg, Grímur Sæmundsen. Ef rýnt er í myndina má sjá ýmsar útgáfur
Valsbúningsins.
30 Valsblaðið 2011
Starfið er margt
7. flokkur karla
Þjálfarar: Ágústa Edda Björnsdóttir og
Ingvar Guðmundsson
Það hefur fjölgað mikið í 7. flokki
karla í vetur og hafa nýir og nýir efnileg-
ir handboltastrákar byrjað að æfa í hverj-
um mánuði. Í flokknum eru nú yfir 40
drengir og er hann fjölmennasti flokkur-
inn í handboltadeildinni. 7. flokkur tók
þátt í þremur mótum í ár. Það síðasta var
haldið á Selfossi og var það fyrsta hand-
boltamótið sem strákarnir gistu á. Spenn-
ingurinn var því mikil en skemmst er frá
því að segja að strákarnir stóðu sig með
miklum sóma bæði innan vallar sem
utan.
8. flokkur karla
Þjálfari: Ágústa Edda Björnsdóttir
8. flokkur karla var ansi fámennur þeg-
ar tímabilið fór af stað í haust en smám
saman hefur bæst í hópinn og í vor voru
15 strákar að æfa. Strákarnir hafa tekið
miklum framförum í vetur og er gaman
að fylgjast með þeim spila á æfingum því
þar eru miklir keppnismenn á ferð.
Flokkurinn tók þátt í einu móti í vetur
sem fram fór í Mýrinni í Garðabæ. 2 lið
voru skráð til leiks og þrátt fyrir að
nokkrir væru nýbyrjaðir að æfa stóðu lið-
in sig frábærlega. Bæði lið töldu sig hafa
unnið alla sína leiki en þrátt fyrir að eng-
in markatafla sé í 8. flokki fylgjast strák-
arnir grannt með stöðunni og kalla hana
upp hátt og snjallt, sérstaklega þegar Val-
ur er yfir.
7. og 8. flokkur kvenna
Þjálfarar: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir
og Bryndís Bjarnadóttir
Stelpurnar í 7. og 8. fl. kvenna tóku
þátt í öllum mótum sem í boði voru og
stóðu stúlkurnar sig vel og voru félaginu
til mikils sóma. M. a. var farið á mót á
Selfossi þar sem gist var í eina nótt, með
kvöldvöku og sundferð og var þetta frá-
6. flokkur kvenna
Þjálfarar: Hildigunnur Einarsdóttir og
Íris Ásta Pétursdóttir
6. flokkur kvenna hefur tekið miklum
framförum á liðnu ári. Áhuginn hefur
aukist sem og metnaður til að verða að
betri handboltakonum. Vegna góðrar
ástundunar hefur tækni og sýn orðið betri
og hefur það skilað sér á mótum í vetur.
Allar stelpurnar hafa sett sér það mark-
mið að fá að spila meðal þeirra bestu.
Frábært hefur verið að fylgjast með þeim
á mótum í vetur þar sem þær sýna mikið
keppnisskap og sigurvilja.
Mestu framfarir eldra ár: Heiðrún
Berg Sverrisdóttir
Mestu framfarir yngra ár: Hugbjörg
Helgadóttir
Besta ástundun eldra ár: Þórhildur
Bryndís Guðmundsdóttir
Besta ástundun yngra ár: Þóra Björk
Þórsdóttir
Leikmaður flokksins: Daníela Björg
Stefánsdóttir
Besta ástundun eldra ár: Ásgeir Snær
Vignisson
Besta ástundun yngra ár: Arnór Snær
Óskarsson
Leikmaður flokksins: Jón Freyr Ey-
þórsson
Íslandsmeistarar Vals í 6. flokki A liða í handknattleik, en þetta var fyrsti Íslands-
meistaratitill félagsins á afmælisárinu. Efri röð frá vinstri: Tjörvi Týr Gíslason, Viktor
Andri Jónsson, Anton Rúnarsson þjálfari (ásamt Gunnari Erni Birgissyni og Óskari
Bjarna Óskarssyni). Neðri röð frá vinstri: Stiven Tobar, Úlfar Páll Monsi Þórðarson,
Bjartur Elí Elíasson og Arnór Snær Óskarsson. Liggjandi fyrir framan: Sveinn Óli
Guðnason og Hallmann Ísleifur Sigurðsson.
2B
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
11
12
27
6
V
al
ur