Valsblaðið - 01.05.2011, Side 28
Lífsorka
með nýtingu náttúruaflanna
Skráðu þig í Vinaklúbbinn og njóttu betri kjara af fjölbreyttri þjónustu
http://www.bluelagoon.is/Badstadur/Vinaklubbur-Blaa-Lonsins/
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R
26 Valsblaðið 2011
Starfið er margt
inn á lokahófi HSÍ og Hrafnhildur Ósk
og Rebekka Rut voru valdar í lið ársins
og Stefán Arnarson þjálfari liðsins var
kosinn besti þjálfarinn.
Nokkrar breytingar urðu á leikmanna-
hópnum í sumar, Rebekka Rut Skúladóttir
fór að starfa sem sokkabuxnafyrirsæta í
Danmörku, Camilla Transel og Annette
Kopling lögðu skóna á hilluna og Íris Ásta
Pétursdóttir nam land í Noregi og er þeim
þakkað fyrir framlag sitt til félagsins.
Nýir leikmenn sem komu til okkur eru
Þorgerður Anna Atladóttir, Heiðdís Guð-
mundsdóttir, Hildur Marín Andrésdóttir,
Þórunn Friðriksdóttir og Nataly Sæunn
Valencia og Arnheiður Guðmundsdóttir.
Liðið hóf undirbúning fyrir nýtt tímabil í
júlí og fór síðan á sterkt mót í Tékklandi
í ágúst í stað þess að taka þátt í Reykja-
víkurmótinu, þegar þetta er skrifað hefur
liðið spilað sex leiki og er á toppnum í
deildinni með 12 stig.
Þjálfari Valsliðsins er Stefán Arnarson
og er hann á sínu fjórða tímabili með liðið,
honum til aðstoðar eru, Jóhannes Lange,
Valgeir Viðarsson og Viðar Halldórsson.
2. flokkur karla
Þjálfarar: Heimir Ríkarðsson og Óskar
Bjarni Óskarsson
Um 20. leikmenn æfðu með flokknum
veturinn 2010–2011 en aðeins einn leik-
maður var á elsta ári og því flestir leik-
manna áfram í vetur. Vegna þessa sendi
Valur tvö lið til keppni í Íslandsmótinu
og lið 1 lék í 1. deild og tapaði fyrir
Haukum með tveimur mörkum í átta liða
úrslitum Íslandsmótsins. Þá datt liðið út í
undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Þá lék
lið tvö í 2. deild en komst ekki upp úr
deildinni og því ekki í úrslitakeppnina.
Í vetur sendir Valur einnig tvö lið til
keppni í Íslandsmótinu og hafa bæði lið-
in hafið mótið ágætlega og eru meðal
efstu liða í hvorri deild, nokkrir efnilegir
drengir eru einnig að spila með meistara-
flokki.
Atli Báruson var valinn sem besti leik-
maður og Sigurður Ingiberg Ólafsson
efnilegastur.
Þjálfari í vetur er Heimir Ríkarðsson
og honum til aðstoðar er Maksim Ak-
bachhev.
Valsarar sem voru boðaðir á landsliðs-
æfingar á þessu ári voru:
Agnar Smári Jónsson,
Arnar Daði Arnarsson,
Bjartur Guðmundsson,
Sigurður Ingiberg Ólafsson,
2B
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
1112276 V
alur