Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 30
Valsblaðið 2011 21
Starfið er margt
þjónustunnar og hef verið í stjórn Sam-
taka atvinnulífsins fyrir hönd SAF í
nokkur ár og nú síðustu tvö árin verið
varaformaður stjórnar SA. Vægi SA hef-
ur vaxið mikið sérstaklega eftir banka-
hrunið. Það eru mjög krefjandi verkefni á
þeim vettvangi og erfið úrlausnar. Ég er
þeirrar skoðunar að efnahagskreppan sem
við búum við nú sé heimatilbúin og
stjórnvöld séu því miður ekki að standa
sig í stykkinu við að leiða okkur út úr
þeim ógöngum.
En í störfum á þessum vettvangi nýt ég
félagslegrar reynslu úr starfi mínu fyrir
Val. Það kemur manni alltaf að góðum
notum að hafa verið virkur í íþrótta- og
félagsstarfi – ég tala nú ekki um hjá
jafnfrábæru félagi og Knattspyrnufélag-
inu Val.”
verið að Hlíðarenda, er rétta tækið í þetta
verkefni. Við þurfum samt að vera þolin-
móð næstu árin til að sjá eðlilega endur-
nýjun á Valsmönnum í afreksliðum
félagsins en ég er sannfærður um að þeir
tímar koma. Hluti af þessari framtíðarsýn
er íbúðabyggð á byggingareitum Vals-
manna hf á Hlíðarendareit og það verður
að sjálfsögðu Valssvæði.”
Í forystu fyrir Samtök
atvinnulífsins
Eftir að þú hættir uppbyggingu að Hlíð-
arenda sem formaður Vals fyrir tveimur
árum er þá íslenskt samfélag næst á dag-
skrá?
„Það er svo að ég dróst inn í félagstarf
í atvinnulífinu í gegnum Samtök ferða-
Sú hugmynd að taka yfir íþróttastarf-
semi í miklu fjölmennari eystri byggðum
borgarinnar er efnislega alveg jafn gild í
dag eins og hún var þegar við Valsmenn
vorum að vinna að henni fyrir rúmum tíu
árum síðan.
Í þessu efni má benda á að Knatt-
spyrnufélagið Fram er nú með starfsemi
á tveimur stöðum – í Safamýri og í Graf-
arholti – og hafa Framarar þar nýtt sér
þær grunnhugmyndir sem við settum
fram um flutning Vals í Grafarvog.
En við getum verið sáttir við stöðuna,
eins og hún er nú á 100 ára afmæli Vals.
Félagið á nú að Hlíðarenda skuldlaust
glæsilegustu íþróttamannvirki landsins,
sem eru grunnur frekari félagslegra land-
vinninga.”
Barna- og unglingastarfið
mikilvægast
Hver telur þú mikilvægustu verkefni Vals
nú þegar félagið horfir til næstu aldar í
starfsemi sinni?
„Mikilvægast er að tryggja félagslega
endurnýjun í Val. Við þurfum að laða að
félaginu börn og unglinga sem geta
þroskast sem afreksmenn í þeim greinum
sem stundaðar eru innan Vals en einnig
verðum við að breikka stuðningsmanna-
grunninn og fá hæfa einstaklinga til
félagslegrar forystu.
Það er ljóst að við eigum töluvert í
land til að ná þeim iðkendafjölda, sem
við teljum ásættanlegan, ef við berum
okkur saman við önnur félög í borginni
t.d. KR og Fjölni eða í nágrannasveitar-
félögum t.d. Breiðablik og FH. Hin frá-
bæra íþróttaaðstaða, sem sköpuð hefur
Grímur þótti harður í horn að taka, lék sem miðvörður og var fyrirliði öll árin í yngri
flokkunum. Í meistaraflokki lék hann stöðu vinstri bakvarðar og var fyrirliði Vals frá
1981–1985. Grímur endaði feril sinn með því að fagna Íslandsmeistaratitli árið 1985.
Grímur með afastrákinn og nafna sinn
Grím Goða, sem að sjálfsögðu hefur
verið skráður í Val.
28 Valsblaðið 2011
Starfið er margt
4. flokkur karla
Þjálfari: Maksim Akbachev
Hópurinn var fámennur í vetur en með
hjálp frá strákunum úr 5. flokki gekk vel
að manna æfingarnar. Engu að síður
lentu strákarnir í 5. sæti í annarri deild og
spiluðu á tíma eins og meistarar. Þetta
eru flottir strákar sem geta með mikilli
vinnu orðið flottir handboltamenn.
Mestu framfarir: Guðmundur Steinn
Kjeld
Besta ástundun: Björn Tómasson
Leikmaður flokksins: Guðmundur Þórir
Hjaltason
4. flokkur kvenna
Þjálfarar: Karl Guðni Erlingsson og Jó-
hannes Lange
4. fl. kvenna samanstendur af 13 stelp-
um sem eru mjög öflugar sem hópur
bæði innan og utan vallar. Árangur
flokksins í vetur var mjög góður, en liðið
spilaði í 1. deild þar sem keppnin um
þrjú efstu sætin var mjög hörð framan af
vetri en vegna nokkurra ástæðna varð
það okkar hlutskipti að enda í þriðja sæti
í deildarkeppninni þar sem liðið spilaði
21 leik, unnu 12, gerðu 3 jafntefli og töp-
uðu 6. Liðið fór svo í úrslitakeppni og
komst í undanúrslit en töpuðu fyrir sterku
liði Selfyssinga sem síðar urðu Íslands-
meistarar. Flokkurinn tók einnig þátt í
Eimskipsbikarkeppninni og þar komst
liðið einnig í undanúrslit en þurftu að
sætta sig við tap eftir framlengdan leik
við ÍBV á útivelli. Það er ljóst að þessar
stelpur eiga framtíðina fyrir sér ef þær
sinna íþróttinni vel og ef þær gera það þá
er líklegt að þær eigi eftir að skila sér alla
leið upp í meistaraflokk félagsins.
2A
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
2
1112276 V
alur