Valsblaðið - 01.05.2011, Side 42

Valsblaðið - 01.05.2011, Side 42
40 Valsblaðið 2011 Starfið er margt „Samtakamáttur félaga í Val hefur allar götur frá stofnun félagsins gert því kleift að halda úti fjölbreyttu starfi. Grunngildi félagsins hafa þjappað félagsmönnum saman og skapað þá samkennd sem ein- kennt hefur Val frá upphafi. Við höfum alltaf haft á að skipa framsýnum stjórnar- mönnum og sjálfboðaliðum sem í gegn- um tíðina hafa verið tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu fyrir félagið,“ segir Hörður Gunnarsson formaður Knatt- spyrnufélagsins Vals. Allt frá í barnæsku hefur Hörður verið Valsmaður. Hann er reyndar fæddur og uppalinn austur á Fáskrúðsfirði og var sem strákur í Ungmennafélaginu Leikni sem lék í hvítum og rauðum búningum. „Rautt og hvítt hafa alltaf verið mínir litir í íþróttum. Valur átti þegar ég var strákur góða leikmenn og fyrirmyndir sem föng- uðu hugann. Sigurður Dagsson, Hermann Gunnarsson og fleiri í knattspyrnu og síð- an Ólafur H. Jónsson, Ólafur Benedikts- son og allir þeir í handboltanum. Ég fylgd- ist með þeim í gegnum útvarpslýsingar og síðan í blöðum,“ segir Hörður. „Eitt fyrsta veðmálið sem ég vann var þegar ég spáði fyrir um leik Vals og Ben- fica 1968 en þótti þó ekki spámannlega vaxinn – ekki fyrr en flautað hafði verið til leiksloka! Ég sá Val fyrst leika í bikar- keppni þegar þeir komu austur á land og unnu Þrótt Neskaupsstað 15:0 að mig minnir. Var fæstum skemmt ef ég er frá- talinn enda hélt ég einn með Val í þess- um leik.“ Hörður lagði sem ungur maður stund á körfuknattleik og æfði með Val í ein þrjú ár eftir að hann kom til Reykjavíkur í nám. Í framhaldinu lá leiðin í félagsmál- in; fyrst var á vettvangi körfuknattleiks- deildar en síðan tók Hörður sæti í aðal- stjórn Vals hvar hann starfaði með tveim- ur formönnum, Reyni Vigni og Grím Sæmundsen. Var svo kjörinn formaður félagsins fyrir tveimur árum og í það heila spanna stjórnarstörf Harðar fyrir Val tæpan aldarfjórðung. Hlíðarendi á að vera hornsteinn æskulýðs- og tómstundastarfs í félagshverfinu sínu Viðtal við Hörð Gunnarsson formann Vals í Morgunblaðinu í tilefni af 100 ára afmæli félagsins Hörður Gunnarsson formaður Vals og Reynir Vignir (t.v.) formaður afmælis- nefndar ásamt Sturlu Ásgeirssyni fyrirliða í handknattleik með sigur- laun frá bikarkeppninni 2011. Valsblaðið 2011 41 Starfið er margt rekstri. Eðlileg skylda íþróttafélags er að vinna að fjölbreyttum markmiðum með börnum og unglingum, skapa þeim ákjós- anlegan vettvang til að þroska félagsfærni sína en jafnframt því að ástunda heil- brigða keppni í íþróttum með það að markmiði að ná sem bestum árangri. Hlíð- arendi er og á að vera staður þar sem kyn- slóðir mætast, standa saman og vinna að sameiginlegum markmiðum, jafnframt því að vera hornsteinn æskulýðs- og tóm- stundastarfs í félagshverfinu sínu. Valur hefur ríkar samfélagslegar skyldur og sinnir þeim á margvíslegan hátt.“ Sjálfboðaliðastarf er hryggjarstykkið í starfi sérhvers íþróttafélags. Hörður bendir þar á að margir leggi starfi Vals lið, bæði úr röðum foreldra og almennir félagsmenn – sem hverjir leggi af mörk- um hundruð klukkustunda á ári hverju til hagsbóta fyrir nærumhverfi sitt og sam- félagið í heild. Þessu fólki verði framlag- ið aldrei nægjanlega þakkað. „Það er lögð mikil áhersla á að auka menntun og færni þjálfara, gera starfið allt faglegra og auka við uppeldislega þætti í íþróttastarfinu. Við höfum sérstak- lega lagt okkur eftir því að tryggja jafnan hlut kynjanna, bæði þegar kemur að fjölda æfinga, æfingatímum, menntun þjálfara og við reynum að virkja jafnt karla sem konur til ábyrgðarstarfa. For- varnir og áhersla á heilbrigðan lífsstíl iðkenda er alltaf að verða viðameiri í starfi okkar. Það er ábyrgðarhluti að sjá um íþróttalegt uppeldi barna og unglinga svo vanda þarf til verka.“ Í dag eru eru hátt á þriðja þúsund skráðir félagar í Val, en ekki greiðir allur sá fjöldi félagsgjöld að jafnaði. Iðkend- um yngri flokka hefur stöðugt fjölgað en Þeir sem þekkja sögu Vals vita að fyrir starf frumkvöðla getur Valur státað af einstaklega góðri aðstöðu á Hlíðarenda – sem hefur frá árinu 1939 verið miðpunkt- urinn í öllu starfi Vals. Þá markaði það tímamót í starfsemi Vals þegar félagið gerði samning við Reykjavíkurborg árið 2002 hvar gengið var frá framtíðarskipu- lagi íþróttasvæðisins á Hlíðarenda og fé- lagið ásamt borginni seldi hluta lands- svæðis síns til fjármögnunar á nýjum íþróttamannvirkjum sem og til upp- greiðslu skulda. „Þessi samningur og salan á landinu markaði straumhvörf í starfi Vals. Við, ólíkt flestum öðrum íþróttafélögum, eig- um félagssvæði okkar og höfum að stórum hluta staðið straum af kostnaði við uppbyggingu íþróttamannvirkja og félagsaðstöðu á svæðinu,“ útskýrir Hörð- ur sem segir starfsemi Vals rekna með líku lagi og fyrirtæki – enda þó afreks- svið félagsins og svo barna- og unglinga- svið séu aðskilin. Meistaraflokkar félagsins eru í raun reknir eins og fyrirtæki en þar eru tekjur og gjöld hæst. Auglýsingatekjur, styrkir og innkoma á leiki eru helstu tekjuliðir meistaraflokka. Það er því miður enn út- breiddur misskilningur að færðar séu tekjur frá yngri flokkum til reksturs meistaraflokka. „Æfingagjöld sem greidd eru í barna og unglingaflokka standa engan veginn undir kostnaði. Það kostar 80 til 90 þúsund á ári að hafa barn í íþróttum, það er kostnaður íþróttafélagsins við laun þjálfara, húsnæði og fleira Æfingagjöld sem foreldrar greiða ná að standa undir um helming þess, styrkur kemur á móti að nokkru en af- ganginn þarf félagið að fjármagna úr eigin á því svæði sem félagið hefur helgað sér eru þrír grunnskóla, það er Austurbæjar- skóli, Hlíðaskóli og Háteigsskóli ásamt Ísaksskóla. Einnig stendur aðstaðan á Hlíðarenda t.d. leikskólum í hverfinu til boða og stunda um 800 krakkar reglu- bundnar æfingar hjá félaginu. Mikið hefur verið byggt upp á Vals- svæðinu síðustu árin; svo sem glæsilegur knattspyrnuvöllur og Vodafone-höllin sem er eitt af stæstu íþróttahúsum lands- ins. Þar verður þó ekki látið staðar numið enda hafa Valsmenn nú sett stefnuna á byggingu knatthúss. Miðað við ástandið í þjóðfélaginu getur það, að sögn Harðar, virst fjarlægur draumur og næstu misseri verða því notuð til undirbúnings auk heldur sem kannað verður hvort húsið verður byggt í samvinnu við aðra aðila eða félög. „Þó svo að við séum ekki elsta íþrótta- félag landsins er það óumdeilt að Valur er sigursælasta félag landsins í þeim hefð- bundnu boltagreinum sem félagið keppir í,“ segir Hörður. „Síðustu ár hafa verið óslitin sigurganga hjá félaginu og við höf- um árlega hampað 25–30% af þeim titl- um sem félagið keppir um og samtals 102 Íslands- og bikarmeistaratitlum frá upp- hafi, en sá fyrsti kom í hús 1930 eða 19 árum eftir stofnun Vals. Það sem af er af- mælisári hefur félagið hampað sjö titlum og það er einstök hvatning fyrir alla þá fjölmörgu sem taka þátt í daglegu starfi í Val. Á afmælisárinu getur Valur státað af því að allir meistaraflokkar félagsins, bæði karlar og konur, keppa í efstu deild- um. Ég er bjartsýnn á gengi liða okkar í næstunni enda við hæfi að vænta slíks á tímamótum í starfi félagsins.“ 3A B lack Y ellow M agenta C yan 3 1112276 V alur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.