Valsblaðið - 01.05.2011, Side 55
Valsblaðið 2011 53
mjög gaman. Eftirminnilegast persónu-
lega fyrir mig var að lyfta bikarnum sem
fyrirliði liðsins á Laugardalsvelli. Hins
vegar voru vonbrigði að vinna ekki báða
titlana.“
Áttu heilræði til ungra iðkenda í íþrótt-
um? „Þau heilræði sem ég get gefið eru
ekki neinar töfralausnir. Einungis það að
æfa vel, setja sér markmið (langtíma- og
skammtíma) og standa við þau. Heilsu-
samlegt líferni, hugsa um hvað maður
borðar, sofa vel o.fl. skiptir líka gríðar-
lega miklu máli. Aukaæfingin skapar
meistarann.“ Um yngri flokka starfið
hefur Fríða ákveðnar skoðanir. „Kvenna-
megin stöndum við vel að vígi og starfið
þar er mjög gott. Ég er ekki nógu mikið
inn í yngri flokka starfinu karlamegin til
þess að hafa skoðun á því. Það þarf að
halda vel utan um allt yngri flokka starf,
hvort sem það er kvenna- eða karlameg-
in, því þeir eru framtíð félagsins,“ segir
Fríða ákveðið.
Mottó í lífinu og í fótbolta? „Maður
uppsker eins og maður sáir bæði í lífinu
og í íþróttum.“
ánsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir höf-
um spilað saman upp alla yngri flokkana
í Val og enduðum svo saman í meistara-
flokki. Erfitt er að taka svo einhvern sér-
stakan úr þessu sigursæla liði frá 2004 til
dagsins í dag, enda margir frábærir ein-
staklingar og mínar bestu vinkonur,“ seg-
ir Fríða.
Hvers vegna fótbolti? „Þegar ég byrj-
aði að æfa íþróttir var ég bæði í fótbolta
og handbolta. Með tímanum varð svo
fótbolti fyrir valinu. Bróðir minn, Jó-
hannes Hafsteinn, var að æfa fótbolta í
Val þegar ég byrjaði og ætli ég hafi ekki
bara verið að herma eftir honum. Mamma
gaf mér mikinn stuðning með því að
mæta á alla leiki og í allar ferðir. Enn í
dag mætir hún á alla leiki.“ Fríða segist
hafa farið í Val þar sem það var hverfis-
félagið hennar og bróðir hennar æfði hjá
Val. Því hafi legið beinast við að fara að
æfa þar.
Margt skemmtilegt gerst á löngum
ferli
Aðspurð um skemmtilegar sögur frá ferl-
inum hefur hún frá ýmsu að segja. „Mér
dettur fyrst í hug þegar við allar í liðinu
fórum saman á Þjóðhátíð í Eyjum árið
2004 og Gugga markmaður var stödd í
hvítu heimatjaldi. Þá var einn svo al-
mennilegur að bjóða henni reyktan lunda
en hún svaraði um hæl: „Nei takk, ég
borða ekki fisk“. Einnig er minnisstætt
þegar Rakel Logadóttir fagnaði marki í
Evrópukeppninni í Slóvakíu 2008 með
því að leika það að hún væri að kúka og
skeina sér. Dómararnir voru ekki hrifnir
af þessu uppátæki Rakelar og boðuðu
þjálfarateymið á fund strax eftir leik. Þar
var þeim tjáð að þetta væri mikil óvirð-
ing við leikinn og að félagið fengi refsi-
stig frá UEFA. En sagan er samt mjög
fyndin,“ segir Fríða kíminn.
Vonbrigði í Evrópukeppninni í ár.
Fríða er ekki ánægð með hvernig liðinu
gekk í Evrópukeppninni í sumar og getur
ekki leynt því. „Við áttum góðan leik úti
og náðum fínum úrslitum. Það voru mik-
il vonbrigði að tapa heimaleiknum því
við töldum okkar möguleika á að fara
áfram vera miklir. Við vorum því sár-
svekktar með þann leik. Við verðum svo
að vinna titilinn aftur á næsta ári til að
komast á ný í Evrópukeppnina,“ segir
Fríða ákveðin.
Eftirminnilegast frá afmælisárinu?
„Félaginu tókst vel upp með afmælið,
margar minningar rifjaðar upp sem var
brigðatímabil þrátt fyrir að við hefðum
unnið bikarinn. Þá er um að gera að rífa
liðið upp fyrir næsta tímabil og vinna alla
titla sem þá eru í boði,“ segir Fríða.
Fríða hefur mikinn metnað
Fríða er meðal sigursælustu leikmanna
hjá Val undanfarinn áratug og hefur unn-
ið til u.þ.b. 10% allra stóru titlana sem
félagið hefur unnið frá upphafi og er það
frábær árangur. Fríða á mikla möguleika
á því að vinna til fleiri titla fyrir félagið,
hún gæti átt mörg góð ár eftir í boltanum
og Valsliðið er til alls líklegt á næstu
árum, enda hópurinn firnasterkur og fullt
af ungum leikmönnum að koma upp úr
yngri flokkunum. Þegar spurt er um
drauma um atvinnumennsku hefur hún
þetta að segja. „Ég hef að sjálfsögðu leitt
hugann að því eins og allir knattspyrnu-
menn með metnað. Það er aldrei að vita
hvað gerist í framtíðinni.“ Hún er jafn-
framt fastamaður í íslenska landsliðinu
og telur að möguleikar landsliðsins séu
miklir, sérstaklega í ljósi síðustu úrslita í
riðlinum og segir að þetta sé allt í hönd-
um þeirra sjálfra.
Flottur landsliðsferill
Landsliðsferill Fríðu hófst árið 2000 þeg-
ar hún lék fyrir U-17 ára landsliðið. Í
kjölfarið var hún valin í U-19 og U-21
næstu ár á eftir. Fyrsta A-landsleikinn lék
hún árið 2002 þegar hún kom inn á fyrir
Rósu Júlíu Steinþórsdóttur Valsara í leik
gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli.
„Það var mikill heiður og upplifun að
koma inn á og fá strax það verkefni að
dekka Miu Hamm, sem þá var besta
knattspyrnukona heims,“ segir Fríða
stolt.
Hvað þarf til að þínu mati til að ná
þessum árangri eins og Valsliðið hefur
náð sl. ár? „Æfa betur en önnur lið og
koma betur undirbúnar en nokkru sinni
til leiks. Það skiptir miklu máli að liðs-
heildin sé góð og það að hafa gaman af
hlutunum. Lykillinn að velgengni hefur
verið góð samvinna allra, þ.e. leikmanna,
þjálfara, stjórnar og stuðningsmanna í
Val.“
Frábær hópur og góðar vinkonur
Þegar Fríða er spurð um eftirminnileg-
ustu leikmennina í þessu sigursæla fót-
boltaliði hjá Val hefur hún þetta að segja.
„Ég, Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stef-
Fríða stoltur fyrirliði með
bikarinn 2011 sem jafnframt var
10. stóri titillinn sem hún vinnur
með kvennaliði Vals í knatt-
spyrnu.
Fríða, Rakel Logadóttir og Margrét Lára
Viðarsdóttir í fyrstu Evrópukeppninni
2005.
60 Valsblaðið2011
Starfiðermargt
og kenna stelpunum mikilvæg gildi t.d.
hvernig er að vera hluti af hópi og koma
vel fram hver við aðra. Afraksturinn af
þeirri vinnu eru heilsteyptari einstakling-
ar og sterkari liðsheild. Tímabilið var frá-
bært í alla staði, stelpurnar tóku miklum
framförum bæði sem einstaklingar og lið.
Í hópnum eru mikil efni sem mikilvægt
er að hlúa vel að. Hápunkturinn var að
sjálfsögðu Íslandsmeistaratitilinn sem A-
liðið vann en það var í fyrsta skipti síðan
árið 1996 sem 5. fl. A-liða frá Val verður
Íslandsmeistari.
Þjálfarar flokksins voru Margrét
Magnúsdóttir og henni til aðstoðar Krist-
ín Ýr Bjarnadóttir og Sigurlaug Guðrún
Jóhannsdóttir.
Mestu framfarir: Eydís Arnarsdóttir
Besta mæting: Diljá Hilmarsdóttir
Liðsmaður flokksins: Ísold Kristín
Rúnarsdóttir
5. flokkur karla
Tímabilið 2010–2011 byrjaði brösuglega
og í raun byrjaði það ekki fyrr en í mars.
Góð mæting var um veturinn þrátt fyrir
misjafnt veður. Um það bil 40 strákar
mættu yfir allt tímabilið. Farið var norð-
ur á Akureyri í lok febrúar á Goðamót
Þórs. Ferðin gekk vel þó að árangurinn
inn á vellinum hefði ekki verið sá sem
vonast var eftir. Reykjavíkurmótið tók
við í mars og skráð voru 5 lið frá flokkn-
um til keppni. Öll lið stóðu sig með prýði
og var það þetta góð upphitun fyrir sum-
arið. N1-mótið á Akureyri hefur alltaf
verið frábært mót og var engin breyting á
því. Hápunktur mótsins var án efa þegar
græna liðið frá nágrannasveitafélagi
Reykjavíkur var lagt af velli. B-liðið í Ís-
landsmótinu náði að vinna sinn riðil og
komst þar með í úrslitakeppnina. Spilað
var á Álftanesi og náðust sigrar gegn KA
og FH-2, dugði það til að komast í und-
anúrslitin þrátt fyrir tap gegn KR. Spilað
var í Vesturbænum þar sem liðið keppti á
móti Fjölni. Eftir frábæran leik í venju-
legum leiktíma var staðan 2-2 og kom þá
að framlengingu þar sem bæði lið skor-
uðu eitt mark. Liðið vann í vítaspyrnu-
keppni og sauð allt upp úr. Úrslitaleikur-
inn fór fram næsta dag á móti KR. Náði
liðið forystu en náði ekki að halda henni
og unnu KR-ingar 5-1 sigur. Frábær ár-
angur hjá liðinu og gat sumarið ekki end-
að betur.
Þjálfarar flokksins voru Agnar Krist-
insson og honum til aðstoðar þeir Breki
Bjarnason og Valdimar Árnason.
Mestu framfarir: Hrólfur Eyjólfsson
Eyjum en þangað fóru 40 strákar í 5 lið-
um. Einnig voru með í för fararstjórar og
aðrir foreldrar. Árangurinn á mótinu var
góður en 3 lið komust í úrslit og unnu þar
2 bikara. Það sem stóð þó upp úr voru
framfararnir sem öll liðin sýndu í
mótinu.
Þjálfarar flokksins voru Agnar Krist-
insson og honum til aðstoðar þeir Breki
Bjarnason og Valdimar Árnason.
5. flokkur kvenna
5. flokkur kvenna samanstóð af 25 stelp-
um sem fæddar eru 1999–2000. Hópur-
inn æfði mjög vel allt tímabilið og lagði
mikið upp úr því að mæta vel á æfingar
og leggja sig fram bæði á æfingum og
fyrir utan þær. Stelpurnar æfðu þrisvar
sinnum í viku og höfðu svo val um að
mæta á fjórðu æfinguna. Flokkurinn spil-
aði svo að meðaltali einn æfingarleik í
mánuði yfir vetrartímann. Það skilaði sér
í því að 5. flokkur kvenna átti lið á verð-
launapalli á öllum mótum sem flokkur-
inn tók þátt í á tímabilinu. Flokkurinn var
til að mynda Reykjavíkurmeistari í A-,
B- og C-liðum.
Stelpurnar tóku þátt í Goðamótinu,
Reykjavíkurmótinu, Pæjumótinu í Vest-
mannaeyjum, Símamótinu og að sjálf-
sögðu í Íslandsmótinu þar sem B-liðið
vantaði tvö stig upp á að komast í útslit,
C-liðið lenti í 2. sæti og A-liðið fór tap-
laust í gegnum mótið og stóð uppi sem
Íslandsmeistari eftir glæsilegan 2-0 sigur
á KA.
Stelpurnar gerðu margt skemmtilegt
saman fyrir utan æfingarnar. Mikil
áhersla var lögð á að efla félagsleg tengsl
æfingaleiki eða á mót allt tímabilið.
Stærri mót sem stelpurnar tóku þátt í
voru Hnátumótið sem haldið var á Vals-
velli, Goðamótið á Akureyri, Símamótið
í Kópavogi og Vísmótið í Laugardal.
Stelpurnar stóðu sig glæsilega og skiluðu
mörgum verðlaunapeningum og bikurum
í hús fyrir Val. Þó má nefna það sem
stendur hvað mest upp úr hjá flokknum
að B-lið flokksins sem einungis er skipað
stelpum af yngra ári vann Hnátumót KSÍ
með glæsilegum árangri.
Það sem helst stendur upp úr á af-
stöðnu tímabili er félagslífið. Annan
hvorn mánuð gerði flokkurinn eitthvað
félagslegt þar sem foreldrar, leikmenn og
þjálfarar komu saman og styrktu tengsl
sín. Til að mynda var farið nokkrum
sinnum í sund, spilað á gítar og Valslög
sungin og horft á DVD mynd. Allir þeir
sem standa að flokknum, hvort sem það
eru foreldrar eða þjálfarar, eru sammála
um að stelpurnar hafa tekið gríðarlegum
framförum á tímabilinu. Þær mættu vel á
æfingar í allan vetur þó svo að veðrið
væri ekki gott og uppskáru eftir því í
sumar.
Þjálfari flokksins var Birkir Örn með
Steinunni Söru sér til aðstoðar.
6. flokkur karla
Það voru u.þ.b. 50 strákar sem mættu
reglulega á æfingar hjá 6. fl. karla tíma-
bilið 2010–2011. Það var ljóst frá byrjun
að hópurinn samanstóð af áhugasömum
einstaklingum. Flokkurinn fór á nokkur
minni mót yfir árið og ber þar helst að
nefna Haustmótið og Íslandsmótið. Stóra
mót ársins var hins vegar Shellmótið í
Íslandsmeistarar 5. flokks kvenna 2011 A lið. Oft hefur 5. fl. kvenna hjá Val verið
nálægt því að verða Íslandsmeistari á undanförnum árum en þetta er fyrsti titill 5. fl. A
liða hjá Val í kvennaflokki í fótbolta. Frá vinstri: Harpa Karen Antonsdóttir, Rannveig
Karlsdóttir, Eva María Jónsdóttir, Hlín Eiríksdóttir ofan á og Eydís Arnarsdóttir, Ísold
Kristín Rúnarsdóttir, Rakel Leósdóttir, Auður Ester Gestsdóttir markvörður undir.
4A
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
4
1112276 V
alur