Valsblaðið - 01.05.2011, Side 60
Valsblaðið 2011 55
Starfið er margt
Víkingar, Keflavík og Þór voru sigruð og
svo tvö jafntefli annars vegar á móti KR
og Stjörnunni hins vegar. Þegar hér var
komið við sögu var mótið hálfnað og
Valur var í 2. sæti, einu stigi á eftir topp-
liði KR og framundan var heimsókn í
Kaplakrika. Sú heimsókn markaði byrjun
á rýru tímabili fyrir Val þar sem 5 stig
fengust úr 6 leikjum. Tap á móti FH í leik
þar sem Valur var með 2-1 forskot í hálf-
leik og manni fleiri síðustu 35 mínúturn-
ar, olli miklum vonbrigðum. Þar á eftir
fóru jafntefli heima á móti Grindavík,
sigur á Fylki, tap fyrir Fram jafntefli á
móti Breiðablik og ósigur heima á móti
Keflavík. Valur var komið niður í 4. sæti
og möguleikinn á Evrópukeppni að renna
úr greipum okkar. Sigrar á móti Víkingi
og Þór héldu lífi í voninni um Evrópu-
og sólin gægðist fram upp úr hádegi og
allt var til reiðu til að hefja leik. Tæplega
1800 manns mættu á leikinn sem Valur
sigraði 1-0 með marki úr vítaspyrnu frá
Guðjóni Pétri Lýðsssyni. Önnur umferð
fór fram sunnudaginn 8. maí, daginn eftir
aldarafmælishátíð félagsins. Það voru
samt hressir Valsarar sem mættu til
Grindavíkur þar sem Valur sigraði 2-0.
Þriðja umferð fór fram á aldarafmælis-
degi 11. maí og komu þá Vestmannaey-
ingar í heimsókn, vallarmet var slegið
þegar 2350 manns mætti á völlinn og sáu
Val bíða lægri hlut 1-0 þar sem Eyja-
menn skorðuu á lokamínútinni. Annar
ósigur sumarsins leit svo ljós í árbænum
í fjórðu umferð. Þar á eftir komu þrír
sigrar, fyrst var það Fram og svo Víking-
ur Ólafsvík í Valitor-bikarnum og þá Ís-
landsmeistarar Breiðabliks. Eyjamenn
komu aftur í heimsókn í 16 liða úrslitum
bikarsins og komust í 3-0 á fyrstu 30
mín, þá bitu Valsmenn í skjaldarrendur
og minnkuðu muninn í 1 mark en komust
ekki lengra og þá var úti um bikardraum-
inn það árið.
Eftir ósigurinn gegn ÍBV í bikarnum
kom nokkuðu góður sprettur þar sem
Árangur á mótum
Það má með sanni segja að árið byrjaði
vel hjá Val. Í janúar og febrúar var leikið
í Reykajvíkurmótinu og sigraði Valur
mótið í úrslitaleik við KR eftir sigra á
Leikni, Þrótti, Fylki og jafntefli á móti
Fram. Þar með var fyrsti Reykjavíkur-
meistaratitill Vals í 7 ár kominn á Hlíðar-
enda. Sömu sögu er að segja af Lengju-
bikarnum, en þar sigraði Valur sinn riðill
með sigrum á móti Leikni, Víkingi
Reykjavík og Ólafsvík, ÍBV, Fjölni og
HK. Einn leikur tapaðist í riðli, á móti
Fram. Í undanúrslitum keppninnar sigr-
aði Valur FH og svo Fylki í úrslitum 3-1.
Þar með var annar bikar ársins kominn í
hús. Góð stemning var í hópnum og ekki
hægt að segja annað en að menn hafi ver-
ið bjartsýnir á betri árangur á Íslandsmóti
en næstu árum á undan.
Eitt hundraðasta Íslandsmótið hófst
fyrr en venjulega vegna árangurs U21
landsliðsins. Mánudaginn 2. maí var
flautað til leiks þar sem FH kom á Hlíð-
arenda. Vorið var kalt og daginn fyrir leik
var 12 cm jafnfallinn snjór á Vodafone-
vellinum. En það gerði þíðu um nóttina
58 Valsblaðið 2011
Starfið er margt
flokkurinn þeim einstæða árangri að
landa Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið
í röð, frábær árangur þar og flestar í
hópnum hafa aldur til að halda áfram í 2.
flokki. Hjá strákunum gekk ekki eins vel
á tímabilinu, þeir léku í A deild Íslands-
mótsins en í lok tímabilsins féll flokkur-
inn í B deild þar sem hann leikur á næsta
ári.
Geysifjölmenn uppskeruhátíð yngri
flokka 2011 og viðurkenningar
Í lok september var haldin uppskeruhátíð
yngri flokka fótboltans í veislusölum
félagsins. Þar var mikið fjölmenni og var
það mál manna að aldrei hefði eins mik-
ill fjöldi mætt á uppskeruhátíð í félaginu.
Allir iðkendur í yngstu flokkunum fengu
verðlaunapening fyrir sína þátttöku, en
svo voru veitt einstaklingsverðlaun í 3.–
5. flokki, verðlaun fyrir bestu ástundun,
mestu framfarir og leikmaður flokksins.
Að auki voru tveir einstaklingar í 3.
flokki verðlaunaðir og fengu Friðriksbik-
arinn sem gefinn er í minningu séra Frið-
riks Friðrikssonar og afhentur þeim ein-
staklingum í 3. fl. karla og kvenna sem
hafa sýnt mikla leiðtogahæfileika og eru
öðrum góðar fyrirmyndir. Þessa viður-
kenningu hlutu þau Jón Hilmar Karlsson
og Ingunn Haraldsdóttir. Þá var Lollabik-
arinn afhentur en það er farandbikar sem
gefinn var af Lolla í Val (Ellerti Sölva-
syni) árið 1988. Bikarinn er veittur þeim
leikmanni í yngri flokkum Vals sem þyk-
ir skara fram úr í leikni með boltann.
Þennan bikar hlaut Berglind Rós Ágústs-
dóttir. Þá var sú nýbreytni á uppskeruhá-
tíðinni að veita þeim markmanni í yngri
flokkunum sem sýnt hefur mestar fram-
farir verðlaun og í þetta sinn var það Jón
Freyr Eyþórsson sem hlaut verðlaunin.
Mikill fjöldi foreldra barna úr 3. flokki
karla og kvenna og fulltrúar frá barna- og
unglingaráði kom að undirbúningi og frá-
gangi hátíðarinnar og er vert að þakka
þeim sérstaklega fyrir þátt.
8. flokkur karla og kvenna
8. flokkur samanstendur af drengjum og
stúlkum sem æfðu saman tvisvar í viku
yfir allt árið. Talsvert fleiri drengir voru
við æfingar en stúlkur en stúlkunum
fjölgaði þó þegar líða tók á sumarið. Um
það bil 25–30 krakkar mættu á æfingar
og var oft mikið fjör. Áherslan var lögð á
leiki með og án bolta sem og grunnreglur
minniknattspyrnu. Einnig var lögð
áhersla á að venjast boltanum og einstök
Um stjórn
Nokkrar breytingar urðu á stjórn knatt-
spyrnudeildar á liðnu ári, á aðalfundi í
maí var Friðjón R. Friðjónsson kjörinn
formaður knattspyrnudeildar og með
honum í stjórn Stefán Sveinn Gunnars-
son, Árni Jónsson, Árni Gunnar Ragnars-
son, Jón Gunnar Bergs, Kristbjörg Inga-
dóttir og Sigurður Sæberg Þorsteinsson.
Fjögur síðasttöldu voru ný í stjórn knatt-
spyrnudeildar. Stjórnin skipti þannig með
sér verkum að Stefán Gunnarsson var
varaformaður og formaður fjármálaráðs,
Sigurður Sæberg formaður meistara-
flokksráðs karla, Kristbjörg formaður
meistaraflokksráðs kvenna, Jón Gunnar
formaður unglingaráðs og Árni Gunnar
formaður heimaleikjaráðs. Jón Gunnar
lét af stjórnarstörfum í haust og tók þá
Margrét Einarsdóttir við formennsku í
unglingaráði.
Fyrstu skrefin á annarri öldinni í sögu
félagsins eru mikilvæg og það er stefna
stjórnar knattspyrnudeildar að hlúa að
uppbyggingu félagsins, styrkja unglinga-
starfið með öflugri þjálfun og stefna til
sigurs í meistaraflokkum. Afreksíþróttir
starfa í erfiðu umhverfi þar sem erfitt er
að leita fjárstuðnings vegna efnahags-
ástandsins og opinberir aðilar skera inn
að beini, allan stuðning til íþrótta hvort
sem er uppeldisstarfs almennings- eða af-
reksíþrótta. Það umhverfi kallar á sam-
stöðu og samvinnu allra Valsmanna til að
sigrast á erfiðleikum. Framundan er nýtt
ár, nýtt tímabil sem ber með sér nýjar
áskoranir og nýja sigra.
Áfram Valur!
Flottur hópur á uppskeruhátið 2. fl.
karla og kvenna í knattspyrnu
Sameiginleg uppskeruhátíð var haldin
föstudagskvöldið 30. sept. sl. í Lolla-
stúku. Hátíðin hófst á því að allir fengu
grillaða hamborgara. Að því loknu veittu
þjálfarar flokksins, Jón Karlsson og Rak-
el Logadóttir, nokkrum iðkendum viður-
kenningar. Hjá strákunum var Guðmndur
Már Þórsson valinn efnilegastur en Svana
Rún Hermannsdóttir hjá stelpunum. Við-
urkenningu fyrir mestu framfarir fengu
Kristján Már Ólafs og Þórhildur Einars-
dóttir. Besti leikmaður 2. fl. karla var
valinn Breki Bjarnason og hjá 2. fl.
kvenna var Þórdís María Aikman valin
best.
2. fl. kvenna var með breiðan hóp efni-
legra leikmanna á tímabilinu og náði
Valsliðið tók þátt í meistarakeppni Evr-
ópu þriðja árið í röð og dróst á móti
skosku meisturunum Glasgow City FC. í
32 liða úrslitum. Fyrri leikurinn í Skot-
landi fór 1-1 svo Valsstúlkur voru í góðri
stöðu til að komast áfram í keppninni.
Svo fór þó að skoska liðið batt enda á
þátttöku Vals í meistaradeild Evrópu um
sinn með 3-0 sigri á Hlíðarenda.
Ljóst er að ákveðin kynslóðaskipti eru
framundan í Valsliðinu, ungar og efnileg-
ar stúlkur sem hafa unnið góða sigra í
yngri flokkunum banka nú á dyrnar og er
full ástæða til að horfa bjartsýnum aug-
um til framtíðar. Enn eitt árið kom efni-
legasti leikmaður Íslandsmótsins úr röð-
um Vals og er síst ofsagt að þessum ungu
Valsstúlkum er fyllilega treystandi til að
stíga þau skref sem nauðsynleg eru. Vals-
liðið kemur til leiks næsta sumar sterkt
og stefnir sem fyrr á titla.
Embla Grétarsdóttir lagði skóna á
hilluna í haust eftir afar farsælan feril.
Hún er 29 ára og hefur unnið til fjölda
titla í gegnum tíðina með Val og KR.
Hún er 7. leikjahæsta knattspyrnukona
landsins í efstu deild frá upphafi með
186 leiki fyrir Val og KR.
4B
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
1112276 V
alur