Valsblaðið - 01.05.2011, Page 63
52 Valsblaðið 2011
Hún hefur alls unnið 10 stóra titla hjá
Val, þ.e. 5 Íslandsmeistaratitla og 5 bik-
armeistaratitla hjá Val en hún missti af
tveimur stórum titlum árið 2009 þegar
hún var ólétt. Einnig hefur hún unnið
fjölda Reykjavíkurmeistaratitla og aðra
titla með Val, bæði í meistaraflokki og
yngri flokkum.
Fríðu segir að bikarmeistaratitillinn
2006 sé klárlega eftirminnilegasti titillinn
á ferlinum þar sem úrslitin réðust ekki
fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem barist
var til síðasta blóðdropa að hennar sögn.
Fríða er uppalinn Valsari og hóf knatt-
spyrnuferilinn 9 ára gömul í 5. flokki og
hefur leikið allan knattspyrnuferilinn hjá
Val. Í meistaraflokki hefur hún leikið 180
leiki í deild og bikar og,22 A-landsleiki.
„Við vorum ekki með besta liðið þá en
urðum alltaf betri og betri með árunum.
Margir góðir þjálfarar voru að þjálfa okk-
ur í yngri flokkunum og má þar helst
nefna Elísabetu Gunnarsdóttir og Ásgeir
Pálsson. Meistaraflokksferillinn minn
byrjaði svo árið 2000 þegar Ólafur Guð-
mundsson var þjálfari. Þá voru helstu
leikmenn Valsliðsins Ásgerður Hildur
Ingibergsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdótt-
ir, Soffía Ámundadóttir, Kristbjörg Inga-
dóttir svo einhverjar séu nefndar. Strax
árið 2001 var ég orðin fastamaður í lið-
inu og því gekk ágætlega, unnum m.a.
bikarinn 2001 og 2003. Íslandsmeistara-
titilinn unnum við ekki fyrr en 2004 þeg-
ar Elísabet Gunnarsdóttir var tekin við
liðinu. Næsta tímabil lentum við svo í
öðru sæti en frá árinu 2006 til 2010 unn-
um við titilinn öll árin. Freyr Alexanders-
son tók við þjálfarakeflinu árið 2009 og
unnum við tvöfalt bæði árin sem hann
var að þjálfa okkur. Við vorum orðnar
svo vanar að vinna að árið í ár var von-
Lykillinn að velgengni er
góð samvinna allra í Val
Málfríður Erna Sigurðardóttir, eða Fríða eins hún er oft
kölluð, hefur verið hluti af sigursælasta afreksliði Vals
undanfarinn áratug, meistaraflokki kvenna í knattspyrnu
Eftir Guðna Olgeirsson
Valsblaðið 2011 61
Starfið er margt
Á Rey Cup voru öll sterkustu lið landsins
saman komin og endaði B-liðið í 2. sæti
og A-liðið í 3. sæti sem var frábær árang-
ur. Í hópnum eru margar gríðarlega efni-
lega stelpur sem eiga svo sannarlega
framtíðina fyrir sér.
Þjálfarar flokksins voru þær Margrét
Magnúsdóttir og Rakel Logadóttir.
Besta ástundun: Selma Dögg Björg-
vinsdóttir
Mestu framfarir: Þorgerður Einarsdóttir
Liðsmaður flokksins: Nína Kolbrún
Gylfadóttir
4. flokkur karla
Æft var fjórum sinnum í viku yfir vetrar-
tímann og var algengur fjöldi á æfingum
í janúar og febrúar 15–20 drengir. Skráð-
ir iðkendur í flokknum voru þó 28.
Nokkuð margir stunduðu líka handbolta
og var því mikið um að vera hjá drengj-
unum. Auk þess var lagt upp með að
sinna félagslega þættinum með drengjun-
um og gera skemmtilega hluti saman
utan æfingatíma. Farið var m.a. í Klifur-
húsið, frábæra helgarferð á Hvolsvöll, á
REY-Cup og ýmislegt skemmtilegt gert.
Flokkurinn tók þátt í Reykjavíkurmótinu
sem hófst í lok febrúar og stóð yfir til
miðjan maí. A og B lið voru send til
keppni og var alveg á mörkunum að
næðist að manna tvö 11 manna lið. Ár-
angur flokksins var ekki góður í mótinu
og er það alltaf spurning um orsök og af-
leiðingu. Ef leikmenn æfa ekki vel skilar
það ekki góðum árangri. Yfir sumartím-
ann var æft fimm sinnum í viku og var
æfingasókn talsvert betri en yfir vetrar-
Besta ástundun: Broddi Gunnarsson
Liðsmaður flokksins: Hafþór Rúnar
Guðmundsson
4. flokkur kvenna
4. flokkur kvenna samanstóð af 20 stelp-
um sem fæddar eru árið 1997 og 1998.
Þær æfðu fjórum sinnum í viku fyrir og
eftir áramót auk þess að spila æfingaleiki
yfir vetrartímann. Stelpurnar æfðu mjög
vel allt tímabilið og lögðu mikið á sig
með aukaæfingum og öðru slíku yfir
sumartímann. Stelpurnar tóku þátt í
Haustmóti KRR, Reykjarvíkurmótinu,
Rey Cup og Íslandsmótinu. Til að byrja
með áttu þær undir högg að sækja en lið-
ið tók gríðarlegum framförum yfir tíma-
bilið. Liðið spilaði oft á tíðum frábæran
fótbolta þar sem lögð var rík áhersla að
kenna stelpunum grundvallaratriði í
11-manna bolta sem nýtist þeim á næstu
árum. Stelpurnar gerðu margt skemmti-
legt saman og voru duglegar að hittast
fyrir utan æfingar. Þær tóku oft af skarið
sjálfar og skipulögðu saman félagsleg
verkefni sem allar tóku þátt í. Hópurinn
fór einnig í æfingaferð á Laugarvatn í
nóvember þar sem línurnar voru lagðar
fyrir komandi tímabil. Hópurinn var ein-
staklega samheldinn og liðsheildin sterk.
Íslandsmótið gekk vel hjá liðinu því und-
ir lok sumars fór liðið að hala inn fleiri
stig og vantaði aðeins þrjú stig upp á að
komast í úrslitakeppnina. Hápunktur
sumarsins var svo þegar stelpurnar tóku
þátt í Rey Cup, þar náðist að manna tvö
11-manna lið líkt og á Reykjarvíkur-
mótinu með hjálp frá 5. flokks stelpum.
5. flokkur kvenna 2011.
Shellmót 6. flokks í Eyjum
4A
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
4
11
12
27
6
V
al
ur