Valsblaðið - 01.05.2011, Page 69
Flugvallarvegur • 101 Reykjavík • Pósthólf: 8500 • 128 Reykjavík
Sími: 511 5300 • Fax: 511 5301 • www.keiluhollin.is • www.bowling.is • www.golfhermir.is78 Valsblaðið 2011
Við í 4. flokki kvenna (veturinn 2010–
2011) höfðum stefnt að því allt keppnis-
tímabilið að fara til Ítalíu að keppa þar.
Þannig að þegar loksins kom að brottfar-
ardegi, með stífar kerfis- og þrekæfingar
að baki lét spenningurinn ekki á sér
standa. Þrátt fyrir smá seinkun þá
skyggði það ekki á gleðina sem greip lið-
ið þegar til Bologna var komið. Frá flug-
vellinum tók við 4 tíma rútuferð, við
keyrðum alla nóttina og klukkan var far-
in að ganga 6 þegar við loksins komum
að húsinu sem við gistum í. Við skiptum
okkur niður á herbergi, engar sveittar og
þröngar skólastöfur biðu okkar, heldur
fjögurra og fimm manna herbergi með
sér klósetti.
Skoðunarferð og tap í fyrsta leik
Daginn eftir var haldið í skoðunarferð og
þá bættist Lea í hópinn eftir að hafa gist
2 nætur í tjaldi með slóvenska liðinu. Þar
sem munaðarleysingjahælið sem við gist-
um á var rétt við ströndina eyddum við
fyrri parti dagsins þar en þar sem sólin
varð að víkja fyrir handboltanum drifum
við okkur upp í Teramo að keppa. Við
töpuðum með einu marki og að sjálf-
sögðu kenndum við hitanum, dómurum
og flugþreytu um.
Sigur og tap á öðrum mótsdegi og
enn betra gengi á þriðja degi
Daginn eftir gekk okkur nú aðeins betur
og unnum fyrri leik dagsins 15-6 en töp-
uðum þeim seinni með aðeins meiri mun
en ég vil gefa upp. Um kvöldið var haldið
í tívolí, ítölsku herramennirnir voru ekki
lengi að bjóða okkur frítt í tækin og sýna
okkur umhverfið. Að sjálfsögðu var því
næst haldið í ísbúðina. Við eignuðumst
nokkra aðdáendur sem eltu okkur heim
og stóðu fyrir utan hjá okkur flautandi,
þar sem þeir voru í yngri kanntinum þá
hikaði Grace ekki við að flauta á móti og
æfði sig langt fram á kvöld að flauta fram
af svölunum okkar. Það virtist bara hafa
haft góð áhrif á okkur vegna þess að dag-
inn eftir unnum við báða leikina okkar.
Ég vil nú meina að seinni leikurinn hafi
unnist vegna þess að fyrir leikinn höfðu
yndislegu mömmurnar sem voru með í
för keypt óþrjótandi magn af súkkulaði-
stykkjum sem við gúffuðum í okkur.
Einnig var haldið í sund og verðirnir þar
gerðir brjálaðir enda vorum við ekki al-
veg að fylgja öllum tilsettum reglum.
Ekki má gleyma mollinu sem við brunuð-
um í, H&M er auðvitað efst í minni enda
er það alveg þjóðþekkt fyrirbæri að þegar
H&M er á svæðinu, þá er verslað.
Ferðasaga
Skemmtileg ferð 4. fl. kvenna
í handbolta á Interamnia
World Cup 2011 á Ítalíu
5B
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
11
12
27
6
V
al
ur