Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 75

Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 75
72 Valsblaðið 2011 Nám: Er að ljúka við nám í MH. Kærasta: Katrín Gylfadóttir. Hvað ætlar þú að verða: Vonandi ríkur. Af hverju Valur: Ég held að afi minn hafi ekki tekið neitt annað í mál þegar ég var yngri. Hjá hvaða liðum hefur þú verið í handbolta: Ég hef alltaf verið í Val. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Líklega er afi minn þekktastur, Jóhann Birgisson. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í handboltanum: Bara mjög vel, þau hafa alltaf mætt á alla leiki sem þau komast á. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Ég held það séu nú ekkert margir íþróttamenn í fjölskyldunni fyrir utan mig en ætli það séu ekki yngri systkini mín, mamma þykist líka hafa getað eitthvað í handbolta einhvern tím- ann fyrir aldamótin. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Miðjumaður í fótbolta, alltof mik- ið af hlaupum. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Halda áfram að bæta mig í handbolta og útskrif- ast úr MH. Af hverju handbolti: Mér fannst hand- boltinn bara skemmtilegri þegar ég þurfti á endanum að velja á milli hans og fót- boltans, svo er líka allt of kalt á veturna til þess að vera að æfa fótbolta. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Ég var valinn á einhverjar úrtaksæfingar í fótbolta í 3. flokki en hápunkturinn í því sporti er líklega þegar við urðum Lotto- mótsmeistarar a-liða í 7. flokki í fótbolt- anum á mínu fyrsta fótboltamóti. Eftirminnilegast frá 100 ára afmælis- ári Vals: Bikarmeistaratitillinn hjá okkur á seinasta tímabili er það sem mér finnst eftirminnilegast, enda var það fyrsti al- vöru titill sem ég hef unnið. Ein setning eftir tímabilið: Bikarkeppn- in er skemmtileg. Hvernig gengur í vetur: Vonandi bara vel. Besti stuðningsmaðurinn: Konni fær þann heiður. Erfiðustu samherjarnir: Það gat tekið á að vera með Frikka markmanni sem var hjá okkur í fyrra í upphitunarboltanum, hann var ekkert sérstakur í fótbolta þó hann hafi haldið öðru fram. Erfiðustu mótherjarnir: Ég veit það ekki, nema kannski Fram í yngri flokkun- um, okkur gekk alltaf frekar illa með þá. Mesta prakkarastrik: Einhvern tímann í einhverri handboltaferð á Akureyri þá dingluðum við á bjöllur hjá fólki og hlupum í burtu svo biðu nokkrir strákar tilbúnir með snjóbolta og köstuðu í þá sem komu til dyra, ef ég man rétt þá var þjálfarinn okkar á þessum tíma með okk- ur í þessu. Fyndnasta atvik: Það var þegar við vor- um í handboltaferð fyrir einhverjum árum. Þegar við vorum að fara sofa eitt kvöldið þá hélt einn liðsfélagi okkar að allir væru sofnaðir og ætlar að gera vel við sig. Við komum allir upp um hann og það var virkilega fyndið. Stærsta stundin: Ætli það sé ekki bara bikarmeistaratitillinn á seinasta tímabili. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Katrín Gylfa- dóttir í fótboltanum. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Kolbeinn Kárason í fótboltanum, hef heyrt að hann sé ágæt- is boxari líka. Í handboltanum eru það líklega ,,bræðurnir“ Maggi Hollywood og Gunnar Harðarson, þeir eru skemmti- legt combo. Hvernig líst þér á yngri flokkana í handbolta hjá Val: Mér líst bara nokkuð vel á þá, hef eitthvað tekið þátt í þjálfa þá og ég held að framtíðin sé björt. Eftirminnilegasti þjálfari þinn: Ætli það sé ekki Hannes Jón Jónsson sem þjálfaði mig í 6. flokki. Hvað lýsir þínum húmor best: Kald- hæðinn og svolítið svartur húmor. Fleygustu orð: Mér finnst bollur ekkert góðar, borða bara svona 4 á bolludaginn. Þetta var þegar ég hélt því fram að ég borðaði ekki bollur á bolludeginum. Mottó: Hakuna matata. Leyndasti draumur: Ætli það sé ekki bara að geta sungið, því miður er það eitthvað sem ég er ekki beðinn um að gera mikið af. Við hvaða aðstæður líður þér best: Í Fifa með strákunum, tapa aldrei. Hvaða setningu notarðu oftast:,,Ég veit það ekki“. Skemmtilegustu gallarnir: Ætli skemmti- legasti gallinn sé ekki sá sem gaf mér við- urnefnið ,,læðan“. Framtíðarfólk Ég vil sjá unga uppalda leikmenn koma upp í meistaraflokkana hjá Val Atli Már Báruson er tvítugur og leikur handbolta með meistaraflokki Valsblaðið 2011 73 Starfið er margt Fyrirmynd þín í handbolta: Þegar ég var yngri hélt ég mikið upp á Valsarana Ólaf Stefánsson, Geir Sveinsson, Guð- mund Hrafnkels og Dag Sigurðsson. Draumur um atvinnumennsku í hand- bolta: Hann er til staðar. Draumur um að leika á Ólympíuleik- unum í London 2012: Það byrjaði bara sem grín hjá okkur strákunum þar sem Bretland er að halda Ólympíuleikana. Síðan fyrir einhverju síðan sendi Ingvar markmaður mér póst á facebook þar sem verið var að leita að handboltamönnum sem gætu leikið fyrir breska landsliðið. Ég ákvað að senda inn umsókn og fékk svo svar nokkrum dögum síðar um að þeir hefðu áhuga á að bjóða mér á reynslu til þeirra, en ég þyrfti fyrst að fá breskt ríkisfang. Blóðfaðir minn er bresk- ur en ég hef aldrei verið í miklu sam- bandi við hann. Núna þarf ég bara að ná sambandi við hann og fá einhverjar upp- lýsingar um hann svo ég geti sent inn umsókn um að fá breskt ríkisfang og þá get ég farið út á reynslu til þeirra. Landsliðsdraumar þínir: Ég held að allir handboltamenn og bara íþróttamenn yfir höfuð dreymi um að spila fyrir lands- liðið. Besta hljómsveit: Coldplay og Mumford and Sons eru góðar. Besta bíómynd: Anchorman alltaf góð. Besta bók: Biblían. Besta lag: The circle of life. Uppáhaldsvefsíðan: skoða facebook og fotbolti.net alltof mikið. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Chelsea. Eftir hverju sérðu mest: Að hafa verið svona latur í náminu í MH og ekki út- skrifast seinasta vor. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Hann er góður þjálfari. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Myndi halda áfram að byggja upp gott yngriflokkastarf því það er einn mikilvægast þátturinn í því ef Valur ætlar að halda áfram að vera í fremstu röð. Svo myndi ég líka láta stækka handboltaklef- ann og gera hann jafn stóran og fótbolta- klefann. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Hún er eins og hún gerist best. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Eins og allir Valsmenn vil ég halda áfram að sjá titla koma í hús og sjá unga uppalda leikmenn koma upp í meistaraflokkana. Tjútt Salsa Break Street Mambó Hip Hop Freestyle Brúðarvals Barnadansar Ballroomdansar Suður-amerískir dansar Sérnámskeið fyrir hópa Börn – Unglingar – Fullorðnir Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 5A B lack Y ellow M agenta C yan 5 1112276 V alur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.