Valsblaðið - 01.05.2011, Page 78

Valsblaðið - 01.05.2011, Page 78
Valsblaðið 2011 69 Af spjöldum sögunnar Leit jeg í gegnum leikinn bragna Listum týgjaða veröld nýja. Leikur er mynd af lífi stundar, Lærdóm bak við sjá má spakan. Leikur er skóli að læri halir Að lifa rjett og forðast pretti.4 Hér gefst ekki tóm til að gera hinni stór- merku drápu Friðriks þau skil sem vert væri en tilgangi hennar, hvað knattspyrn- una varðar, lýsir Friðrik ágætlega í bréfi til ungs vinar síns, Páls Kolka, í ágúst 1911. Þá hafði Friðrik þegar samið rúm- tröllshætti með Liljulagi um sumarlífið í KFUM, þar á meðal um knattspyrnuna og gildi hennar í víðu samhengi. Þar lýsir Friðrik á listilegan hátt hvernig hann sér fyrir sér að knattspyrnan geti gert menn að betri mönnum og sér í raun knatt- spyrnuvöllinn, og það sem þar gerist, sem smækkaða mynd af leikvangi lífsins. Þetta kemur meðal annars ljóslega fram í versi 46, sem svo hljóðar: Hugarsjón jeg sá mjer skína Síðast í kvöld í leikjum völdum; hinu fótboltafélaginu sem stofnað var innan KFUM sama sumar. Sameiginlega ruddu piltarnir í þessum tveimur félögum fyrsta fótboltasvæði KFUM úti á Melum, skammt vestan við núverandi aðalbygg- ingu Háskóla Íslands. Það svæði vígði séra Friðrik síðan 6. ágúst 1911 og ræðan sem hann flutti af því tilefni er merk heimild um þær fjölþættu hugsjónir sem hann tengdi knattspyrnuiðkun pilta í KFUM.2 Áður en sjálf ruðningsvinnan við fót- boltasvæðið hófst, að fengnu leyfi bæjar- stjórnar Reykjavíkur, varð séra Friðrik eitt sinn vitni að fótboltaæfingu drengj- anna úti á grýttum og holóttum Melun- um. Enginn völlur hafði verið markaður en nokkrir steinar í hrúgu voru ígildi markstanga og þar stóð markvörður sem Friðrik hélt í fyrstu að væri hafður útund- an í leiknum! En svo fékk hann piltana til að raða sér upp í stöður og útskýra fyr- ir sér leikinn. Þóttist hann þá sjá ýmis líkindi með skipulagi hans og því skipu- lagi sem fylkingar Rómverja nýttu sér til forna og sá í hendi sér að leikur þessi gæti verið „stórfenglegt uppeldis- og tamningameðal“ ef vel væri að honum staðið.3 Þegar vinnan við vallarsvæðið hófst lá Friðrik ekki á liði sínu og tók jafnframt að yrkja 100 erinda drápu í hrynhendum Upphaf elstu laga íslensks knattspyrnufélags frá júní 1900, rituð með hendi Friðriks Friðrikssonar. Ljóðaflokkurinn „Úti og inni“ var endurútgefinn í viðhafnarútgáfu skömmu fyrir 1950. Ritið skreyta fallegar tré- skurðarmyndir og á þessari sjást Vals- piltar í knattspyrnu úti á Melum í nágrenni við loftskeytastöðina sem þar reis. Keilir í baksýn. 76 Valsblaðið 2011 Starfið er margt ári þar sem allir æfa saman. En ég reyni að fylgjast með öllum leikjum strákanna í 2. og 3. flokki. Enda legg ég línurnar um þjálfun þeirra þó svo að þjálfarar þeirra hafi sitt svigrúm. En það eru eins og ég gat um áður mun lengri leiðir upp í meistaraflokk. Besti leikmaður 2. flokks á í raun mjög langt í land með að komast í meistaraflokkshópinn. Stökkið er mjög langt.” Dagur stefnir hátt með Füshe Berlín En hvernig meturðu stöðu ykkar í deildinni á þessu tímabili? „Við stefnum að því að vera við topp- inn sem er harla gott m.v. hvað þetta er ungt og nýtt allt saman. Við búum samt að mörgu leyti vel. Við erum með 9.000 manna höll og það eru að meðaltali um 8.000 manns á leikjunum hjá okkur sem er líklega næst eða þriðja besta aðsóknin í deildinni. En liðið var í 2. deild fyrir 6 árum en við fórum upp á tveimur árum og þetta er fjórða árið okkar í efstu deild. En við erum komnir í fyrsta skipti í meistaradeildina og erum í öðru sæti í deildinni. Peningarnir sem við höfum úr að spila eru líklega um 40% af því sem Kiel, Hamburg og Rhein Neckar Löwen hafa til umráða. En við njótum þess að vera í flottri borg sem trekkir að fólk og leikmenn. Valsblaðið kveður Dag með ósk um áframhaldandi velgengni með Füshe Berlín. Jafnframt þakkar blaðið strákun- um í 2. og 3. flokki fyrir að leggja fram spurningar sem viðtalið byggir á. kaupa aðra. En á sama tíma erum við með annan og þriðja flokk og við viljum koma okkar strákum áfram inn í meist- araflokksliðið. Við höfum smátt og smátt verið að koma einum og einum inn. Núna í fyrradag var t.d. einn 18 ára strákur að spila fyrsta meistaraflokksleikinn sinn gegn Grosswaldstadt. Það er stefna félagsins að kaupa fullmótaða góða leik- menn, landsliðsmenn, þegar þess þarf. En gefa ungum efnilegum strákum innan félagsins sem hafa farið í gegnum ung- lingastarfið okkar séns á að spila fremur en að sækja efnilega menn til Íslands eða Norðurlandanna. Við erum ekki eins og stóru ríku fótboltaliðin sem kaupa kannski 10 unga stráka en af þeim verða í besta falli 2 meistaraflokksleikmenn. Við viljum fremur búa til 5 efnilega þýska stráka í þeirri von að 2 geti orðið meistaraflokksleikmenn.” Hvert er hlutfall uppalinna leik- manna í meistaraflokkshópnum hjá Füshe Berlín? „Við erum með 15 manna meistara- flokkshóp og þar eru tveir að koma upp úr unglingastarfinu. En hafa ber í huga að Füshe Berlín er bara 6 ára. Þetta þykir fremur gott í því ljósi. En þessi strákur sem spilaði með okkur í fyrradag er ekki í þeim hópi því hann æfir ekki með okk- ur, heldur eingöngu með öðrum flokki.” Æfið þið aldrei saman, þriðji, annar og meistaraflokkur? „Við erum með æfingabúðir á sumrin þar sem ég er með alla flokkana og líka B-lið meistaraflokks. En B-lið meistara- flokks er millibil milli annars flokks og meistaraflokks. En þetta er bara vika á ir leikmenn í hættu við að dragast aftur úr. Deildin byrjar seint og leikirnir eru fáir. Þetta þarf að passa betur upp á.” Hvað er það sem yngri leikmenn á Íslandi mega bæta? Og hver er megin munurinn á ungum íslenskum og þýskum leikmönnum? Þetta leiðir líka hugann að umhverfi ungra leikmanna að öðru leyti. Á Íslandi er þorri strák- anna í skóla, en hvernig er þessu hátt- að í Þýskalandi? Eru menn komnir á einhvers konar atvinnumannasamning í öðrum og þriðja flokki? „Nei alls ekki. Við erum með aðgang að skóla sem er íþróttaskóli. Þar fara strákarnir inn og geta mætt á eina æfingu á skólatíma. Þar fá þeir mat, geta síðan klárað skólann og mætt síðan á seinni æf- inguna. En einmitt talandi um vinnusemi þá eru strákarnir í öðrum og þriðja flokki farnir að bæta við æfingum með þessu fyrirkomulagi. En heima er eina leiðin að taka kannski æfingu sjálfur aukalega og ég veit að það oft eru þeir gera það. En hafi menn sjálfsaga til að gera þetta á eigin forsendum verður einmitt forskotið sem þeir hafa síðar meir.” Füshe Berlín stefnir að því að ala upp fleiri leikmenn Hvernig er annars þitt starf hjá Füshe Berlín sem þjálfari? Ertu líka að fylgj- ast með efnilegum leikmönnum annars staðar? „Ég kem líka að því að kaupa leik- menn til að styrkja hópinn. Þetta er auð- vitað nokkuð í föstum skorðum hérna. Við missum eina skyttu og þurfum að Dagur Sigurðsson tilheyrir hinum ótrúlega 1973 árgangi í handbolta sem er sigursælasti árgangur Vals í handbolta frá upphafi. Þegar strákarnir voru á eldra ári í sínum flokki töpuðu þeir ekki leik og fengu yfirleitt fullt hús stiga. Aftari röð frá vinstri: Theodór Guðfinnsson þjálfari, Ólafur Stefánsson, Theódór Hjalti Valsson, Dagur Sigurðsson, Einar Örn Birgisson og Valur Arnarson. Fremri röð frá vinstri: Óskar Bjarni Óskarsson, Valgarð Thoroddsen, Þórarinn Ólafsson, Sveinn Sigfinnsson og Halldór Halldórsson. Myndin var tekin 1992. 5A B lack Y ellow M agenta C yan 5 1112276 V alur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.