Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 89

Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 89
446 ÞORBJÖRN TÓ K VIÐ MEIST- ARAFLOKKI Valur varð Ísland smeistari í hand - bolta annað árið í röð vorið 1989 . Að svo búnu tók Þorbjörn Jens- son við liðinu og lagði þar með keppnisskóna á hilluna. Í liðinu var valinn maður í h verju rúmi og sjö fastamenn lands liðsins. Liðið var ð fyrir blóðtöku þ egar Geir Sveins son og Júlíus Jónasso n gerðust atvinn u- menn eftir tímab ilið. Geir gekk ti l liðs við Granolle rs á Spáni og Júl íus hóf að leika með PSG í Frakkland i. Síðan leitaði Sig urður Valur Svei ns- son á önnur mið . Þetta keppnistíma bil er ógleymanleg t því við tefldum fra m sterkasta Vals- liði sögunnar, að m ínu mati, ef ekki sterkasta félagsliði allra tíma á Ís- landi. Stórskyttan Sigurður Sveinsso n lék með okkur og E inar Þorvarðarson að nýju. Mig minn ir að 12-13 leik- menn liðsins hafi á tt landsleiki að baki. Við komums t í fjögurra liða úrslita í Evrópuke ppninni gegn Mag - deburg og það var ekkert annað en dómaraskandall a ð við skyldum ekk i komast í úrslitaleik inn í annað skiptið í sögunni. Einar Þ orvarðarsson meiddist fyrir þessa leiki og kallað var á Óla Ben sem haf ði ekki leikið hand - bolta í átta ár. Eng u að síður unnum við fyrri leikinn he ima 21:16. Við klikkuðum á fimm vítum í leiknum og hefðum átt að v inna með 12, 14 marka mun. Leiku rinn ytra varð tóm vitleysa eftir að við jöfnuðum 15:15. Þeir skoruðu síðus tu 5 mörkin og fór u í úrslitaleikinn á þ ví að hafa skorað fleiri mörk en við á útivelli. Það voru dæmd af okkur mö rk og einn okkar fékk rautt. Þetta V alslið var í hópi 4-6 bestu liða Evrópu. (Valdimar Grímss on, 2011) Jón Hermannsso n lét af störfum sem þjálfari mei staraflokks kven na vorið 1989 og tó k hinn margreyn di Veit mamma þí n að þú ert ennþá ú ti? Sævar Jónsson, fyr rverandi landsliðsm aður í knattspyrnu , rifjar upp eftirmin nilegt augnablik. Leikið var í Vestm annaeyjum og ei ns og venjulega v ar liðið erfitt hei m að sækja. Bói Pá lma var alltaf á s ínum stað á hóli einum við einn h orn- fánann og reif st anslaust kjaft og lét leikmenn hey ra það sem kom u nálægt hornfána num. Menn vildu helst ekkert taka hornin þeim me gin. Aldrei þessu van t var ég að kljást við leikmann og uppskar hornsp yrnu sem ég ætlaði að taka sjálfur. Þá glymur í kalli: „H eyrðu Sævar, ætl arðu ekki að fara að h ætta þessu bulli? “ Ég kominn yfir þrítugt og hann var sennilega búinn að sjá nóg af mé r. Ég sneri mér vi ð með það sama og sagði svo hátt að það glumdi í He rjólfsdal: „Veit m amma þín að þú ert úti ennþá?!!“ Bó i leit í kringum si g því fólk veltist um af hlátri. Þar na má segja að skra ttinn hafi hitt öm mu sína.“ (Sævar Jónsson, 20 10) Geir Sveinsson k astaði sér án efa milljón sinnum inn af línunni á l öngum keppnisf erli. Þarna svífur hann inn í teigin n hjá KR-ingum í Valsheimilinu k eppnistímabilið 1988- 1989. Þorsteinn Guðjónsson og Jóhannes Stefán sson, fyrrum Va lsmaður, horfa á kappann skora. 1981-1990 447 leikmaður Stjörn unnar, Margrét Theodórsdóttir, við liðinu. Þess má til gamans geta a ð leikmenn göm lu Mulningsvélarin nar léku í 2. deil d eftir að hafa bor ið sigur úr býtum í 3. deild árið áðu r. Landsliðið í han dknattleik kemu r til Íslands eftir að hafa sigrað í B-heimsmeistar akeppninni í Fra kklandi árið 198 9. Forseti Ísland s, frú VIgdís Finnb ogadóttir, heilsa r Valsmanninum Einari Þorvarða rsyni markverði. Aðrir á myndinn i eru, frá vinstri: Jón Hjaltalín Magnússon, for maður HSÍ, Hra fn Margeirsson og Guðmundur Guðmundsson s íðar landsliðsþjá lfari. Fjölmargir Valsm enn voru í lands liði Íslands í handkn attleik sem sigra ði í B-heimsmeistara keppninni í Frak klandi 1989. Gullmeda lían er í eigu Jak obs Sigurðssonar. Íslandsmeistarar Vals í handknat tleik 1989. Afta ri röð frá vinstri : Þórður Sigurðs son, formaður h andknattleiksde ildar, Stefán Carlsson læknir, Einar Þorvarða rson, Gísli Óska rsson, Theodór Guðfinnsson, Þo rbjörn Jensson, Júlíus Jónasson, Sigurður Sveinsson, Jón K ristjánsson, Árn i Árnason sjúkra þjálfari og Jón G unnar Zoëga, fo rmaður Vals. Fre mri röð frá vinst ri: Pétur Guðmundsson l iðsstjóri, Sigurð ur Sævarsson, Ja kob Sigurðsson, Ólafur Benedik tsson, sem hljóp í skarðið fyrir E inar Þorvarðar- son sem meiddis t, Geir Sveinsson fyrirliði, Páll Gu ðnason, Valdima r Grímsson og S tanislav Modrov ski þjálfari. 404 FALL VALS VÆRI FRÁBÆR FRÉTT Og hver er svo harðbrjósta að hann geti hugsað þá hugsun til enda, að Knattspyrnufélagið Valur, stolt höfuð- borgarinnar, eigi í vændum að falla niður í 2. deild? „Það get ég,“ sagði landskunnur dagskrárgerðarmaður af sjónvarpinu (Páll Magnússon), „ég heyri sko ekki betri frétt en þá, að nú sé Valur dottinn. Ég er búinn að bíða í ofvæni eftir þessari frétt í Ríkisútvarpinu og nú sé ég loksins hilla undir hana.“ „Bull,“ sagði kvefaði rithöf- undurinn. „Nú er allt í húfi fyrir Val og þeir verða að bursta Eyjapeyjana um næstu helgi og það gera þeir. Valsarar eru nefnilega menn hinna stóru leikja.“ (Baldur Hermannsson í DV 15. september 1983) BORGIN FÉLL EKKI Höfuðborg Íslands féll ekki og því síður Valur því liðið bar sigurorð af Vestmannaeyingum 3:0 en staðan var 0:0 í hálfleik. Ingi Björn skoraði tvö markanna. Og í næstsíðustu umferðinni sigraði Valur Víking 2:1. Þegar upp var staðið hafnaði liðið í 5. sæti í deildinni, eins og árið áður. Þetta sumar rauf Ingi Björn Albertsson 100 marka múrinn og voru margir þeirrar skoðunar að hann hefði átt sitt besta keppnis- tímabil, þrátt fyrir slakt gengi Vals. Kappinn setti markamet í 1. deild með því að verða fyrstur á Íslandi til að skora 100 mörk í efstu deild. Ingi Björn skoraði 14 mörk í deildinni, hlaut gullskó Adidas sem var veittur í fyrsta skipti sumarið 1983 og var kjörinn leikmaður Vals. Eftir þetta gullár hjá Val gerðist Ingi Björn spilandi þjálfari FH sem vann sig upp úr 2. deild sumarið 1983. GUÐNI BERGS EFNILEGAST- UR Í 1. DEILD Sumarið 1984 voru stofnuð samtök leikmanna í 1. deild og var Grímur Sæmundsen, fyrirliði Vals, einn aðalforsprakkinn að stofnun sam- takanna sem og undirbúningi fyrir fyrstu lokahátíðina sem var haldin á veitingahúsinu Broadway 16. september. Valsmaðurinn Hermann Gunnarsson var kynnir, Valsmaður- inn og fjármálaráðherrann, Albert Guðmundsson, hélt ræðu kvöldsins og danski knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi Knattspyrnumaður Evrópu, Allan Simonsen, var heiðursgestur. Valsmaðurinn Guðni Bergsson var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og Skaga- maðurinn og markvörðurinn Bjarni Sigurðsson hlaut yfirburðakosningu sem besti leikmaður deildarinnar. Nokkrum árum síðar átti Bjarni eftir að gera garðinn frægan hjá Brann í Noregi og síðan Val. FJÖLBREYTT STÖRF FRAM- UNDAN Aðalstjórn Vals hafði að mörgu að hyggja starfsárið 1983 til 1984 en fyrir stjórnarmennina Pétur Svein- bjarnarson, Ólaf Gústafsson, Elías Hergeirsson og Jón H. Karlsson var hver einasta hindrun spennandi áskorun. Höfuðframkvæmdir Vals á verklega sviðinu voru bygging íþróttahúss og félagsheimilis, flóð- lýsing malarvallar, stúkubygging við grasvöllinn og fjölgun valla, viðgerð félagsheimilis og íbúðarhúss og síð- ast en ekki síst skipulag Hlíðarenda eftir að félagið fékk úthlutað við- bótarlandi á 70 ára afmælinu. Hinn 2. júní 1983 var samþykkt að hefja byggingu nýrra knattspyrnuvalla á 22 þúsund fermetra svæði. FYRSTI OPINBERI HEIMA- LEIKURINN Á starfsárinu 1983-1984 mörkuðu tveir atburðir einkum þáttaskil í sögu Hlíðarenda. Fyrstu opinberu heimaleikir Vals í knattspyrnu voru leiknir á Hlíðarenda og lokið var við að reisa þakgrind nýja íþróttahússins. Valur var fyrsta reykvíska félagið til þess að leika 1. deildar leiki á eigin félagssvæði og er sú von látin í ljós að Valsmenn muni um ókomna framtíð leika hluta heimaleikja sinna að Hlíðarenda. (Úr skýrslu aðalstjórnar í Valsblaðinu 1984) Bræðslan hjá Boris Að mæta á æfingu og vera í seinni kantinum var ekki það skemmtileg-asta sem maður lenti í. Þá var Boris á ganginum í gamla íþróttahúsinu, búinn að reykja nokkrar rótsterkar rússneskar sígarettur ofan í allan hvítlaukinn og svo fékk maður að heyra það! Ég var 15 ára og ekki búinn að ná fullri hæð þannig að Boris átti auðveldara með að koma með sitt andlit ofan í mitt og andfýlan sem gusaðist yfir mann ásamt fúkyrðunum sagði manni að betra væri að vera tímanlega næst. Seinna lenti ég nokkrum sinnum í því að sækja Boris á æfingar þar sem ég bjó úti á Seltjarnanesi og hann á Víðimelnum. Ég mætti vel tímanlega og hann skellti sér inn í framsætið. Ég keyrði af stað og hann byrjaði að tala. Í raun hefði ég getað sleppt því að vera með framsæti. Boris vildi alltaf horfast í augu við þá sem hann talaði við þannig að hann sat nánast á lærinu á mér og talaði alla leið inn í Valsheimili. (Júlíus Jónasson, 2011) 405 Ingi Björn Albertsson varð markahæstur í 1. deild 1983 með 14 mörk og hlaut gullskóinn sem var þá veittur í fyrsta skipti. Guðni Bergsson var valinn efnilegastur í 1. deild sumarð 1984 en markvörður ÍA, Bjarni Sigurðsson, sá besti. Bjarni skipti síðan yfir í Val 1989 og lék með félaginu þar til hann lagði skóna á hilluna 1993. Knatt-spyrnumaður Evrópu 1977, Daninn Allan Simonsen, afhenti verðlaunin á Broadway. Simonsen lék með Barcelona 1979-1982 og einnig með Velje, Charlton og Borussia Mönchengladback. Hann lék 55 landsleiki. Áfram, hærra! sýnishorn úr afmælisriti 586 Mælikvarði á góðan leikmann er ekki það sem hann gerir á tindinum heldur hversu vel hann rís eftir fall. Það er í lagi að klikka tvisvar í röð, endurmeta þá skotin, hreyfingarnar og fleira án þess að umturnast því slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Maður má ekki láta neitt koma sér úr jafnvægi. ... Ég þori varla að líta til baka á þau sjö ár sem ég var í Þýskalandi því ég er ennþá að klífa. Allir hafa haft áhrif á mig á sinn hátt, allt frá Theodóri Guðfinnssyni til Alfreðs Gíslasonar. (Ólafur Stefánsson, Valsblaðið 2003) GRÍMUR TEKUR VIÐ AF REYNI VIGNIR Haustið 2002 tók Grímur Sæmund- sen við af Reyni Vignir sem for- maður Vals en hann hafði setið á valdastóli í 8 ár. Ýmsir stórir titlar sem meistara- flokkar félagsins unnu á þeim árum sem ég var formaður koma oft upp í hugann þegar ég hugsa til baka, en það var líka svo margt annað jákvætt í íþróttastarfinu og því er erfitt að taka einstaka liði út úr. Félagið átti marga frábæra þjálfara sem ég fylgdist með og ég ætla að nefna tvo ólíka. Þorbjörn Jensson var með mfl. karla í handbolta og við þekkjum þann árangur sem lið undir hans stjórn náðu og hversu mörgum landsliðsmönnum og síðar þjálfurum hans starf skilaði og þess á milli lagði hann raflagnirnar í húsinu í sjálf- boðavinnu. Hann hélt uppi sama aga hvort sem liðið var að keppa á Hlíðarenda eða í keppnisferðum erlendis, sem ég fór í með liðinu. Ég fylgdist vel með starfi Elísa- betar Gunnarsdóttur við þjálfun á yngri flokkum kvenna í knattspyrnu og sá ótalmarga úrslitaleiki þar sem hún stýrði liðum sínum til sigurs. Það var sama hvort leikirnir voru á Hlíðarenda, í Hafnarfirði eða á Hvolsvelli, ég bauð fjölskyldunni bara í bíltúr og alltaf var gleðin ríkjandi á leiðinni til baka. Starf Elísabetar setti svo Val síðar á stall, sem yfirburðalið í knattspyrnu kvenna á Íslandi til margra ára, og það hefur verið ein af skrautfjöðrum félagsins um margra ára skeið. (Reynir Vignir, fyrrverandi formaður Vals, 20 11) HVAÐ SKYLDI RÍSA? Eitt fyrsta verk nýkjörins formanns var að skipa ráðgjafanefnd sérfróðra aðila um tæknilega útfærslu upp- byggingar á Hlíðarenda. Í nefnd- inni sátu verkfræðingar, arkitektar, tæknifræðingur og íþróttakennari. Sigurður Lárus Hólm var skipaður formaður en aðrir nefndarmenn voru Torfi Magnússon, Guðmundur Þorbjörnsson, Hrólfur Jónsson, Úlfar Másson og Kristján Ásgeirs- son. Fyrsta verk nefndarinnar var að gera þarfagreiningu og forsögn á þeim mannvirkjum sem reisa ætti að Hlíðarenda og samþættingu þeirra við núverandi mannvirki. Baldur Þ. Bjarnason húsvörður lét af störfum um áramótin 2002- 2003 eftir 14 farsæl ár að Hlíðar- enda og tók Svanur Getsson við af honum en hann átti langan feril að baki sem dómari Vals. Þá var Þórður Jensson íþróttakennari ráðinn íþróttafulltrúi félagsins. Mér finnst hugmyndin um svokall- aðan byrjendaflokk athyglisverð. Þar gætu krakkar komið á æfingar þar sem farið yrði í ýmsa leiki og æfingar sem tengjast íþróttagreinunum sem eru í boði hjá Val og gætu valið sér grein eða greinar eftir því. (Þórður Jensson íþróttafulltrúi, Valsblaðið 20 03) SENDIHERRAR VALS Á afmæli Vals 11. maí 2003 var málverk af hinni gömlu eðalkempu Sigurði Ólafssyni afhjúpað, honum til heiðurs, en sjálfum þótti honum það óþarfa umstang. Stjórn Vals ákvað að sæma Guðna Bergsson gullmerki Vals í ágúst en þá um vorið lauk hann glæstum ferli sem atvinnumaður með Bolton. Aukinheldur var Guðni gerður að sendiherra félagsins í kynningar- og útbreiðslustarfi en hann hafði ávallt sýnt félaginu ræktarsemi og haldið merki Vals á lofti. Á herrakvöldi Vals 7. nóvember var Geir Sveinsson Ólafur Stefánsson handknattleiks- maður var kjörinn Íþróttamaður ársins 2002 en hann varð markakóngur á Evrópumótinu í Svíþjóð það ár, skoraði 58 mörk í átta leikjum. Þórir steig sín fyrstu spor á knatt- spyrnuvellinum að Hlíðarenda 12 ára gamall. Hann varð þar hluti af sterkum hópi Valsmanna, sem undir stjórn Róberts Jónssonar báru ægishjálm yfir jafnaldra sína í knattspyrnu á þeim tíma. Úr þeim hópi komu einstaklingar sem báru merki Vals hátt síðar, svo sem landsliðsmennirnir Hörður Hilmarsson og Ingi Björn Albertsson. Þórir vakti strax athygli fyrir afburða knattleikni og var kominn í meistaraflokkslið Vals aðeins 17 ára gamall og skömmu síðar í íslenska landsliðið. Er hann yngsti leikmaður í sögu Vals til að verða þess heiðurs aðnjótandi. Þórir lék með Val í nokkur ár en ákvað síðan að hverfa aftur á heima- slóðir í Hafnarfirði og helgaði hann FH krafta sína eftir það. (Grímur Sæmundsen, Valsblaðið 2004) Yngsti landsliðs- maður í sögu Vals Úr eftirmælum um Þóri Jónsson (1952-2004) . Hann lést í bílslysi. Þórir Jónsson. 2001-2011 587 einnig skipaður sendiherra Vals en Guðni var veislustjóri það kvöld. Þórólfur Árnason borgarstjóri var heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins. Guðni og Geir, fyrrum samherjar í yngri flokkunum í handbolta, tóku embættið alvarlega og kynntu starfsemi Vals í grunnskólum í nágrenni Hlíðarenda ásamt íþrótta- fulltrúanum haustið 2003. Guðni Olgeirsson tók við rit- stjórn Valsblaðsins 2003 af Þorgrími Þráinssyni sem hafði ritstýrt blaðinu í rúman hálfan annan áratug með örfáum undantekningum. Vals- blaðið hefur verið eitt af fjöreggjum Vals frá því það kom fyrst út árið 1939, mikilvæg heimild um sögu félagsins í máli og myndum. STEFNUMÓTUN TIL 2011 Árið 2003 hafði Valskórinn verið starfandi í áratug og taldi um 30 manns. Margir hafa verið meðlimir frá upphafsárunum. Í kapellunni kyrjum við, kát á mánudögum, enda mikið úrvalið, af allra handa lögum. Bassinn dunar botni frá, blíður tenór seiðir. Svífur altið sætt á ská, sópran tóninn leiðir. Valur þekkir veginn sinn, vinnur eða tapar, og aftur er það æfingin, sem afrekshópinn skapar. Séra Friðrik syngur með, í sátt við góða vini. Styttan út við blómabeð, blikar, í aftanskini. (Höfundur: Dýri Guðmundsson kórdrengu r) Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, og Ruud Van Nistelrooy, leikmaður Manchester United, í kapphlaupi í ensku úrvalsdeildinni árið 2003. Guðni hafði betur á sprettinum sem og í leiknum. Hann lauk glæsilegum atvinnumanns- ferli vorið 2003 og var skipaður sendiherra Vals 11. maí sama ár. Um haustið var Geir Sveinsson einnig skip- aður í sendiherra en í því fólst að sinna útbreiðslustarfi eftir bestu getu. 460 Valsmenn fagna sigri eftir að hafa lagt KR að velli í „myrkrarleiknum“ fræga, bikarúrslitaleiknum í knatt-spyrnu gegn KR 1990, sem þurfti að framlengja og síðan réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þegar tekið var að rökkva. Frá vinstri: Anthony Karl Gregory, Steinar Dagur Adolfsson, Þórður Birgir Bogason, Þorgrímur Þráinsson fyrirliði, og Sigurjón Kristjánsson sem er á hestbaki á Gunnari Má Mássyni. 461 518 519 Iðkendur hand- knattleiksdeildar Vals árið 1996. Áfram, hær a! Framtíðarsýn „Menn hafa verið of uppteknir af nútíðinni. Valur þarf að hugsa út fyrir rammann. Valur þarf að þróast þjálfunarlega og hvað uppeldishlutverkið varðar og ég hef margoft sagt, í Valsblaðinu og víðar, að krakkarnir velja sína keppnisgrein of snemma“ GEIR SVEINSSON „Hver þáttur starfsins er eins og mósaiksteinn sem raðast síðan upp í heildarmynd þegar allir þættir ganga upp. Þetta þarf „master- mind“ aðilinn að gera og það er í hans verkahring að sjá til þess að mósaikmyndin verði heil og falleg. Þá getum við farið að sjá frábæran árangur og skilning á leiknum. Annað er ekki í boði.“ ÓLAFUR STEFÁNSSON „Það sem hefur verið að skemma íþróttina undanfarin ár eru peningar. Mér skilst ð það séu fjárhagsvandræð hjá V l núna og þá verður bara að skera niður. Valshjartað skiptir máli. Me n með slíkt hjarta ná árangri fyrir Val frekar en ð yptir leik- men .“ ÞORBJÖRN JENSSON „Ég sé Hlíðarenda fyri mér í f a tíðinni sem fjöl- skyldumiðstöð því þar á að vera þjónu ta í takt v ð okkar nýja lí smynstur. Hlíðarendi á geta þjónað öllum án tillits til aldurs og flokka.“ PÉTUR SVEINBJARNARSON „Við viljum ala af okkur Valsara, þjálfara, dómara, stuðningsmenn, afreksfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða en síðast en ekki síst heilsteypta einstaklinga sem eru góðir og gildir þjóðfélagsþegnar.“ SOFFÍA ÁMUNDADÓTTIR6B B lack Y ellow M agenta C yan 1112276 V alur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.