Valsblaðið - 01.05.2011, Page 94

Valsblaðið - 01.05.2011, Page 94
Fyrstu sigurvegarar Vals, 2. flokkur árið 1919. Liðið tók þátt í haustmóti ásamt Fram, Víkingi og KR. Aftasta röð frá vinstri: Pétur Kristinsson, Halldór Árnason, Daníel Þorkelsson, Hannes Pálsson og Gunnar Guðjónsson. Miðröð frá vinstri: Magnús Guðbrandsson, formaður Vals og þjálfari liðsins, Aðal- steinn Guðmundsson, Ingi Þ. Gíslason, Sigurður Haukdal, Óskar Bjarnason og séra Friðrik Friðriksson. Fremsta röð frá vinstri: Angantýr Guðmunds- son, Marínó Erlendsson og Markús Helgason. Keppt var þrisvar um þennan bikar sem gefinn var af íþróttafrömuðunum A.V. Tulinius og Agli Jakobsen. Valur vann bikarinn til eignar 1922 eftir að hafa borið sigur úr býtum á mótinu þrjú ár í röð. Auk bikarsins fékk Valur allan hagnað af mótinu, rúmar 80 krónur. 44 1911-1920 45 FYRSTI MÓTSSIGUR VALS Eldmóður leikmanna 2. flokks Vals var vonarneisti félagsins og færði því fyrsta mótssigurinn með því að sigra Fram, KR og Víking á haustmóti flokksins 1919. Þjálfari þessa fyrsta sigursæla flokks Vals var Magnús Guðbrandsson, einn besti leikmaður meistaraflokks, sem leitaði síðan á önnur mið. Sigur 2. flokks var mikil upp- örvun í erfiðleikunum og gaf fyrirheit um bjarta framtíð. Sam- komulagið við Væringja og sigurinn á haustmótinu varð þess valdandi að haustið 1919 voru félagar Vals orðnir 80 talsins en flestir í yngri deildinni. Segja má að með þessu hafi orðið þáttaskil í sögu Vals, þar sem þeir eldri voru að hverfa frá en hinir yngri að búa sig undir að taka við til að halda merki félagsins hátt á lofti. MARGIR VILDU LEYSA FÉLAGIÐ UPP Árið 1920 var svo illa komið fyrir meistaraflokki að einn snjallasti knattspyrnumaður landsins, Magnús Guðbrandsson, fyrrverandi formaður Vals og sá sem hafði verið driffjöðrin í liðinu, sá sig tilneyddan að yfirgefa félagið. Hann stóð frammi fyrir því að leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna eða skipta um lið. Hann valdi seinni kostinn og lék með Fram um árabil við góðan orðstír. Útlitið var ekki bjart hjá Val en þeir sem skipuðu stjórn Vals á þessum örlagatímum voru Guð- björn Guðmundsson formaður, Guðmundur Guðjónsson og Stefán Ólafsson. Sat þessi stjórn á árunum 1920 til 1921. Á þessum árum lognaðist félagið næstum því út af, ekki síst vegna þess hversu fáir sóttu æfingar í meistaraflokki. Flokkurinn var hættur að taka þátt í mótum og margir töluðu um það í fullri alvöru að leysa félagið upp. Sumir vildu sameinast Víkingi. Þessar vangaveltur áttu sér stað á nánast sama tíma og Valur varð haustmeistari í fyrsta skipti, í 2. flokki. Árni Njálsson þjálfari með efni-legum handknattleiksstúlkum í Val í mars 1958. Framtíðin er björt. 218 1951-1960 219 Vorið 1951 fór enska stórliðið Arsenal í þriggja vikna keppnis-ferð til Brasilíu. Partur af þeirri áætlun framkvæmdastjórans, Tom Whittaker, um að hafa liðið sem sterkast í ferðinni var að bjóða Albert Guðmundssyni með, þrátt fyrir að hann hefði farið frá félaginu til Frakklands árið 1947. Þykir þetta boð vera ein besta vísbendingin um getu Alberts sem knattspyrnumanns á þessum tíma því Arsenal var á þessum árum, líkt og nú, eitt sigursælasta félag enskrar knattspyrnu og varð meðal annars Englandsmeistari leiktímabilin 1947-8 og 1952-3 og bikarmeistarar árið 1950. Að breskt félag skyldi bjóða erlend-um leikmanni með sér í keppnis-ferð á þennan hátt var algjörlega án fordæmis. Albert tók boðinu með því skilyrði að hann myndi einungis leika tvo leiki, þann fyrsta og þann síðasta af sex, þar sem hann hafði nýlokið ströngu keppnis-tímabili með Racing Club de Paris. Einnig vissi hann hversu gríðarlegur hiti gat orðið í Suður-Ameríku. Eftir að Arsenal hafði gengið að þessum skilyrðum og fengið leyfi breskra yfirvalda og forráðamanna Parísarliðsins, fór Albert með liðinu í mikið ferðalag frá London til Ríó sem tók í heild tvo sólarhringa. Strax daginn eftir hófst fyrsti leikurinn, gegn heimamönnum í Fluminense sem var leikinn á hinum fræga Maracana leikvangi í Ríó sem tók um 220.000 áhorfendur í stæði. Áhorfendur á leiknum voru um 200.000 og hitinn svo mikill að í hálfleik þurftu leikmenn að fá súrefnisgjöf í búningsklefanum. NEITAÐI TILBOÐUM FRÁ BRASILÍU Fór svo að allar áætlanir Alberts um að leika einungis tvo leiki urðu að engu þar sem brasilískir skipuleggjendur ferðarinnar lögðu mikla áherslu á að hann tæki þátt í þeim öllum, eftir að hafa séð hæfni hans í þeim fyrsta. Lofuðu þeir honum í staðinn miklum peningaupphæðum. Albert lék á endanum alla leikina sex og skoraði eitt mark, gegn América. Hann sagðist sjálfur aldrei hafa lent í annarri eins raun líkamlega, vegna hitans og uppsafnaðrar þreytu eftir keppnistímabilið í Frakklandi. Á móti kom að hann hafði, að eigin sögn, aldrei áður haft jafn mikið fé á milli hand-anna og að ferðinni lokinni. Í ferðinni fékk Albert óformleg tilboð frá stórliðunum Vasco de Gama og Santos í Brasilíu og einnig frá argentínska félaginu Ri-ver Plate, en neitaði þeim öllum, fyrst og fremst þar sem honum leist ekki vel á að leika í Suður-Amerísku loftslagi til lengdar. (Eysteinn Hauksson, 2011) Á gömlu góðu Valsárunum lék Albert Guðmundsson við þessar að-stæður úti á landi en þegar líða tók á ferillinn lék hann á stórleikvöngum víða um heim, eins og t.d. í Brasilíu með Arsenal. En Albert kippti sér ekki upp við þær aðstæður sem voru í boði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgóma. 200.000 manns á vellinum Albert Guðmundsson í keppnisferð með Arsenal í Brasilíu 1951. 27 LEIKIR ÁRIÐ 1929Knattspyrnunni óx verulega fiskur um hrygg í Reykjavík árið 1929. Sex lið tóku þátt í Íslandsmótinu en nýju liðin voru Akureyringar og Vestmannaeyingar, sem höfðu reyndar annað slagið tekið þátt í mótinu. Vestmannaeyingar tóku þátt „af eigin rammleik“ eins og það er orðað í ársskýrslu Vals en Akureyringar nutu aðstoðar hinna þátttökuliðanna sem kostuðu dvöl þeirra í Reykjavík. Valur lét ekki þar við sitja, minnugur norðurfarar-innar 1927. Margir Akureyringar gistu á heimilum Valsmanna meðan á mótinu stóð og nutu gestrisni og góðrar aðhlynningar í hvívetna.Aðalbækistöð Akureyringanna var í húsakynnum Axels Gunnars-sonar í Hafnarstræti 8 og lét hann ekki sitt eftir liggja til að gera dvöl-ina sem þægilegasta. Hafnarstræti 8 var ennfremur aðalsamkomustaður Valsmanna þar sem skeggrætt var um málefni líðandi stundar og leyst úr mörgum vandamálum.Þetta sumar kom hingað í fyrsta skipti úrval færeyskra knattspyrnu-manna og lék tvo leiki, annan við Val sem sigraði 4:1. Alls lék Valur 27 leiki sumarið 1929, vann 17 þeirra, tapaði 7 og gerði 3 jafntefli. Félaginu hafði aldrei gengið eins vel. Valur sigraði aftur á vormóti 2. flokks og hlaut að sigurlaunum nýjan bikar sem var gefinn af Jóni Þorsteinssyni skósmíðameistara. ÞRÍR ÚRSLITALEIKIR VIÐ KRÍ haustmóti 2. flokks stóð baráttan yfir í heilan mánuð og þurftu Valur og KR þrívegis að keppa til úrslita. Fyrstu tveir leikirnir enduðu 2:2 og 0:0 en í þriðja leiknum sigraði KR í vítaspyrnukeppni. Í þessu móti var tekin upp sú nýbreytni að veita besta liðsmanninum úr hvorum flokki verðlaun. Þeir Valsmenn sem hlutu þessa viðurkenningu voru Bjarni Guðbjörnsson, Jóhannes Bergsteinsson, Jón Eiríksson og Þórarinn Andrésson. Haustið 1929 vann 3. flokkur Vals haustmótið í fyrsta skipti í sögu félagsins.Magnús Bergsteinsson rifjaði upp þennan sigur í Valsblaðinu 1965 en hann steig sín fyrstu skref í keppnisliði með Val árið 1929. HERMANN EKKI Í MARKIÞetta var uppörvandi byrjun því við vorum svo heppnir að vinna fyrsta þriðja-flokks sigurinn fyrir Val. Þjálf-ari flokksins var Jóhann Jóhannesson og hélt hann hópnum vel saman, og var prýðis þjálfari. Þarna voru ágætir strákar eins og Gísli Kærnested, Hermann Hermannsson, Kristján Ísaksson, sem hætti því miður alltof fljótt að leika knattspyrnu. Gísli var eiginlega sá sem mest brauzt í gegn og skoraði. Við höfðum að vísu all-góðan skilning á samleik, en gerðum okkur það fljótlega ljóst, að það var mjög sigursælt að spyrna innfyrir, og geystist Gísli þá í gegn með hraða, sem vörn mótherjanna gat ekki rönd við reist og skoraði. Gísli var sem kunnugt er mjög góður hlaupari, og þátt-takandi í frjálsum íþróttum.Þess má geta að í því móti var Hermann Hermannsson miðvörður með ágætum árangri. 72 Frímann Helgason er fæddur að Litlu-Heiði í Mýrdal hinn 21. ágúst 1907. Þegar hann, um 13 ára gamall sá leðurknött í Vík, var það í fyrsta sinn, sem hann sá slíkan undrahlut. Hann fékk meira að segja að handleika þennan merkilega grip, lykta af honum og varpa honum á jörðina, en ekki spyrna honum. Þvílík opinberun, segir hann sjálfur frá, og hann bætir við, leðurlyktin var heillandi; einhver sá bezti ilmur, sem ég hef fundið um dagana. Og knötturinn... hvað hann hoppaði og skoppaði dásamlega fyrir mínum unglings-augum. Skyldi mér nokkurn tíma takast að fá að leika mér með slíkan knött? Er heim kom í sveitina (Görðum í Mýrdal, í Reynisfjalli vestan Víkur) hóf Frímann að vinna að knetti, sem nothæfur mætti reynast, því snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Hann bjó sér út tuskuknött, troðinn út með heyi. En lagið reyndist næsta böngulegt. Þá hug-kvæmdist honum snjallræði, sem fleiri drengir munu hafa notað. Hann fékk sér hrútspung, tróð hann upp með heyi, og sjá, hann hélt lagi og valt prýðilega. En hann vantaði leikfélaga. Hann var eini drengurinn á bænum. En hann dó ekki ráðalaus. Hann notaði brekkuna fyrir ofan bæinn sinn. Spyrnti knettinum upp eftir henni, sem skilaði honum með nákvæmni „atvinnumannsins“. Þannig varð bæjarbrekkan að Görðum í Reynis-fjalli í Mýrdal fyrsti „samherji“ þess pilts, sem síðar meir átti eftir að verða einn bezti bakvörður Ís-lands í knattspyrnu og einn hinna fjögurra í hinni rómuðu Valsvörn á sínum tíma. Hann er einn þeirra 11, sem færðu Val sigurinn „heim“ í Ís-landsmótinu 1930, þegar Valur sigraði í fyrsta sinn og varð Ís-landsmeistari. Frímann var einnig í hópi þeirra handknattleiksmanna Vals, er færðu „heim“ sigurinn í fyrsta handknattleiksmóti Íslands. Það var 10 árum eftir sigurinn í Íslandsmótinu. (Úr grein eftir Einar Björnsson í Valsblaðinu 1967) Bolti úr hrútspungÚr grein um Frímann Helgason sextugan. Frímanni Helgasyni þótti stór-merkilegt að sjá knött í fyrsta skipti. „Leðurlyktin var heillandi; einhver sá bezti ilmur, sem ég hef fundið um dagana. Og knötturinn... hvað hann hoppaði og skoppaði dásamlega.“ Reykjavík í lok 19. aldar. Á myndinni má m.a. sjá Menntaskólann í Reykjavík, Alþingishúsið, Dómkirkjuna og Stjórnarráðið. Á þessum árum náði Tjörnin töluvert lengra til norðurs. 1921-1930 73 Fyrsti mótssigur 3. flokks Vals rennur Jóhanni Jóhannessyni, þjálfara flokksins seint úr minni eins og hann rifjar upp í Valsblaðinu 1966: Ég gleymi ekki úrslitaleiknum, eigin-lega varð ég mér til skammar, því ég þaut fram og aftur með línunni eftir því sem knötturinn gekk og var fólkið farið að horfa meira á mig en leikmennina! Ég lét mér þetta að kenningu verða, og hef tamið mér að vera stilltari við leiki síðan. Við héldum mjög vel saman og þó ég væri mun eldri en drengirnir, vorum við oft saman í bíó og víðar. „Hér á þessum stað orti Hallgrímur Pétursson ljóð sín og söng söngva sína. Hér þjónaði hann Guði og vegsamaði hann með þjáningu sinni og harmkvælum. Héðan flutti hann blindur og holdsveikur, og hingað var hann aftur fluttur sem andvana lík til þess að líkami hans mætti hvíla í gröfinni til upprisudagsins. ... Hingað er og í dag kominn saman á skemmtiför íþróttaflokkur KFUM, Knattspyrnufélagið Valur, og hér í þessari kirkju við gröf Hallgríms Péturssonar vilja þeir einnig eiga minningarríka blessunarstund áður en þeir snúa aftur heim í ys og þyt bæjarlífsins. ... Þegar knattspyrnuvöllur KFUM var vígður, þá var sagt: „Yfir svæðinu markanna milli stendur letrað í stórum boga: „Helgað Drottni“ og „hið trúaða hjarta sér það ávallt“. Mundu því til Drottins, er þú leikur, og leiktu svo þú vitir, að það sé samboðið Drottni, með drengskap og fegurð. Leiktu með kappi og fjöri, en leiktu af atorku og ósérhlífni, en leiktu með fullkomnu valdi á sjálfum þér, án eigingirni og yfirlætis. Gættu vel að sannleikanum og vandaðu orð þín og framkomu eins og þú værir á heilögum stað. Það er mannlegt að vilja vanda sig, þegar ótal augu hvíla á leik þínum, en mundu að einn er ávallt áhorfandi, og það er Guð; reyndu að leika þannig, að hann einnig geti glaðst yfir leik þínum. Þetta veri þá sérstaklega í dag sagt við þig, sem hér ert á heilögum stað, þú meðlimur Vals, knattspyrnufélags KFUM. Þú mátt gleðjast yfir því, að Valur hefur nú unnið drengilegan sigur eftir margra ára trúfast starf; þú mátt gleðjast yfir þeirri sæmd, að þitt félag hefur fengið nafnbótina: „Bezta knattspyrnufélag Íslands“, en mundu að vandi fylgir vegsemd hverri, og þú átt framvegis að keppa að því, að Valur eigi þetta nafn með réttu og fái haldið því sem lengst.“ (Valsblaðið) Í júlí 1930 fór séra Friðrik með nýkrýnda Íslandsmeistara Vals í Saur- bæjarkirkju til að heiðra minningu Hallgríms Péturssonar sálmaskálds. Íslandsmeistarar við leiði séra Hallgríms Péturssonar Brot úr ræðu séra Friðriks Friðrikssonar í Saurbæjarkirkju 20. júlí 1930 þegar hann heimsótti staðinn ásamt nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals. Stjórn Vals og þjálfari 1928-1929. Frá vinstri: Pétur Kristinsson, Guðmundur H. Pétursson (þjálfari), Jón Sigurðsson (formaður), Axel Gunnarsson, Halldór Árnason og Ólafur Sigurðsson. Áfram, hærra! sýnishorn úr afmælisriti 312 18 ÁRA BIÐ Á ENDAMeistaraflokkar í handbolta karla og kvenna blómstruðu keppnis-tímabilið 1972-1973 og urðu bæði lið Íslandsmeistarar. Karlaliðið hafði ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1955 og þótti Valsmönnum löngu tímabært að fá bikarinn í hús. Liðið fékk að meðaltali á sig 10 mörk í síðustu sex leikjum Íslandsmótsins þrátt fyrir að leika gegn liðum með stórskytturnar Jón H. Magnússon, Einar Magnússon, Axel Axelsson og Geir Hallsteinsson innanborðs. Reyndar var Valsliðið með Óla Ben í marki og svo voru engir smá jaxlar í vörninni. Í febrúar 1973 þótti herrunum upplagt að hvíla sig frá deildar-keppninni og léku vináttuleik gegn Zagreb. Valur sigraði 15:13 en einu dagblaðanna þótti leikurinn grófur. „Jafnvel Cassius Clay hefði verið fullsæmdur af ýmsum brögðum sem sáust í þessum leik,“ skrifaði blaðamaðurinn. Betra hljóð var í íþróttafrétta-manninum sem skrifaði í Vísi hinn 4. apríl sama ár enda hreifst hann mjög af Valsliðinu: Það er nær óhugsandi annað en að Valur verði Íslandsmeistari í hand-knattleiknum. Haukar voru engin hindrun fyrir Val í Hafnarfirði í gærkvöldi og ekki nóg með það – Vals-menn sýndu áreiðanlega einhvern þann bezta leik, sem íslenzkt lið hefur nokkru sinni leikið, upphafs-kafla leiksins. Valskvörnin malaði þá Hauka jafnt og þétt og komst í 8:1. Eftir það gátu úrslit ekki orðið nema á einn veg. Valur vann stórsigur 20:9. Þeir byrjuðu hjá Val, Ólafur Ben í marki, Ágúst, Gunnsteinn, Stefán, Ólafur H., Bergur og Jón Karlsson og það var hrein unun að sjá piltana. Það var sama hvort það var í vörn eða sókn – nær ekkert brást, snilldarlegur handbolti – enginn grófleiki, fallegar fléttur og öryggi, og ef knötturinn komst gegnum vörnina var Óli Ben á sínum stað. Drengir máttu æfa leikinn eftir jólÚr viðtali við Grímar Jónsson í Tímanum 1975.„Það má eiginlega segja, að upphaf handknattleiksins hér í Reykjavík sé á árinu 1926 en það er þá sem Valdimar Sveinbjörnsson gerist íþrótta-kennari hjá Miðbæjarskólanum og jafnframt hjá Flensborgarskólanum og Barnaskólanum í Hafnarfirði. Það varð strax feiknalegur áhugi á þessum boltaleik í skólanum. Valdimar, ásamt Arngrími Kristjánssyni, skólastjóra, gaf 30-40 drengjum í efstu bekkjum barnaskólans kost á því að æfa þennan leik einu sinni í viku eftir jól.“ Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri með meistaraflokki, aðeins 16 ára gamall. Skyndilega var ég farinn að spila með mönnum sem ég hafði litið upp til undan-farin ár; leikmönnum eins og Hermanni Gunnarssyni, Sigurði Dagssyni, Bergsveini Alfonssyni, Halldóri Einars-syni og fleirum. Þeir voru flestir 25-26 ára og í mínum augum „gömlu gaurarnir“. Tímabilin með meistaraflokki voru einstök og ógleyman-leg. Við unnum til fjölda titla innan- og utanhúss og lékum við lið eins og Hamburger SV og Glasgow Celtic. Þegar ég lít til baka verð ég auðmjúkur og þakklátur fyrir þennan einstaka tíma í Val og fyrir alla félagana sem ég eignaðist. Ég er ennfremur stoltur af því að hafa verið þjálfari Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu kvenna árið 1978. Hópurinn samanstóð af ótrúlegum stelpum sem eru líklega þær sem hafa lagt sig harðast fram af öllum þeim sem ég hef þjálfað. Og á ég mörg ár að baki sem þjálfari í Banda-ríkjunum. Youri Ilitchev er án efa einn besti þjálfari sem hefur starfað á Íslandi og Róbert Jónsson er einn sá albesti sem hefur þjálfað hjá Val. Árni Njálsson og Lárus Lofts-son koma líka oft upp í hugann. (Albert Guðmundsson, 2010) Teiknimynd úr Tímanum. Auðmjúkur og þakkláturAlbert Guðmundsson „yngri“, einn af leikmönnum gullaldarliðsins 1976-1978. Albert í leik með Val árið 1979 en Jóhannes Bárðarson sækir hart að honum. Albert þjálfaði meistaraflokk kvenna í knattspyrnu árið 1978 og gerði liðið að Íslandsmeisturnum í fyrsta sinn. 313 Vinirnir og körfuboltamennirnir Ólafur Thorlacíus og Sigurður Már Helgason komu báðir yfir í Val frá KFR árið 1970 og stýrðu körfuknattleiksdeildinni á upp-hafsárunum. Ólafur þjálfaði meistara-flokk Vals en Sigurður Már tók að sér formennsku í stjórn deildarinnar. 222 Sjöundi áratu gurinn í sögu Vals er eftirminnil egur þótt fyrs ta árið hafi ekki verið happadrjúgt hvað verðlaunagrip i varðar. Aðein s einn Íslandsmeista ratitill kom í hús árið 1961. Þriðji fl okkur í knatt spyrnu hélt uppi heið ri félagsins m eð því að verða Íslan ds- og Reykja víkur- meistari með Pétur Sveinbj arnarson í broddi fylkin gar sem fyrirl iða. Hann gegndi síðar formenn sku í knattspyrnud eild þegar me istara- flokkur tefldi fram einu be sta liði Íslandssögun nar og Pétur v ar síðan formaður Val s frá 1981 til 1 987. Valkyrjurnar sigruðu á 18 mótum 1961-1970 Hluti af hand knattleikskon um Vals sem voru ósigrand i í lok sjöunda áratugarins og fram á þan n áttunda. Tv ennt var ávallt við hön dina; bikar og Tóti þjálfari. Frá vinstri: Er la Magnúsdót tir, Kristín Jónsdóttir, Sig rún Guðmund sdóttir, Þórarinn Eyþó rsson þjálfari , Sigrún Ingólfsdóttir, Ása Kristjáns dóttir og Ragnheiður L árusdóttir. Fr emri röð frá vinstri: Sigríð ur Sigurðardó ttir, Guð- björg Árnadó ttir og Björg G uðmunds- dóttir. 223 92 Valsblaðið 2011 Starfið er margt „Krakkar eiga að njóta þess að vera þjálf- aðir af þjálfurum eins og t.d. Óskari Bjarna sem er aðstoðarþjálfari lands- liðsins og er þessi þjálfun svo gríðarlega sjaldgæf og verða þeir að njóta hennar og læra af henni.” GUNNAR MALMQUIST ÞÓRISSON 16 ÁRA Í HANDBOLTA Áfram, hær a! Framtíðarfólk „Ég vil bara sjá það frábæra félags arf sem er í gangi hjá Val núna, halda áfram og dafna.“ BJARNI GEIR GUNNARSSON 16 ÁRA Í KÖRFUBOLTA „Svo væri góð hugmynd að frá 14 ára aldri ætti að byrja að fræða krakkana um næringarfræði og gott matarræði því það er akkúrat á þessum árum sem leikmenn fara úr því að vera ekki bara hæfi- leikaríkir heldur sterkir og hraðir. Til að bæta tengsl milli deilda þá væri það frábært ef fólk myndi ekki bara styðja sína eigin íþrótt heldur fara á leiki hjá öðrum og styðja þá til sigurs.” MORGAN ÞORKELSDÓTTIR 16 ÁRA Í HANDBOLTA „Ég tel að markmið yngri flokkanna eigi að vera að byggja upp bæði gott knatt- spyrnufólk sem er með góð tök á grunntækni, jafnt sem þroskaða einstaklinga sem eru góðar hópsálir og njóta þess að stunda knatt- spyrnu. Þessi markmið skipta miklu meira máli en titlafjöldi.” INGUNN HARALDSDÓTTIR 16 ÁRA Í FÓTBOLTA „Mér finnst að það eigi að halda áfram, og jafnvel efla kynningar í grunnskólu sé t klega á yngri árum. Því ef það næst að mynda góðan og ste ka hóp í yngri flokkum eru meiri líkur á því að hópurinn haldi áfram, eins og í mínu tilviki.” MARTA KRISTÍN FRIÐRIKSDÓTTIR 15 ÁRA Í HANDBOLTA „Að körfuboltinn verði að eins miklu stórveldi og hinar boltaíþróttirnar hjá félaginu.“ RAGNHEIÐUR BENÓNÍSDÓTTIR 17 ÁRA Í KÖRFUBOLTA „Yngri flokka starfið hjá Val hefur ekki verið nægilega gott upp á síðkastið hjá strák- unum og ekki nóg gert fyrir okku strákana finnst mér en það er allt að koma til. Ég held að ég geti talið upp sirka 10 þjálfara sem hafa þjálfað mig á 8 ára skeiði.” JÓN HILMAR KARLSSON 16 ÁRA Í FÓTBOLTA 6A B lack Y ellow M agenta C yan 6 1112276 V alur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.