Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 106

Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 106
104 Valsblaðið 2011 Knáir kappar háðu harða hildi á hvítum reitum og svörtum í glæsilegum salar- kynnum Valsmanna. Hellt var upp á könnuna og boðið upp á súkkulaðikex og fór vel um keppendur. Keppendur höfðu tíu mínútur til umhugsunar á hverja skák. Eftir um það bil þriggja stunda setu voru úrslit kunn og fór verðlaunaafhending fram með pompi og pragt. Ríkharður Sveinsson varð hlutskarpastur og hlaut að launum forláta gullpening og nafnbótina skákmeistari Vals 2011. Óttar Felix Hauksson varð í öðru sæti og fór heim með silfrið. Þriðja sætið og bronspening- urinn féll í hlut Georgs Páls Skúlasonar. Var það mál manna að úrslitin hefðu ver- ið sanngjörn og héldu Valsmenn þessir á braut að móti loknu sáttir við sinn hlut. Skákmeistarar Vals undanfarin ár: 2009 Óttar Felix Hauksson 2010 Helgi Brynjarsson 2011 Ríkharður Sveinsson Afmælisskákmót Vals Ríkharður Sveinsson er skákmeistari Vals 2011 Afmælisskákmót Vals 2011 fór fram að Hlíðarenda miðvikudaginn 30. febrúar Verðlaunahafar á afmælisskákmóti Vals 2011. Ríkarður Sveinsson sigurvegari er í miðið, Óttar Felix Hauksson t.h. var í öðru sæti og Georg Páll Skúlason t.v. varð í þriðja sæti. Vesturgata 2 | 101 Reykjavík Sími: 552 3030 eða 840 2566 www.restaurantreykjavik.is restaurant@restaurantreykjavik.is Fjölbreyttur matseðill Valsblaðið 2011 105 Ingunn er búin að æfa fótbolta á fullu síðan hún var 10 ára, á yngra ári í 5. flokki. Hún segist hafa byrjað í Val af því að bróðir hennar var þá að æfa með Val og félagið væri í hverfinu hennar. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn í haust? „Það var mikill heiður að taka á móti Friðriksbikarnum og það hafði mikla þýðingu fyrir mig að fá þessi verðlaun. Ég var mjög óheppin með meiðsli á síð- asta tímabili og Friðriksbikarinn er mér því gríðarleg hvatning til að halda ótrauð áfram.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Við átt- um rosalega gott tímabil í sumar og end- uðum það með Íslandsmeistaratitli. Við erum mjög góður hópur og við náum all- ar vel saman. Liðsheildin hefur komið okkur langt. Það er mikil samkeppni inn- an flokksins, enda allar gríðarlega efni- legar knattspyrnukonur. Svo er náttúru- lega búið að vera frábært teymi í kring- um hópinn, foreldrar og þjálfarar sem leggja mikið upp úr góðum anda í hópn- um.“ Hvernig er hópurinn núna? „Það er frekar stutt síðan 2. flokkur byrjaði að æfa saman og er Rakel Logadóttir að þjálfa okkur. Hópurinn er þéttur og mjög góður. Æfingarnar hjá Rakel eru krefj- andi og skemmtilegar og Rakel er frábær þjálfari.“ Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „Á Dana Cup sumarið 2010 gerði Kjartan Orri aðstoðarþjálfarinn okkar veðmál við okkur, ef að við ynnum mótið færi hann í brúnkusprautun fyrir uppskeruhátíðina. Við unnum síðan Dana Cup og Orri, sem er rauðhærður og venjulega næpuhvítur, stóð við sinn hluta veðmálsins og var útkoman vægast sagt skrautleg.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót- boltanum? „Katrín Jónsdóttir hefur allt- af verið mikil fyrirmynd fyrir mig og einnig Atli Sveinn Þórarinsson karlameg- in. Svo held ég mikið upp á Cesc Fabr- egas leikmann Barcelona.“ Hvað þarf til að ná langt í íþróttum? „Íþróttir snúast hrikalega mikið um hug- arfar. Það að hafa trú á sjálfri sér og vera ákveðin getur fleytt manni ansi langt. Svo skemmir ekki fyrir að hafa einhverja hæfileika. Það er heilmargt sem ég þarf að vinna í en aðallega er það tæknin sem ég þarf að bæta.“ Hvers vegna fótbolti? „Ég æfði fimleika í 5 ár og fór svo í frjálsar í hálft ár. Einn- ig hef ég æft badminton í hálft ár. Fót- boltinn er ólíkt öðru sem ég hef æft, hóp- íþrótt. Það er rosalega gott félagslíf í kringum boltann sem er mikilvægt þegar maður eyðir svona miklum tíma í ein- hverjar tómstundir.“ Hverjir eru helstu Valsararnir í fjöl- skyldunni? „Í föðurættinni eru allir grjótharðir KR-ingar úr Vesturbænum og móðurættin býr í Noregi þannig að það er lítið um Valsara í fjölskyldunni þannig að ætli ég sé ekki að skrifa söguna í þeim efnum.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sam- bandi við fótboltann? „Foreldrar mínir hafa alltaf stutt mig mjög vel og hvetja mig til þess að huga að heilbrigðu líferni til að ég geti náð eins langt og ég get. Systkini mín styðja mig einnig mikið og eru dugleg að kíkja á leiki hjá mér og fara út á sparkvöll að æfa. Að mínu mati er jákvæð hvatning frá fjölskyldu afar mikilvæg, það hefur allavega hjálpað mér mikið.“ Hvernig finnst þér að eigi að efla starf- ið í yngri flokkunum hjá Val í fót- bolta? „Ég tel að markmið yngri flokk- anna eigi að vera að byggja upp bæði gott knattspyrnufólk sem er með góð tök á grunntækni, jafnt sem þroskaða ein- staklinga sem eru góðar hópsálir og njóta þess að stunda knattspyrnu. Þessi mark- mið skipta miklu meira máli en titla- fjöldi.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar? „Mínir draumar eru að fara í háskólabolt- ann í Bandaríkjunum og fara svo í at- vinnumennsku í sterkri deild í Evrópu. Ég er mjög óviss með hvað ég ætla að læra, það kemur í ljós síðar. Ef allt geng- ur að óskum sé ég mig fyrir mér eftir 10 ár í Svíþjóð, t.d. að spila með úrvals- deildarliði og vinna eitthvað tengt nátt- úrufræði.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson þann 11. maí árið 1911.“ Framtíðarfólk Liðsheildin hefur komið okkur langt Ingunn Haraldsdóttir er 16 ára og leikur fótbolta með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins 2011 7A B lack Y ellow M agenta C yan 7 1112276 V alur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.