Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 114

Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 114
Valsblaðið 2011 97 inni að það væri farið að kólna og rign- ingin sem hafði fylgt óveðrinu hefði breyst í slyddu og það væri kominn þykkur krapi á Holtavörðuheiði. Vega- gerðin myndi ekki reyna að ryðja heiðina fyrr en í fyrsta lagi kl. 6 á mánudags- morgun. Þar með var það ljóst að ekki yrði farið um Holtavörðuheiði. En af því bárust fréttir að einhverjir á einkabíl eða jeppa hefðu farið um Laxárdalsheiði yfir í Dali. Bílstjórarnir voru nú á fullu að afla frétta um veður og færð með það í huga hvort mögulegt væri að krækja fyrir veðrið með því að fara um Dali og Hey- dal. Áætlunarbíllinn frá Akureyri ákvað að reyna þá leið. Ekki vildum við fylgja honum þar sem við vildum alls ekki leggja í neina tvísýnu með fulla rútu af krökkum. Þegar rútubílstjórinn okkar náði loks sambandi við áætlunarbílinn þegar hann var kominn í Dalina sagði hann afdráttarlaust að veðrið væri þannig að rútur ættu alls ekki að vera á ferðinni í slíku veðri. Þar með lá það loksins fyrir. Við gistum á Reykjum. Reykir Um leið og við komum í Staðarskála gerðum við okkur grein fyrir að við gæt- um þurft að halda kyrru fyrir um nóttina. Það var því strax gengið í það að tryggja okkur gistingu í svefnpokaplássi á Reykj- að nálgast Vatnsdalinn þá fór að bæta hressilega í vind. Rögnvaldur bílstjóri ítrekaði við alla að hafa bílbeltin spennt þar sem það væri farið að blása verulega. Það var síðan þegar við komum upp á hálsinn úr Víðidalnum að allt í einu heyrðist hvellur. Mér varð litið upp og aftur fyrir mig. Aftari topphlerinn var horfinn og sá beint til himins. Ég losaði beltið og stóð upp. Sá ég að hlerinn, sem gegnir hlutverki neyðarútgangs þegar rútur velta, hafði losnað en hékk í bandi og glamraði laus á þaki rútunnar. Ég náði að grípa í neyðarhandföngin á hleranum og smella honum niður en náði þó ekki að festa hann almennilega nema öðrum megin. Ég þorði því ekki að setjast og taldi öruggast að ríghalda í hlerann svo hann fyki ekki út í veður og vind. Ekki treysti mér ekki til að laga læsinguna þar sem við vorum í svo gríðarlegum streng. En nokkru síðar ókum við út úr þessum mikla vindstreng og við Gummi, farar- stjóri Hauka, sameinuðumst um að festa hlerann tryggilega. Haggaðist hann ekki það sem eftir leið ferðarinnar. Okkur varð ljóst að við værum komin í hið mesta illviðri. Bílstjórinn ók því afar gætilega það sem eftir lifði uns við kom- um í Staðarskála, en jafnframt hafði hann samband við HK rútuna og ráðlagði þeim að halda kyrru fyrir á Blönduósi, sem þau og gerðu. Staðarskáli Við þurftum að hafa fyrir því að komast inn í Staðarskála, en þar höfðum við pantað hamborgara á línuna. Vindurinn var mjög sterkur og því þurfti að hnika rútunni til þess að hægt væri að opna dyrnar á henni og koma mannskapnum inn. Það hafðist og vakti það furðu mína hversu fljótt við fengum afgreiðslu þar sem almennir viðskiptavinir þurftu að bíða rúma klukkustund eftir að fá pöntun sína afgreidda. Staðarskáli var troðinn af fólki og létu sumir strákarnir sig hafa það að setjast á gólfið út undir vegg til að borða matinn sinn. En eftir matinn tók við tveggja tíma bið og stöðumat rútubíl- stjóra á svæðinu sem báru saman bækur sínar. Þegar við komum að Staðarskála var bíll Vegagerðarinnar með gulu blikk- ljósi búinn að loka veginum vegna veð- ursins á Holtavörðuheiðinni. Við vonuð- umst til þess að það myndi lægja og við gætum beðið af okkur óveðrið róleg í 2–3 tíma í Staðarskála. En þegar leið á kvöldið bárust þau tíðindi frá Vegagerð- Handbolti Tvo leiki kepptum við á laugardeginum. Báðir fóru fram í Síðuskóla. Við byrjðum á því að leggja Þróttara í leik þar sem við vorum mun betri. En í seinni laugardags- leiknum töpuðum við með fjórum mörk- um gegn Selfyssingum. Sunnudagurinn gekk hins vegar glimrandi vel og unnu Valsstrákar alla þrjá leiki sína þann dag- inn. Sunnudagskvöldið Eins og fram kom að ofan þá var ýmis- legt í gangi á Akureyri þessa helgi. Þar á meðal AK-EXTREME 2011 snjóbretta- og tónlistarhátíð á Akureyri og í Hlíða- fjalli. Hluti þeirrar dagskrár fór fram í Gilinu á Akureyri. Þar var búið að koma fyrir mörgum gámum og byggja 60–70° bratta braut niður af gámunum og skammt neðan þeirra var búið að útbúa stökkpall og hylja allt með nokkur hundr- uð förmum af snjó sem höfðu verið sóttir út fyrir bæinn. Var þessi braut í gilinu við hlið Akureyrarkirkju. Lið Vals og Hauka sameinuðust um að kíkja á sýninguna. Mættum við tímanlega og fylgdumst með ofurhugum, ýmist á skíðum eða brettum, bruna niður brautina og stökkva í marg- földum skrúfum og heljarstökkum niður af pallinum. Sá sem hér skrifar er því fegnastur að eiga son sem æfir handbolta en lætur eiga sig að ögra þyngdarlögmál- inu líkt og ofurhugarnir gerðu ítrekað. En merkilegt nokk þá lentu þeir flestir á fót- unum og náðu að stöðva á fáeinum metr- um neðan við stökkpallinn en þurftu ekki langa braut til að lenda. Eftir að Valsmenn luku síðasta leik sín- um á sunnudeginum kom rútan og sótti okkur í KA-heimilið. Fórum við niður í Síðuskóla og biðum nokkra stund eftir því að Hauka- og HK-stelpurnar kæmu frá Húsavík áður en við gætum lagt heim á leið. Fréttir fóru að berast af hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu sem myndi ganga yfir norðvesturhluta landsins. Máttum við því búast við einhverjum töfum af þessum sökum. Það var hins vegar ekkert sem benti til fárviðris á Akureyri. Þar var smá fjúk en þurrt og bærilega hlýtt. Þeg- ar við lögðum af stað var veðrið ágætt. Hvorki tafir á Holtavörðuheiði né í Vatnsskarði en sjóndeildarhringurinn var vissulega orðinn dumbungslegur þegar við nálguðumst Blönduós. Áfram héld- um við vestur á bóginn og þegar við vor- um komin framhjá Laxá í Ásum og farin 112 Valsblaðið 2011 Starfið er margt Við erum stödd við styttu sr. Friðriks Friðrikssonar í tilefni þess að í dag eru 100 ár liðin frá því að Knattspyrnufélag- ið Valur var stofnað innan KFUM. Það var með leyfi sr. Friðriks sem sex piltar á aldrinum 16–19 ára, allir virkir félagar og leiðtogar í KFUM, stofnuðu með sér fótboltaflokk þann 11. maí 1911. Á fram- haldsstofnfundi síðar í sama mánuði bættust um það bil átta KFUM-piltar í hóp stofnenda og síðar um sumarið fjölg- aði enn í flokki þeirra. Þeir ruddu sér knattspyrnuvöll á Melunum með leyfi borgarstjórans í Reykjavík – ævintýrið var byrjað. Séra Friðrik segir frá því að hann hafi í fyrstu ekki séð neitt nema hringl og gauragang í knattspyrnunni, en taldi þó að unglingspiltar gætu haft gott af þess- um hlaupum og góðu lofti. Á þeirri for- sendu gaf hann þeim leyfi til stofnunar fótboltafélags innan KFUM þessa vor- daga í maí 1911. Um sumarið fór hann út á Mela til þess að fylgjast með fótbolta- leik piltanna og þá sá hann tækifærin í knattspyrnunni. Hann lýsti því síðar sem opinberun. Hann sá knattspyrnuna sem stórfenglegt uppeldis- og tamningar- meðal. Á tímum eins og þeim sem við lifum nú, tímum umræðu um gildi og áhuga á að skapa betra samfélag, er ákaflega merkilegt að lesa ræðu sem sr. Friðrik flutti síðla sumars 1911 við vígslu vallar- ins úti á Melum þegar drengirnir tóku fyrsta knattspyrnuvöll KFUM í notkun. Ræðan er full af speki og ef vel er að gáð má finna í henni flest þjóðgildin sem þjóðfundurinn okkar árið 2009 komst að raun um að væru þau gildi sem íslensk þjóð ætti að leggja áherslu á. Hann brýndi fyrir þeim að vinna ekki með röngu eða ódrengilegu bragði, að hælast ekki yfir þeim sem tapa, að láta aldrei pex eða þráttanir skemma leikinn, að vera fljótir að hlýða þeim sem stjórnaði leiknum, að leiðrétta með hógværð þá sem ekki kunnu knattspyrnu og kalla engan klaufa þótt illa gengi í fyrstu. Þetta er aðeins brot af því sem hann nefnir og hann dregur það saman í þessari meitl- Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliða Ávarp Gyðu Karlsdóttur, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK á Íslandi við styttu sr. Friðriks Friðrikssonar í Lækjargötu í tilefni af 100 ára afmæli Vals 11. maí 2011, við fjölmenna samkomu sem var hluti af hátíðahöldum afmælisdagsins Gyða Karlsdóttir framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi flytur ávarp við fjölsótta samkomu 11. maí í tilefni af 100 ára afmæli Vals, við styttuna af sr. Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu. 7A B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 7 11 12 27 6 V al ur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.